Færsluflokkur: MARAÞON

Maraþon á landsmóti UMFÍ, 11.07.2009

Start, Akureyri 11.7.2009Ég hafði skráð mig í maraþonið vegna þess að ég var búin að lesa að ég gæti hætt við fram á síðustu stundu... og ég ætlaði ekki norður - punktur... Bíðari nr 1 var ákveðinn að fara.

Á fimmtudag var kominn tími til að hætta við því ég ekki enn búin að fá gistingu... en ég á svo góða vinkonu hana Björgu sem reddaði okkur raðhúsi skyldmenna Palla... Það var því rennt norður á föstudag... gögnin sótt, borðað pasta og blíðunnar á Akureyri notið fram í fingurgóma. Fólkinu sem treysti okkur fyrir húsinu sínu er ástsamlega þakkað fyrir lánið á því.

Mark, Akureyri 11.7.2009Ég var í fyrri ráshópnum en við vorum 4 sem vorum ræst kl 8. Hringurinn um bæinn var ágætur en frá ca 12 km var lagt af stað út úr bænum og snúið við á 25 km punktinum. Sá kafli (26km) var mér erfiður, en það er bara ég, mitt vandamál æsist upp í vegarhalla... þá þarf ég að ganga á milli til að endurnýja hlaupalagið.

Öll umgjörð og þjónusta í kringum hlaupið var til fyrirmyndar þó ég segi alltaf að það sé allt of langt að hafa  5km á milli drykkjarstöðva.
Þá verð ég að segja að verðlaunaafhendingin var glæsileg með góðum veitingum. 

Því má bæta við... að í síðustu Reykjavíkurmaraþonum hef ég oft sníkt kók af starfsfólkinu á drykkjarstöðvunum... hér á Akureyri var boðið upp á kók á hverri drykkjarstöð og sagði starfsfólkið að kókið hefði slegið í gegn :)


ConocoPhillips Mayor´s Marathon Anchorage AK, 20.6.2009

ConocoPhillips Mayor's Marathon & Marathon Relay, Half Marathon, Five Miler Anchorage, AK USA,    20.júní 2009
http://www.mayorsmarathon.com  
Fyrir start, Alaska 20.6.2009
Klukkan var stillt á 4:00... það skiptir í raun ekki máli á hvað klukkan er stillt... við erum vöknuð áður... og mér líður best þegar ég hef nægan tíma. Ég var mætt tímanlega í rútuna sem keyrði okkur á upphafsstað.  Þar var hægt að bíða inni í íþróttahúsi og þar hitti ég mann sem ég sat við hliðina á í rútunni í Ocean Drive Maraþoninu í New Jersey. 

Komið í mark í Alaska 20.6.2009Úti var hægt að spreyja á sig skordýrafælandi efni, fá þunna poka fyrir regnkápur því það leit út fyrir rigningu. Hlaupið var ræst kl 8:00 eftir þjóðsönginn.

Ég byrjaði í langerma bol, en fór úr honum á miðri leið. Við hlupum meðfram þjóðveginum fyrstu mílurnar, en síðan hlupum við einhverja skógarvegi... malarvegi, sem slíta mér vanalega út af stressi yfir að rekast á nibbur og detta. 
Maraþon í Alaska 20.6.2009Þessir grófu malarvegir voru ca 13 mílur og ég slapp meira að segja við að fá grjót í skóna. Eftir malarvegina tóku við ,,traiL"slóðir... þangað til komið var á gangstéttirnar í bænum.  Landslagið var þannig að ég hefði getað verið að hlaupa í hvaða fylki sem er. Ekki varð ég vör við birni eða dádýr eins og sagt var frá í kommentunum við hlaupið í fyrra.

Hlaupið var ,,rolling hills" það þýðir brekkur... og á síðustu mílunni kom sú versta - brjáluð brekka! ég var varla komin upp hana þegar ég fékk rosalegan krampa í vinstra læri, hélt ég kæmist ekki lengra... en alltaf slefast maður í markið...
VÁ, HVAÐ PENINGURINN ER FLOTTUR :)

Maraþonið sem er nr. 110 hjá mér, mældist 42,78 km og tíminn 5:12:45 á garminn minn.
Alaska er 39. fylkið mitt - 11 eftir.


Gögnin sótt í Anchorage, Alaska

Það er lifandi ,,skelfing" að vera allt í einu garmlaus... við byrjuðum daginn í Best Buy, kl 10. Sá fyrsti sem ég talaði við taldi garminn vera gallaðan en hann gæti samt ekkert hjálpað okkur... sá næsti vissi að það þyrfti að kaupa Alaska sér... við áttum ekki orð - fáránlegt að kaupa tæki með USA... NB...mínus eitt fylki og vera ekki sagt frá því.

Anchorage, Alaska 19.6.2009það fór svo mikill tími til ónýtis í dag við að leita... af því að við vorum ekki viðbúin því að þurfa að nota kort... það fór hálfur eða nær allur dagurinn í að finna Sheraton hótelið með gögnin, rútustaðinn til að komast á startið og svo markið.
HVERS VEGNA tók það svona langan tíma... upplýsingarnar sem fylgdu í maraþonblaðinu í expopokanum, voru þær lélegustu sem ég hef nokkurn tíma fengið. Það bjargaði mér að ég var með heimilisföng af netsíðunni.  

Expoið var lítið... en eitthvað var til af söludóti, ég keypti mér hlaupasokka. Það tók innan við hálftíma að fara í gegnum expoið. Restin af deginum fór í að finna hvar hlaupið á að byrja - en það var of langt í burtu - hvaðan rútan fer á startið... og hvar maraþonið endar...  


Hatfield-McCoy Marathon WV, 13.6.2009

Hatfield-McCoy Marathon & Half Marathon, Williamson, WV USA 13. júní 2009
http://www.hatfieldmccoymarathon.com


Hatfield-McCoyMarathon WV,13.6.2009Klukkan hringdi kl. 3:30... og ég fékk nægan tíma til að næra mig og græja til... Veðurspáin var ágæt, en það hefur rignt hér eins og hellt úr fötu öðru hverju. Ég ákvað að vera í síðum og taka með mér langermabol... sem ég hljóp síðan ekki í.

Fyrir hlaup,Hatfield-McCoyMarathon,13.6.2009Startið var í Food City í Goody... sem garmurinn vildi auðvitað ekki viðurkenna... en við komumst á réttan stað á réttum tíma. Þarna var flagan afhent og þarna voru sjálfir Hatfield og McCoy mættir með rifflana sína. Hlaupið var einmitt ræst með riffilskoti kl 7.
Alla leiðina hljóp ég ýmist í Vestur Virginíu eða Kentucky... en hlaupið byrjaði í Kentucky og endaði í V-Virginíu.

Markið, Hatfield-McCoyMarathon WV,13.6.2009Í upphafi hlaups var hitinn 70°F en í lokin var steikjandi sól og um 30°C hiti... Sólin er búin að stimla bolinn á mig. Það rigndi ekkert en loftrakinn var frá 60-70%... ég var alveg að kafna í mollunni á milli trjánna. Hluti af leiðinni var ,,trail" þ.e. drullusvað sem varð að feta sig yfir og þar var ég bitin af óvinaflugum. Leiðin var EKKERT NEMA BREKKUR... og ein þeirra svarinn óvinur minn.

Tekið úr leiðarlýsingu...There is one hill between miles 6 & 7 while the rest of the course is flat to rolling and runs on the roads that follow the creeks and rivers. It's a challenging, historic 26.2 mile run for the marathon runner as well as for the half marathon runner with the toughest being the first 13 miles.  Leiðin var mjög falleg. http://www.marathonguide.com/coursemaps/elevationchart.cfm?MIDD=1486090613

Hatfield-McCoyMarathon WV,13.6.2009Ég tók aðvaranir alvarlega, drakk mikið á leiðinni og hlustaði á líkamann... og það kom niður á tímanum... en garmurinn minn mældi hlaupið 41,7 km sem er kannski ekki alvega að marka, þar sem úrið datt út á milli fjallanna... og tíminn mældist 5:59:58...
Bíðari nr. 1 var að sjálfsögðu í viðbragðsstöðu Smile

Hatfield-McCoyMarathon WV,13.6.2009,,Vinirnir" með rifflana tóku á móti hlaupurunum og var mikið um að vera í markinu og umhverfis það enda stórhátíð í bænum... Hatfield & McCoy reunion festival... nóg að borða og drekka. 

Smá tips... Time limits: All day... best to finish before dark so you won´t get shot... or lost and never be found...

Maraþonið er nr. 109
West Virginia er 38. fylkið mitt... 12 eftir Cool


Gögnin sótt í Williamson West Virginia

Við höfum keyrt í 2 daga frá New York til að ná hingað. Maraþonið er á morgun og gögnin voru afhent frá 3-9 í dag. Það var ekki mikið um hótel eða mótel, maður ser nú bara tré hérna... og við erum í 27 mílna fjarlægð frá starti og marki... semsagt... eitt stykki maraþon í burtu.

Hatfield&McCoy.WV.júní 2009 Maraþonið heitir eftir 2 ættum sem elduðu grátt silfur í landnáminu í denn (1865)... Hatfield and McCoy... þeir bjuggu sitthvoru megin við ána...Big Sandy River, sem skiptir Williamson í tvennt... annar hlutinn fylgir Kentucky en hinn West Virginia. Inn í erjur þeirra fléttuðust síðan ástarmál afkomenda þeirra... bara eins og í bíó...
Vegna þessara fylkismarka sem eru alveg hætt að sjást... og brúað hægri vinstri... er mjög ruglingslegt að vita í hvoru fylkinu maður er og ég held að hlaupið bæði byrji og endi í Kentucky, þó það sé skráð í West Virginia.


Bitin af einhverju kvikindi

... Það er ótrúlegt... ég hef verið stíf í vöðva, bólgin og aum neðst á hægra fæti fyrir ofan ökklann... ég hélt í maraþoninu að hásinin væri kannski að ergja mig... en það eina sem ég get ímyndað mér núna að sé orsök fyrir þessu... er bit - skordýrabit.

Veðrið var dásamlegt síðasta laugardag þegar maraþonið fór fram... en ég hef örugglega verið bitin fyrir hlaupið... því ég fann strax fyrir þessu í hlaupinu af því að vöðvinn svaraði ekki eins og hann á að gera. 
Eymslin eru bara í kringum bitið... eða bitin því ég var líka bitin í upphandlegginn. Mig hefur klæjað heil ósköp... EN ég vona að þetta verði búið að jafna sig fyrir næsta maraþon. 


Maraþon 100km félagsins 6.6.2009

Gunnlaugs-maran 6.6.2009100 km félagið var með 100 km hlaup í dag og bauð einnig upp á maraþon... Auðvitað mætti ég... ef ég get flogið til útlanda, hlaupið með flugþreytu, bílþreytu og rugluð í tímamismuni - þá verð ég nú að hlaupa þegar maraþonið er við útidyrnar Wink

100 km-hlaupararnir voru aðeins tveir og þeir voru ræstir kl 7... ég kl 10 og tveir aðrir maraþonar kl 2. Veðrið var dásamlegt, sól, aðeins gola og í lokin hjá mér, um kl 3 var hitinn kominn í 16°c. Sigurjón setti glæsilegt Íslandsmet í 100 km hlaupinu... Til hamingju Sigurjón.

Gunnlaugs-maran 6.6.2009Gunnlaugur hjólaði með mér hluta af leiðinni út í bryggjuhverfið til að kynna mig fyrir ,,slaufunni" og svo studdi hann mig síðasta km í mark... annars var ég ,,ein" meðal allra þeirra sem voru hlaupandi, hjólandi eða gangandi á hlaupaleiðinni í góða veðrinu í dag.

