Bloggfærslur mánaðarins, maí 2019

Revel Rockies Marathon 2.júní 2019

REVEL Rockies Marathon & Half Marathon
Denver, CO USA

RDV-17_elevation2.júní 2019
http://www.runrevel.com/rdv

Ég er á kolrugluðu róli. Ég náði í númerið um hádegið, fékk nr 1574... keypti morgunmat og gerði allt tilbúið svo ég gæti tékkað mig út um hánótt.

Klukkan var stillt á 12:30... það var enginn við svo ég gæti tékkað mig út kl 2:30. Síðasta Å•úta á startið var kl 4.15... Ég var auðvitað mætt tímanlega og í fyrstu rútu. 

20190602_Revel Rockies Denver COStartið var í 3,2 km hæð, snjór í kring og ískalt. Fæturnir á mér frusu á þessum eina og hálfa tíma þar til var startað... þegar það þarf rútur til að keyra mann á startið þá þarf maður alltaf að mæta svo snemma í hlaupin.

Hlaupið var ræst kl 6 am... og hvílíkt erfitt að hlaupa niður, í mikilli lofthæð og frosin á fótunum. Þetta er tvímælalaust með því erfiðasta sem eg hef gert því annar kálfinn stífnaði upp og  það endaði allt með hraðgönguskokki... ég semsagt kláraði. Hlaupið endaði í 1.770 m hæð.

Þetta maraþon er nr 242
Garmin stoppaði ekki, en samkvæmt úrslitum hlaupsins var tíminn 6:00:52 
garmin sýndi vegalengdina 42,7 km

Bryndis Svavarsdottir (F62)6:02:35607292 / 3F60-646:00:52

 


Hreyfing í maí 2019

Það er loksins komið sumar... og hvílíkur munur að hlaupa úti, það er ekki bara náttúran sem lifnar heldur mannlífið líka. 

 1.maí... 5 km, kringum Ástjörnina :D
 5.maí... Prague Int. MarathonCzech Republic, 43,19 km
 
8.maí... Hjól, m/æskul.st. Víðist.kirkju og Völu, alls 36.4 km
10.maí... Helgafell, 6 km frá nýja bílastæðinu + 1200m skriðsund
11.maí... 12,3 km, Hrafnistuhringur, ein
13.maí... 10,6 km, m/Völu Hrafnistuhr frá Sjúkraþjálfaranum.
15.maí... 8 km m/Völu í roki og rigningu.
17.maí... 15 km ein að dinglast
18.maí... Helgafell 6 km ganga, 1200m skriðsund
20.maí... 12,6 km m/Völu, Hrafnistuhr. með Setbergi
22.maí... 16,4 km hjól m/Völu, var með þreytuverk í kálfa
24.maí... Helgafell 5 km ganga og 17,2 km hjól, var ein
25.maí... 1200m skriðsund
27.maí... 4 km skokk, ról, fann til í kálfanum
29.maí... 19 km hjól m/Völu, hringur um Garðabæ
31.maí... Flug til Denver


Prague Marathon 5.maí 2019

Volkswagen Prague Int. Marathon
Prague, Czech Republic
5.maí 2019

http://www.runczech.com

Við sóttum númerið á laugardegi, hlaupið á sunnudegi. Við tókum það rólega. Hótelið er 300m frá startinu, á Old Town Square. 

Ég stillti klukkuna á 6:30 og ég svaf ágætlega. Við löbbuðum á startið um 8:30 til að fá fílinginn fyrir hlaup.

20190505_Prague MarathonMaraþonið var ræst kl 9. Gamlar borgir eins og Prag hafa gamlar steinlagðar og ójafnar götur... þær kosta mig alltaf auka orku.

Fyrstu 9 km og síðustu 9 km voru sama leiðin... annars var leiðin ágæt, alls ekki leiðigjörn. Steinlögðu göturnar tóku sinn toll af mér í seinni hlutanum en ég er ánægð með tímann minn... og hlaupið í heild.

Þetta maraþon er nr 241
Garmurinn mældi tímann 6:05:07
og vegalengdina 43,19 km

Tékkoslóvakía er 22.landið mitt


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband