Færsluflokkur: Lífstíll
Baltimore Marathon & Half Marathon, Team Relay, 5K
Baltimore, MD USA 18.oct. 2014
http://www.thebaltimoremarathon.com

Klukkan var stillt á 3 am... og vorum búin að tékka okkur út af hótelinu og koma dótinu í bílinn, fyrir kl 5. Það var 1,4 mílur á markið. Við fengum bílastæði á besta stað við markið og við vorum rétt búin að leggja bílnum þegar traffíkin byrjaði að leitað að stæðum.

Við hölluðum okkur aftur í bílnum í um klst. en þá var kominn tími til að ramba á startið... en það hafði verið fært fram til kl 7 am... um leið og birti. Ég hef hlaupið þetta maraþon áður en ég mundi ekkert eftir leiðinni.
Það var fyrir algera tilviljun að við duttum inn í grúppumyndina hjá Marathon Maniacs.

Veðrið var gott, fyrst skýjað en síðan skein sólin á okkur... í fyrsta hluta hlaupsins fékk ég allt í einu yfir mig leiða... langaði að hætta og ég veit ekki hvað... en ég komst fljótlega yfir það...
Þjónustan á leiðinni var til fyrirmyndar... og mér gekk bara vel... þó þetta sé fjórða maraþonið á 8 dögum. Lúlli beið eftir mér rétt hjá markinu og við keyrðum til Atlantic City í New Jersey þar sem ég hleyp á morgun...
Þetta maraþon er nr 180 og 14 fylki eftir í "second round for the States"
Garmurinn mældi vegalengdina 26,58 mílur og tímann 6:16:07
Lífstíll | 19.10.2014 | 00:19 (breytt kl. 23:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

http://mainlymarathons.com/series-3/appalachian-series/ Day 4 (Oct.14): Seneca, South Carolina kl 7:30
Sjónvarpið hefur varla sýnt annað en viðvaranir vegna veðurofsa í kringum okkur. Við höfum fengið úrhellið en nær engan vind.
Þegar ég skráði mig í þessa seríu, stóð að hlaupin yrðu haldin ,,rain or shine" ég hef ekki fengið neitt ,,shine" enn.

Það var tiltölulega stutt á startið svo ég stillti klukkuna á 5:30. Days Inn var með morgunmat frá kl 6 am svo þetta smellpassaði.
Um leið og við fórum út úr dyrunum á hótelinu byrjaði að rigna og rigningin jókst stöðugt... þriðja rigningarmaraþonið í röð.
Vá, maður... ég hef aldrei hlaupið í hvílíku úrhellis-hellt-úr-fötu-úrhellis-grenjandi rigningu. Hlaupið var ræst á réttum tíma í dag voru 14 hringir. Göngustígarnir urðu að stórfljótum og grasið utanvið var bara verra. Sumir gerðu grín og hlaupu með sundgleraugu og sundfit á höndunum...
Lúlli beið heima á hóteli og tók vídeó af úrhellinu. Það versta við svona úrhelli er að maður brennur svo undan fötunum, margir voru komnir með ljót nuddsár því vasilínið tollir ekki á húðinni.

Ég komst í gegnum daginn - og þakkaði Guði fyrir að ég var ekki skráð í síðasta hlaupið í seríunni, í Georgíu á morgun... þeir sem hlaupa á morgun þurftu að fara rennblautir af stað þangað strax eftir hlaupið í dag. Ég náði mér í 3 fylki í seríunni, WV, VA og SC
Garmin mældi tímann 6:50:55 og vegalengdina 26,47 mílur.
Þetta maraþon er nr 179 og 15 fylki eftir í öðrum hring.
Lífstíll | 14.10.2014 | 21:07 (breytt kl. 21:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
http://mainlymarathons.com/series-3/appalachian-series
Day 2 (Oct.12): Bluefield, Virginia start kl 7:30
Klukkan var enn stillt á 5 am... ég svaf ekki vel, var hálf vakandi alla nóttina, fyrst var ég með pirring í hægri mjöðm og niður fótinn og síðan var bröltið í Bíðaranum að trufla mig. Ég hvíldist samt eitthvað og fannst ég ekki sérstaklega þreytt í morgun.

Ég fékk mér beyglu áður en við fórum í morgunmatinn því hann var engin undirstaða fyrir daginn. Það var helli-rigning úti og ég fékk far með Ilu á startið. Við vorum færri í dag en í gær (eða mér fannst það) og allir söfnuðust undir partý-himininn.
Ég var með regnkápu eins og flestir því úrhellið var ótrúlegt. Það rigndi fyrstu 4 hringina hjá mér og síðustu 3... en hringirnir voru 12 í allt. TAKA TVÖ sama leið og í gær.

Ég var ekkert viss um að ég myndi hlaupa mikið í dag en ég var ótrúlega brött... Clint sagði okkur að hann hafi talið brekkurnar í þessum 12 hringjum og þær voru yfir 170. GAMAN GAMAN að fá að vita þetta fyrirfram þó ég hafi farið hringinn í gær.
Garmin mældi leiðina 43,6 km eins og í gær og tímann 7:02:51
Þetta maraþon er nr 178 og 16 fylki eftir í öðrum hring um USA.
Lífstíll | 12.10.2014 | 20:05 (breytt kl. 20:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Við keyrðum frá Manassas til Bluefield í gær og náðum í númerið mitt, ég er nr 83 og borðuðum pasta með hinum hlaupurunum - þetta varð að REUNION-pastaparty því ég þekkti helminginn af fólkinu... allt hlaupavinir allstaðar að í Ameríku. Við erum líka flest á sama hótelinu. Verðurspáin er ekki glæsileg... rigning.
http://mainlymarathons.com/series-3/appalachian-series/
Day 1 (Oct.11): Bluefield, West Virginia start kl 7:30

Ég reyndi að fara snemma að sofa... það er ekkert mál þegar maður er í 4 tíma tímamismun og hefur keyrt í 6 klukkutíma. Klukkuna stillti ég á 5 am... við vorum ekki viss hvort hótelið ætlaði að byrja fyrr með morgunmatinn... en þeir gerðu það. Það voru um 4 mílur á startið og allir glaðir því það var sæmilega þurrt.

Það var ekki búið að ræsa hlaupið þegar rigningin mætti. Við vorum í garði á fylkismörkum West- Virginia og Virginia... við förum því sömu leiðina 2 daga í röð og getum skráð maraþonin á bæði fylkin. Reglurnar eru að ef hlaup byrjar í einu fylki og endar í öðru getur fólk valið á hvort fylkið hlaupið er skráð. Ég þarf bæði fylkin í minni annarri ferð yfir fylkin.

Við fórum 12 sinnum sama hringinn... sem var ekkert nema brekkur. Í byrjun voru allir svo hressir en þegar á leið hætti maður að heyra ,,keep it up" eða ,,way to go" og heyrði í staðinn ,,these hills are getting steeper" eða ,,they´ve turned in to mountains".... Brekkurnar fóru virkilega illa með mig og í bleytunni voru laufin svo hál... svo er ég eitt brunasár eftir fötin.

Þessi hlaupasería er hlaupin í fyrsta sinn núna og þó nokkrir sem ætla að hlaupa alla dagana 5... ég ætla að láta mér nægja 3 daga.
Garmin mældi vegalengdina 43,6 km og tímann 7:26:35
Þetta maraþon er nr 177 og 17 eftir í öðrum hring um USA
Lífstíll | 11.10.2014 | 23:00 (breytt kl. 23:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Við keyrðum hingað frá Manchester NH í dag... 7 tíma keyrsla til Lubec sem er við landamæri Kanada, alveg niður við sjó - Atlandshafið. Ég fékk bolinn í grunnskóla Lubec en varð að fara yfir landamærin, til Kanada að sækja númerið.
Á landamærunum varð ég að tilkynna mig sem hlaupara... Það var svolítið fyndið að Garmurinn datt algerlega út á landamærunum... sýndi ekki einu sinni vegakerfið.

Í Herring Park í Kanada fengum við númerið, biðum eftir maraþon-máltíð og svo snérum við til baka, alla leið niður í Machias, 30 mín í suður af Lubec... því það varð breyting á gistingu á síðustu stundu.
Þá er bara að koma sér fyrir, stilla klukkuna og stilla upp hlaupadótinu. Veðurútlitið átti að vera hagstætt.
Lífstíll | 14.6.2014 | 23:06 (breytt 30.6.2014 kl. 23:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lake Placid Marathon & Half Marathon
Lake Placid, New York, 8.júní 2014
http://www.LakePlacidMarathon.com

Klukkan var stillt á 5:45 en ég var vöknuð aðeins áður. Það voru svo margir hlauparar á hótelinu að við fengum morgunmat fyrir hlaupið.

það var bara einn beinn kafli í þessu hlaupi... annars var það EKKERT NEMA BREKKUR. Við fórum tvisvar sinnum nær sömu leiðina fram og til baka.

Garmin mældi það rétt og tímann 6:41:53
Lífstíll | 8.6.2014 | 22:55 (breytt 30.6.2014 kl. 23:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heartland Series, Bloomington Illinois, dagur 3
http://mainlymarathons.com/

Klukkan átti að vekja mig 3:30 en Lúlli vakti mig 20 mín fyrr með bröltinu í sér. Við vorum búin að ganga frá flestu, því við keyrum til Chicago í flug strax eftir hlaupið.
Við færðum klukkuna fram um klst þegar við komum og í ofanálag var hlaupið ræst klst fyrr, eða kl 5.
Það var glampandi sól, strax hiti i garðinum, og um mitt hlaup var hitinn kominn í 89 F og var í 86 þegar ég kláraði... svo sólarvörn 50 og moskito-spray var algert must.... heppin að hafa tekið það alvarlega, því margir voru útbitnir eftir daginn.

Lúlli tékkaði okkur út af hótelinu á meðan ég var í hlaupinu og mætti á staðinn án þess að hafa neinar fréttir af nýju barni. Ég sendi sms til að reyna að fá einhverjar fréttir.
Hringurinn var 2,2 mílur, og ferðir taldar 11 og hálfu sinnum... á 9unda hring fékk ég sms frá Lovísu um að dóttirin væri fædd og allt hefði gengið vel - Guði sé lof.

Þetta maraþon er nr 173,
garmurinn mældi það 26,2 mílur og tímann 7:03:00.
Eftir hlaupið brunuðum við til Chicago. Það var eins gott að við reiknuðum sæmilega góðan tíma fyrir okkur því við lentum í umferðartöfum, tollvega-hremmingum og hefðum ekki mátt vera seinni að ná flugi til Boston.
AUÐVITAÐ ER ÞETTA MARAÞON TILEINKAÐ NýJUSTU DúLLUNNI OKKAR :
)
Lífstíll | 7.6.2014 | 13:08 (breytt 13.10.2014 kl. 23:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heartland Series 4-8 júní 2014, dagur 1
http://mainlymarathons.com

Ég svaf ágætlega, og vaknaði kl 3:45 við klukkuna. Lúlli hellti á og ég fékk mér að borða, teypaði tærnar, smurði mig með vasilini, setti sólarvörn 50 þó það væri spáð rigningu og spreyjaði mig með moskito-fælu... engin smá serimonia fyrir eitt hlaup. Ég er yfir mig ánægð með nýju compression buxurnar mínar. Við ákváðum að Lúlli yrði á hótelinu á meðan, enda lítið spennandi að hanga allan tímann í bílnum ef það myndi rigna allan tímann.
Ég lagði af stað um 5:30... hafði auka bol og eitthvað fleira með... og ákvað á staðnum að vera í stutterma bol í stað hlýra bol. Auðvitað var Maniac myndataka fyrir start... en enginn þjóðsöngur.

Hlaupið var ræst kl 6 am... og maraþonið var 14 ferðir fram og til baka. Veðrið var ágætt fyrstu 10 mílurnar... en svo byrjaði að rigna... og rigna... og rigna, það var úrhellis-hellt-úr-fötu-úrhelli... svo ég var holdvot þegar èg kom í mark.
Ég byrjaði rólega, vissi ekki hvernig hnéð myndi virka.... og fann fljótlega að ég yrði bara að ganga þetta og ég tók nokkuð af myndum áður en það byrjaði að rigna, sendi sms heim (athuga hvort Lovísa væri búin að eiga) og dúllaði mèr með öðrum sem gengu. Hnéð hélt alla leið - Guði sé lof.
Þetta maraþon er nr 172,
garmurinn mældi það 26,77 mílur og tímann 7:43:51
Lífstíll | 4.6.2014 | 20:28 (breytt 30.6.2014 kl. 21:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

Við vorum með hnitin fyrir staðinn þar sem gögnin voru afhent en áttum samt í smá erfiðleikum með að finna hann... Riversite Park.... en það hafðist.
Ég fékk nr 18. Eins og í síðustu seríu sem ég tók þátt í, þá er sama númerið fyrir alla 5 dagana. Ég er skráð í tvö maraþon... fyrsta daginn í Michigan og þriðja daginn í Illinois.
Við drifum okkur til baka á hótelið sem er ca 7 mílur frá starti. Við fengum okkur að borða... ég þarf að taka til hlaupagallann, það er spáð rigningu á morgun.
Svo er spurning hvernig hnéð verður.
Lífstíll | 3.6.2014 | 23:05 (breytt 30.6.2014 kl. 21:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Við gistum síðustu nótt í Wisconsin Dells á leiðinni frá Minneapolis. Við fórum beint að sækja gögnin fyrir hlaupið, áður en við fórum á hótelið. Við vorum orðin dauðþreytt, á kolvitlausum tíma, eftir langa keyrslu í glampandi sól og hita. Expo-ið var lítið og fljótyfirfarið, nokkur tjöld á torgi. Ég verð nr 532.
Við keyptum morgunmat og fleira og fórum á hótelið... komum okkur fyrir og fórum snemma að sofa.
Lífstíll | 31.5.2014 | 21:27 (breytt 30.6.2014 kl. 20:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)