Þjónustan í hlaupinu var sú besta sem ég hef upplifað í maraþoni á Íslandi... 2,5 km á milli drykkjarstöðva og veitti ekki af í blíðunni... aðstoðarliðið frábært, uppörvandi og klappandi manni í bak og fyrir.
Gunnlaugs-maran 6.6.2009Toppurinn var auðvitað að fá nýbakaða vöfflu með rjóma og nýuppáhellt kaffi hjá Jóa.

Maraþonið, sem mældist 42,69 km hljóp ég á 5:07:57 samkvæmt mínu Garmin.  


Mývatnsmaraþon 30.maí 2009

Mývatnsmaraþon 30.05.2009 003Það voru nýjir stjórnendur teknir við Mývatnsmaraþoni og þeim tókst mjög vel til. Umgjörðin góð, góð þjónusta á leiðinni og grillveislan í lokin var frábær.
Að vísu hef ég alltaf sagt að 5 km milli drykkjarstöðva sé of langt, hámarkið ætti að vera 4 km, en þetta hafa þeir ættleitt frá fyrri stjórnendum. Það var svolítið öðruvísi að hlaupa frá ,,Böðunum" og enda þar líka... Á BREKKU.

Mývatnsmaraþon 30.05.2009Það var mjög hvass mótvindur fyrstu 23 km... og allur vindur úr mér á eftir. Sólin skein aðeins og hitinn var uþb 10 stig.
Ég held að þetta hafi verið tíunda Mývatnsmaraþonið mitt og í mörg undanfarin skipti hef ég sagt að ég ætlaði ekki að koma aftur. Halli vegarins virkar svo illa á grindarlosið mitt... ég var of fljótt farin að ganga inn á milli...

Þetta var maraþon nr 107 og tíminn á mína klukku var 5:01:30 og get ég ekki annað en verið ánægð með það


Mývatnsmaraþon

Við renndum hingað norður í gær... vorum ekki búin að panta gistingu fyrirfram og enduðum á Skútustöðum. Nú er allt breytt í sambandi við hlaupið, það er flutt í ,,böðin" og nýjir stjórnendur teknir við. Við keyrðum þangað í gær en enginn vissi neitt þar.

Maraþonið á að byrja kl 12... ég á eftir að sækja númerið fyrst, það hlýtur að vera á staðnum.


Fort Collins Old Town Marathon 3.5.2009

Fort Collins Old Town Marathon & Half Marathon, 10K, 5K, Kids Run
Fort Collins, CO USA 3.maí 2009
http://ftcollinsmarathon.com

Fyrir hlaup í Fort Collins COÉg veit hreinlega ekki hvernig ég svaf Shocking... en ég var vöknuð áður en klukkan hringdi kl 2 í nótt. Ég fór í gegnum ferlið af vana, hellti upp á kaffi,  ræsti tölvuna og Bíðari Nr.1 hringdi strax á msn-inu, ég teipaði tærnar og var komin út 3:50.

Það er ekki oft sem hlaup bjóða upp á frí stæði í bílastæðahúsi eins og hér var gert. Rúturnar biðu fyrir utan. Ég fór með fyrstu rútu... mikið hrikalega er leiðin löng þegar maður keyrir hana um nótt. Við vorum keyrð upp í gil fyrir norðan bæinn.

http://ftcollinsmarathon.com/elevationmap.html
Upphafspunktur var í 6.108 ft hæð... og endaði í 4.981 ft.

Komin í mark í Fort Collins COHlaupið var ræst 6:15... strax á fyrsta km. stóð ég á öndinni í þessari lofthæð.  Það bjargaði mér að fyrri hlutinn var niður... en síðari helmingurinn var nokkuð flatur. 
Hitinn var 37°F í upphafi og raki í loftinu, mér var kalt á höndunum alla leiðina, samt hlýnaði þegar sólin fór að skína og ég nálgaðist bæinn.

Maraþonið mældist 42,7 km... og er hæst ánægð með tímann sem mældist 5:09:09 á mína klukku. Lilja, Linda og sonur hennar tóku á móti mér í markinu. Það var frábært af þeim Smile 

Colorado er 37.fylkið mitt.... 13 eftir
Þetta maraþon er nr. 106...  8. á árinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband