Bloggfærslur mánaðarins, desember 2023
Í dag er síðasti dagur Holiday Five seríunnar.Ég hafði sama system og í fyrradag.. Ég stillti klukkuna á 3.. og lögðum af stað kl 5.. með allt dótið, því við skiptum um hótel í dag.
Hlaupið var ræst kl 6.. í niðamyrkri.. ég reyndi að nýta mér birtu frá öðrum með höfuðljós.. um kl 7 birti. Það var sama leið alla dagana í seríunni. Mér gekk ágætlega en var orðin sárfætt í miðju hlaupi og skipti um skó.. og bætti svo við innleggjum. Þjónustan var ágæt í hlaupinu. Ég var fegnust því að maginn á mér var í lagi.. Skipuleggjandi er Bettie Wailes.
Þetta maraþon er nr 278
Strava mældi maraþonið 43,8 Km
Íþróttir | 31.12.2023 | 21:50 (breytt 1.1.2024 kl. 02:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir langa keyrslu í gær átti ég ekki erfitt með að sofna.. þó var hávaði og músík í næstu herbergjum.. ég lét símann hringja kl 3 og lagði af stað kl 5..
Þetta var þriðji dagurinn í fimm daga seríu, ódýrt safnarahlaup með lágmarksþjónustu og ódýrum verðlaunapeningi.
Maraþonið mældist 43,93 km
Íþróttir | 30.12.2023 | 12:51 (breytt kl. 12:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins þegar ég hef ákveðið að auka skammtinn á plástrinum, þá er skortur á honum.. fæst ekki á landinu en ég er mikið betri og gat farið að lengja vegalengdina..
1.des.. 1000m skriðsund
5.des.. 8,5 km skokk m/Völu frá Suðurbæjarlaug
7.des.. 7 km skokk áleiðis að Hvaleyrarvatni
8.des.. 1000m skriðsund
9.des.. 8,5 km skokk m/Völu
11.des.. 8,5 km skokk m/Völu
15.des.. 1000m skriðsund
16.des.. 8,5 km skokk m/Völu
29.des.. Holiday Five Marathon, Winter Park Florida, 43,93 km.
Íþróttir | 16.12.2023 | 12:35 (breytt 30.12.2023 kl. 12:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánuðurinn var viðburðarríkur.. stóru markmiði náð.. þegar ég fór til að klára 3ja hringinn um USA. Ég var mjög upptekin fyrir ferðina, bæði í kórunum og vinnu og hljóp því ekki eins mikið og ég ætlaði. Eftir maraþonið var ég svo slæm af grindarlosinu að ég gat varla gengið í viku.. Ég hef því ákveðið að auka skammtinn á forðaplástrinum ég get ekki verið svona lengur.
2.nóv.. 6km (2x) kringum Ástjörn + 2,5 km hjól.
8.nóv.. 2,5 km ganga á mömmumorgni í Vogum
11.nóv.. Richmond marathon VA 42.2 km 6:38:11
24.nóv.. 1000m skriðsund
28.nóv.. 6 km skokk
Íþróttir | 16.12.2023 | 12:24 (breytt kl. 12:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)