Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ég fór alltof seint að sofa, um miðnætti... og svo var þetta ein af þeim nóttum sem ég svaf vakandi með lokuð augu !!!
Pétur Helga hafði hringt í gærkvöldi og boðið mér að fara fyrr af stað og ég þáði það, vaknaði kl 5 og mætti rúmlega 7. Það var enginn kominn og svartamyrkur.
Ég átti erfitt með að sjá misfellur á gangstígnum og var nærri dottin, var óviss á leiðinni, fór villur í Nauthólsvíkinni, þar var allt breytt og snéri síðan of snemma við því í bakaleiðinni var kominn vörður sem leiðrétti villuna og stytti leiðina til baka.
En allt þetta lagaðist þegar birti, fleiri hlauparar komu í brautina, vegvísar og drykkjarstöðvar. Leiðin var farin 2svar fram og til baka. Þegar ég átti 1 km eftir sá ég að það vantaði á vegalengdina, svo ég snéri við og hljóp smá kafla aftur, en það dugði ekki og ég bætti aftur við 200 metrum í Elliðaárdalnum, beygði til hægri þegar ég kom út úr undirgöngunum... þá passaði þetta.
Þetta maraþon er nr 117 og ég var 5:14:00 að skokka þetta ...
Ég verð að hafa tíma til að æfa ef ég ætla bæta tímann
Stjórnmál og samfélag | 24.10.2009 | 14:00 (breytt kl. 15:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Peak Performance Maine Marathon & Maine Half Marathon, Portland, ME USA. 4.okt 2009
http://www.mainemarathon.com
Klukkan var stillt á 4:40... og ég hafði farið snemma að sofa um 9, en kl 10:30 hrökk ég upp, brunakerfið á mótelinu fór af stað... og ég svaf ekki vel eftir það - dottaði bara öðru hverju.
Hvað um það... Maine skyldi falla í dag.
Við vorum heppin með bílastæði
og Lúlli gat tekið myndir á startinu.
Síðan fór hann aftur á mótelið en ég fór í þrælaríið...
Hlaupið var ræst kl 7:45. Hvað ég er seig að finna þessi brekkuhlaup - ÓTRÚLEGT EN SATT.
Þetta er hæðarkortið... http://www.marathonguide.com/coursemaps/elevationchart.cfm?MIDD=1173091004
Ég held ég hafi sjaldan verið eins þreytt allt hlaupið... en ég skyldi klára það. Ég endaði með að ganga mikið í seinni helmingnum... var að drepast úr vöðvabólgu (skóla-tölvu-bólgu) í öxlunum og niður í bak.
Svo var ég með blöðru á hælnum síðan í gær og eitthvað bættist við í dag. Ég hef sjaldan verið eins fegin að komast í mark og þar beið Bíðari nr 1 með myndavélina. Þá var bara sturta, matur og hvíld á dagskrá... og Walmart, Best Buy og eitthvað fleira.
Tíminn á mína klukku var 5:59:58 og maraþonið mældist 42.2 km
Þetta maraþon er nr. 116 og Maine 43. fylkið... 7 eftir.
Stjórnmál og samfélag | 4.10.2009 | 21:17 (breytt 9.10.2009 kl. 17:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég fór alltof seint í rúmið, kl var að verða 12. Þá tók við vökunótt með lokuð augu... undarlegt stig af ,,hvíld" Þegar klukkan hringdi kl 6 þá langaði mig ekki framúr... var dauðþreytt.
Morgunmaturinn var diskur af Seríosi, hrökkbrauð og kaffi. Við áætluðum hálftíma í keyrslu, bílastæðamál og koma sér að startinu... svo verður að reikna með ,,síðasta pissi"
Maraþonið var ræst kl 8:40... mjög undarlegur tími. Heila og hálfa ræst samtímis. Ég fór aðeins of hratt af stað en það kom ekki að sök. Ég þurfti tvisvar að fara á klósettið á leiðinni og í annað skiptið kostaði það mig 3 mínútur í röð.
Eftir fyrri klósettferðina (við 5 km. á nesinu) stilltist tempóið hjá mér í mótvindinum... kuldi og mótvindur er það eina sem fær mig til að hlaupa afslappað... og ég náði að halda hraðanum að mestu alla leiðina.
Ég hljóp erfið maraþon síðustu 2 helgar, svo þetta var 3ja maraþonið á 2 vikum... en í dag flaug þetta áfram, ég fann ekki fyrir þreytunni og svefnleysinu.
Bíðari nr 1 stóð sig vel, þó hann gæti ekki hjólað með mér síðustu km... hann mætti með ,,alvöru" orkudrykk við 32. km, við 35 km og svo við 38 km.
Það rigndi og hvessti aðeins of mikið í lokin en í mark komst ég hæstánægð með tímann 4:55:21 á mína klukku en ég átti eitthvað í vandræðum með klukkuna í byrjun.
Stjórnmál og samfélag | 22.8.2009 | 17:40 (breytt kl. 17:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fallsburg Marathon and Half Marathon & half marathon and 5k, Lowell, MI USA, 15.ágúst 2009
http://www.fallsburghalf.8k.com
Það var ekkert smá vesen að finna hvar startið væri í gær, en hafðist að lokum... það var ekkert expo.
Ég svaf ekkert sérstaklega vel í nótt, það var partý í næsta herbergi til 6 um morguninn.
Klukkan var stillt á 4:45 svo ég hefði rúma 2 tíma áður en við tékkuðum okkur út kl 7.
Við vorum uþb 30 mín að keyra til Lowell. Ég var á sér samningi, fékk að borga mig inn á hlaupadegi.
Ég hafði enga hugmynd hvað ég væri búin að koma mér útí... lýsingin var skrautleg... The EXTREME TOUGHNESS of Fallsburg's and BRUTAL 2nd Half of the Race.
Hlaupið var ræst kl 8 og þá var hitinn um 17-20°c en hækkaði fljótlega í 28°c og þegar ég kom í mark var hitinn 32°c... götuhitinn var hreinasta steik... loftrakinn mikill.
Ég hljóp í gegnum markið eftir hálft maraþon... skelfing... fyrri helm var mjög erfiður og líka skelfilega leiðinlegur. Seinni helmingurinn var ENN erfiðari... hvílíkar brekkur, hvílík leið, hvílíkur hiti... besta lýsingin á leiðinni er fjallahlutinn af Laugaveginum með sandi, möl og drullu. Og mestan hluta trail-hlutans átti ég fullt í fangi með að varast trjárætur, stein-nibbur og fleira sem stóð upp úr jörðinni... svo var ég útbitin, miklu meira en síðasta hlaupi.
ALDREI AFTUR fjalla-brekku-trail-maraþon... punktur.
Þetta er LANG-ERFIÐASTA maraþon sem ég hef hlaupið... sama sögðu allir sem komu í mark. Það var aldrei þurr þráður á mér og ég var aldrei svona drullug eftir Laugaveginn. Venjulega tekur það mig 1-2 mínútur í mesta lagi, eftir maraþon að jafna mig... en ég var enn móð eftir korter.
Mér datt ekki í hug að ég fengi pening... það voru 118 skráði í heilt og fyrstu 100 áttu að fá pening. Þegar ég var búin að fá minn voru 5 stk. eftir. Ég fékk hettupeysu, bol, baðhandklæði og jakka, allt merkt hlaupinu.
Ég nánast skreið í mark á tímanum 6:28:24 og maraþonið mældist 41,2 km þó gps-ið dytti oft út...
Fallsburg Marathon er 113. maraþonið mitt
Michigan er 41. fylkið mitt - 9 fylki eftir.
Stjórnmál og samfélag | 16.8.2009 | 11:46 (breytt 17.8.2009 kl. 12:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við erum í Grand Rapids MI... og ég hleyp í Lowell, næsta bæ, á morgun. Þetta er mjög lítið maraþon og ekkert expo. Ég á bara að fá númerið í fyrramálið fyrir start.
Þetta verður eitthvað skrautlegt... svona er lýsingin fyrir maraþonið... Fallsburg Marathon...
COURSE DESCRIPTION-Downhill on the downhills and uphill on the uphills with a little bit of flat thrown in for good measure.
You have better be in shape if your going to tackle this one...this race is not for beginners. But if your up for a challenge, looking for a GREAT workout, or are just One Tough Old Fart...then this is the Race for YOU!
This course will have it all...beautiful country roads, gravel roads, scenic trails, North Country Trails, ups...and I do mean UPS...and downs.We advise that you carry a water bottle. We are aiming for aid stations every three miles to six miles...depending upon how many race voluntees we get. All races start at 8 a.m.
The course will be challenging but it will also be one of the most beautiful and rewarding marathons that you will ever experience in the Mid West! Good Luck and we will see you on Race Day.
Það er ótrúlegt hvað ég er seig að finna þessi erfiðustu hér í Ameríkunni...
Stjórnmál og samfélag | 14.8.2009 | 14:16 (breytt 16.8.2009 kl. 02:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Drake Well Marathon & Half Marathon, Kids Fun Run, Titusville, PA USA 9.ágúst 2009
http://www.drakewellmarathon.com
Ég svaf eins og engill... hef varla sofið betur fyrir hlaup. Ég stillti klukkuna á 3:45 og við tékkuðum okkur út rétt fyrir kl 6. Við vorum búin að taka tímann á leiðinni til Títusville, ca 30 mín.
það var smá kaos við bílastæðið, þar sem enginn vissi nákvæmlega hvar átti að byrja... en það reddaðist í tíma... þetta hlaup er frumraun hjá þeim og við erum tilraunadýrin. Einu sinni áður hefur verið hlaupið maraþon hérna (2006) en það voru 5 1/2 hringur einhversstaðar í bænum.
Drake Well Marathonið er haldið á 150 ára afmælisári olíufundar sem var upphafið að olíuævintýri USA. (27.ág. 1859)
Í leiðarlýsingu segir að það séu 2 brekkur á fyrstu 8 mílunum... það er spurning hvað telst brekka, hlaupararnir voru að tala sín á milli að réttari lýsing væri - 2 fjöll á fyrstu 8 mílunum, brekkur eftir það -
Þetta er slóðin fyrir leiðarkort og hæðarkort
http://www.drakewellmarathon.com/?page_id=8
Við startið var hitinn 70°F og 80°F þegar ég kom í mark...
Loftrakinn var á mörkunum að vera rigningarúði...
Leiðin var ágætt á sinn hátt, 42,2 km eru alltaf 42,2 km... en ég er orðin svolítið þreytt á að verða að velja maraþon eftir dagsetningum, en ekki eftir því hvort þau eru stór eða skemmtileg. Ég hef verið að taka mörg erfið maraþon undanfarið til þess að ná nýjum fylkjum.
Mér fannst maraþonið í dag vera erfitt, brekkur, blautar og hálar götur og drulluvegir... fyrir utan hitann og loftrakann.
Maraþonið mældist 32,8 km hjá mér vegna þess að úrið var alltaf að detta úr á milli hárra trjánna, en ég geri ráð fyrir að það hafi verið rétt mælt 42,2 km... og ég þakka Guði fyrir að hafa ekki verið lengur með það... 5:32:31
Maraþonið var nr 112
Pennsylvania er 40. fylkið mitt - 10 eftir.
Stjórnmál og samfélag | 9.8.2009 | 22:29 (breytt kl. 22:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
;)... eins og annar í jólum... það var ákveðið að hjóla upp í Kaldársel og ganga síðan á Helgafell. Við fórum af stað hálf 10... Ferðin upp eftir gekk vel, við hjóluðum Hvaleyrarvatnsleiðina... við Kaldárselið hættum við við að ganga á Helgafell og skoðuðum hella í staðinn.
Við gengum um Kaldárselssvæðið, borðuðum nestið og tókum myndir. Síðan var hjólað heim á leið... aðra leið en við komum, við klöppuðum hestum og fl.
Afi var búinn að baka muffinsbollur þegar við komum heim... en Tinna hafði verið svo dugleg að við hjóluðum út í sjoppu og keyptum fótboltamyndir - áður en við fórum inn og fengum okkur bollu. Við vorum búnar að hjóla og ganga 23,6 km samkvæmt garmin-úrinu.
Á meðan við kjömsuðum á bollunum spurði ég Tinnu hvort við ættum að fara aðeins út að hjóla á eftir ??? Já, hún vildi það og aftur var lagt af stað... nú var hjólað um hverfið og út á róló... við fórum loks inn þegar það byrjaði að rigna kl 4:45
Það er synd að segja að maður hreyfi sig ekki þessa dagana :)
Stjórnmál og samfélag | 28.7.2009 | 20:07 (breytt 29.7.2009 kl. 14:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér finnst ,,Sigurvegari" maraþonsins í kvennaflokki ekki alveg sangjarn í umsögn sinni. Við sem hlaupum ráðum hraða okkar í hlaupinu.
Ég hef tekið þátt í mörgum maraþonum erlendis og þar hafa menn örmagnast umvörpum, fólk hefur verið borið burt á börum, rúllað í hjólastólum eða stutt burt með poka í æð... og þrisvar hef ég verið í maraþonum þar sem menn dóu rétt fyrir innan marklínuna.
Fyrst og fremst verður fólk að hlusta á eigin líkama - það getur enginn annar gert fyrir mann.
Í hita eins og var á Akureyri er mesti vandinn að drekka rétt... erlendis er yfirleitt 1 míla á milli drykkjarstöðva og er þá auðveldara að drekka mátulega mikið, oft... en þegar langt er á milli stöðva er erfiðara að drekka nóg því það er vont að drekka mikið í einu.
Ósátt við skipulag hlaupsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.7.2009 | 12:28 (breytt kl. 12:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
ConocoPhillips Mayor's Marathon & Marathon Relay, Half Marathon, Five Miler Anchorage, AK USA, 20.júní 2009
http://www.mayorsmarathon.com
Klukkan var stillt á 4:00... það skiptir í raun ekki máli á hvað klukkan er stillt... við erum vöknuð áður... og mér líður best þegar ég hef nægan tíma. Ég var mætt tímanlega í rútuna sem keyrði okkur á upphafsstað. Þar var hægt að bíða inni í íþróttahúsi og þar hitti ég mann sem ég sat við hliðina á í rútunni í Ocean Drive Maraþoninu í New Jersey.
Úti var hægt að spreyja á sig skordýrafælandi efni, fá þunna poka fyrir regnkápur því það leit út fyrir rigningu. Hlaupið var ræst kl 8:00 eftir þjóðsönginn.
Ég byrjaði í langerma bol, en fór úr honum á miðri leið. Við hlupum meðfram þjóðveginum fyrstu mílurnar, en síðan hlupum við einhverja skógarvegi... malarvegi, sem slíta mér vanalega út af stressi yfir að rekast á nibbur og detta.
Þessir grófu malarvegir voru ca 13 mílur og ég slapp meira að segja við að fá grjót í skóna. Eftir malarvegina tóku við ,,traiL"slóðir... þangað til komið var á gangstéttirnar í bænum. Landslagið var þannig að ég hefði getað verið að hlaupa í hvaða fylki sem er. Ekki varð ég vör við birni eða dádýr eins og sagt var frá í kommentunum við hlaupið í fyrra.
Hlaupið var ,,rolling hills" það þýðir brekkur... og á síðustu mílunni kom sú versta - brjáluð brekka! ég var varla komin upp hana þegar ég fékk rosalegan krampa í vinstra læri, hélt ég kæmist ekki lengra... en alltaf slefast maður í markið...
VÁ, HVAÐ PENINGURINN ER FLOTTUR :)
Maraþonið sem er nr. 110 hjá mér, mældist 42,78 km og tíminn 5:12:45 á garminn minn.
Alaska er 39. fylkið mitt - 11 eftir.
Stjórnmál og samfélag | 21.6.2009 | 02:13 (breytt kl. 02:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hatfield-McCoy Marathon & Half Marathon, Williamson, WV USA 13. júní 2009
http://www.hatfieldmccoymarathon.com
Klukkan hringdi kl. 3:30... og ég fékk nægan tíma til að næra mig og græja til... Veðurspáin var ágæt, en það hefur rignt hér eins og hellt úr fötu öðru hverju. Ég ákvað að vera í síðum og taka með mér langermabol... sem ég hljóp síðan ekki í.
Startið var í Food City í Goody... sem garmurinn vildi auðvitað ekki viðurkenna... en við komumst á réttan stað á réttum tíma. Þarna var flagan afhent og þarna voru sjálfir Hatfield og McCoy mættir með rifflana sína. Hlaupið var einmitt ræst með riffilskoti kl 7.
Alla leiðina hljóp ég ýmist í Vestur Virginíu eða Kentucky... en hlaupið byrjaði í Kentucky og endaði í V-Virginíu.
Í upphafi hlaups var hitinn 70°F en í lokin var steikjandi sól og um 30°C hiti... Sólin er búin að stimla bolinn á mig. Það rigndi ekkert en loftrakinn var frá 60-70%... ég var alveg að kafna í mollunni á milli trjánna. Hluti af leiðinni var ,,trail" þ.e. drullusvað sem varð að feta sig yfir og þar var ég bitin af óvinaflugum. Leiðin var EKKERT NEMA BREKKUR... og ein þeirra svarinn óvinur minn.
Tekið úr leiðarlýsingu...There is one hill between miles 6 & 7 while the rest of the course is flat to rolling and runs on the roads that follow the creeks and rivers. It's a challenging, historic 26.2 mile run for the marathon runner as well as for the half marathon runner with the toughest being the first 13 miles. Leiðin var mjög falleg. http://www.marathonguide.com/coursemaps/elevationchart.cfm?MIDD=1486090613
Ég tók aðvaranir alvarlega, drakk mikið á leiðinni og hlustaði á líkamann... og það kom niður á tímanum... en garmurinn minn mældi hlaupið 41,7 km sem er kannski ekki alvega að marka, þar sem úrið datt út á milli fjallanna... og tíminn mældist 5:59:58...
Bíðari nr. 1 var að sjálfsögðu í viðbragðsstöðu
,,Vinirnir" með rifflana tóku á móti hlaupurunum og var mikið um að vera í markinu og umhverfis það enda stórhátíð í bænum... Hatfield & McCoy reunion festival... nóg að borða og drekka.
Smá tips... Time limits: All day... best to finish before dark so you won´t get shot... or lost and never be found...
Maraþonið er nr. 109
West Virginia er 38. fylkið mitt... 12 eftir
Stjórnmál og samfélag | 13.6.2009 | 21:19 (breytt kl. 22:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)