Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Maraþon 100km félagsins 6.6.2009

Gunnlaugs-maran 6.6.2009100 km félagið var með 100 km hlaup í dag og bauð einnig upp á maraþon... Auðvitað mætti ég... ef ég get flogið til útlanda, hlaupið með flugþreytu, bílþreytu og rugluð í tímamismuni - þá verð ég nú að hlaupa þegar maraþonið er við útidyrnar Wink

100 km-hlaupararnir voru aðeins tveir og þeir voru ræstir kl 7... ég kl 10 og tveir aðrir maraþonar kl 2. Veðrið var dásamlegt, sól, aðeins gola og í lokin hjá mér, um kl 3 var hitinn kominn í 16°c. Sigurjón setti glæsilegt Íslandsmet í 100 km hlaupinu... Til hamingju Sigurjón.

Gunnlaugs-maran 6.6.2009Gunnlaugur hjólaði með mér hluta af leiðinni út í bryggjuhverfið til að kynna mig fyrir ,,slaufunni" og svo studdi hann mig síðasta km í mark... annars var ég ,,ein" meðal allra þeirra sem voru hlaupandi, hjólandi eða gangandi á hlaupaleiðinni í góða veðrinu í dag.

Þjónustan í hlaupinu var sú besta sem ég hef upplifað í maraþoni á Íslandi... 2,5 km á milli drykkjarstöðva og veitti ekki af í blíðunni... aðstoðarliðið frábært, uppörvandi og klappandi manni í bak og fyrir.
Gunnlaugs-maran 6.6.2009Toppurinn var auðvitað að fá nýbakaða vöfflu með rjóma og nýuppáhellt kaffi hjá Jóa.

Maraþonið, sem mældist 42,69 km hljóp ég á 5:07:57 samkvæmt mínu Garmin.  


Næsta maraþon

Ég hef ekki hlaupið síðan á föstudag... tíminn HLJÓP frá mér þessa síðustu daga heima... Ferðasagan er á hinni bloggsíðunni.
Ég keyri í dag til Oklahoma City í Oklahoma fylki þar sem ég hleyp næsta maraþon... á sunnudag. Það er svolítið annað veður hér, en rokið og rigningin sem ég fór úr heima... vona bara að það verði ekki of heitt.

Kannski á sumrin, en líst ekkert á það

Þegar Icelandair hóf flug til San Francisco voru tómar tafir og vesen á þeirri flugleið. Við hjónin áttum flug þangað sumarið 2005, þaðan áttum við tengiflug til Salt Lake City þar sem ég ætlaði að hlaupa maraþon. Þessi leggur til SLC var 3 dagar. Tafir voru á brottför frá Keflavík og áður en við fórum af stað, var útséð að við misstum af tengifluginu og leggurinn til SLC væri ónýtur... styttum við ferðina um þessa 3 daga. 

Í lok nóv. sl. hljóp ég í Seattle og sátum við og allir aðrir farþegar tímunum saman á flugvellinum þar vegna þoku... og aðra eins þoku og annað eins þokubæli höfum við aldrei upplifað. Að vísu var vetur og ég spurði ekki hvort þetta væri svona á sumrin en okkur var sagt að í stað kulda og snjókomu liggi þokan eins og þykkt teppi yfir öllu þarna.


mbl.is Icelandair til Seattle?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband