Bloggfærslur mánaðarins, desember 2023

Holiday Five, Winter Park Florida 31.des 2023

Í dag er síðasti dagur Holiday Five seríunnar.Ég hafði sama system og í fyrradag.. Ég stillti klukkuna á 3.. og lögðum af stað kl 5.. með allt dótið, því við skiptum um hótel í dag.

20231231_Winter Park FloridaHlaupið var ræst kl 6.. í niðamyrkri.. ég reyndi að nýta mér birtu frá öðrum með höfuðljós.. um kl 7 birti. Það var sama leið alla dagana í seríunni. Mér gekk ágætlega en var orðin sárfætt í miðju hlaupi og skipti um skó.. og bætti svo við innleggjum. Þjónustan var ágæt í hlaupinu. Ég var fegnust því að maginn á mér var í lagi.. Skipuleggjandi er Bettie Wailes.

Þetta maraþon er nr 278

Strava mældi maraþonið 43,8 Km


Holiday Five, Winter Park Florida, 29. des 2023

Það var svo dýrt að fljúga til Florida og rándýrir bílaleigubílar þar að ég flaug til Raleigh og keyrði 608 mílur (998 km) til Florida.. að auki var bílinn helm ódýrari og kostar ekkert að skilja hann eftir þar og fljúga heim frá Orlando.. ég keyrði tvo tíma eftir flugið, við gistum í Dillon og keyrðum restina daginn eftir..

20231229_Holiday Five FloridaEftir langa keyrslu í gær átti ég ekki erfitt með að sofna.. þó var hávaði og músík í næstu herbergjum.. ég lét símann hringja kl 3 og lagði af stað kl 5.. 
Ég átti ekki í vandræðum með að finna staðinn. Hlaupið var ræst í niðamyrkri kl 6.. og auðvitað hafði ég gleymt höfuðljósi. Leiðin var ágæt.. eftir malbikuðum stígum.. þó var töluverður halli á þeim, sem er alltaf slæmt fyrir mig. Tveir haukar fylgdust með okkur og íkornar hlupu um allt. Mér gekk ágætlega þrátt fyrir tímamismun og ferðaþreytu.. ég þekkti marga af þeim sem mættu.

Þetta var þriðji dagurinn í fimm daga seríu, ódýrt safnarahlaup með lágmarksþjónustu og ódýrum verðlaunapeningi.

Maraþonið mældist 43,93 km 

Hreyfing í des 2023

Loksins þegar ég hef ákveðið að auka skammtinn á plástrinum, þá er skortur á honum.. fæst ekki á landinu en ég er mikið betri og gat farið að lengja vegalengdina.. 

 1.des.. 1000m skriðsund
 5.des.. 8,5 km skokk m/Völu frá Suðurbæjarlaug
 7.des.. 7 km skokk áleiðis að Hvaleyrarvatni
 8.des.. 1000m skriðsund
 9.des.. 8,5 km skokk m/Völu
11.des.. 8,5 km skokk m/Völu
15.des.. 1000m skriðsund
16.des.. 8,5 km skokk m/Völu 

29.des.. Holiday Five Marathon, Winter Park Florida, 43,93 km.


Hreyfing í nóv 2023

Mánuðurinn var viðburðarríkur.. stóru markmiði náð.. þegar ég fór til að klára 3ja hringinn um USA. Ég var mjög upptekin fyrir ferðina, bæði í kórunum og vinnu og hljóp því ekki eins mikið og ég ætlaði. Eftir maraþonið var ég svo slæm af grindarlosinu að ég gat varla gengið í viku..  Ég hef því ákveðið að auka skammtinn á forðaplástrinum ég get ekki verið svona lengur.

 2.nóv.. 6km (2x) kringum Ástjörn + 2,5 km hjól.
 8.nóv.. 2,5 km ganga á mömmumorgni í Vogum
11.nóv.. Richmond marathon VA 42.2 km  6:38:11
24.nóv.. 1000m skriðsund
28.nóv.. 6 km skokk


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband