Bloggfærslur mánaðarins, desember 2018
GLEÐILEGT HLAUPÁR 2019
Þetta ár var að mörgu leyti öðruvísi en undanfarin ár. Ég fór í 10 hlaupaferðir á árinu. Eins og í fyrra fór ég 16 maraþon á árinu. Það vita allir hvað ég elska Ameríku en í ár hljóp ég út um allt, Egyptalandi, Dubai, Jerúsalem, París, Liverpool, Berlín, Cúbu, Panama og Thailandi. Ég hef verið kærulaus gagnvart heimsálfunum... en í Janúar bætti ég tveimur heimsálfum við, Asíu og Afríku.
Auðvitað sleppti ég ekki Ameríku alveg... þar duttu 5 maraþon inn, fyrir utan Cubu og Panama sem fylgja þeirri heimsálfu. Ég tók aðeins þátt í einni seríu, Prairie (4 maraþon á 6 dögum)... ég veit það, ég er að verða gömul. Ég sagði í síðasta annáli að ég hafi verið hætt að fara maraþon 2 daga í röð en ég braut það auðvitað aftur og fór í Prairie seríunni maraþon 3 daga í röð í skelfilegri hitabylgju...
Nýju evrópulöndin eru Ísrael, Frakkland og Þýskaland. Þá hljóp ég 2 RnR maraþon... í Bítlaborginni Liverpool Englandi og í San Diego Californíu... en það var sérstaklega gaman að Vala skildi hlaupa 5 km með mér daginn áður í San Diego.
Að sjálfsögðu hljóp ég heilt maraþon í Reykjavík... 22.árið í röð og ég tel það með mínum maraþonum þrátt fyrir yfirlýsingu frá RM að það hafi mælst of stutt... það mældist 400 m of langt á mínu Garmin úri... og svo hljóp ég Vor-maraþonið.
Tvisvar sinnum upplifði ég ótrúlegar andstæður, í jan í Egyptalandi/Dubai og svo í nóv á Cubu/Panama... fátækt v ríkidæmi og svo er maður óvanur hinum mikla vopnaburði eins og í Egyptalandi og Jerúsalem.
Síðasta maraþon ársins var svo í Chiang Mai Thailandi... þar sem við eyddum jólum og áramótum líka.
Maraþonin eru orðin 238
vantar 2 fylki upp á hálfan 3ja hring um USA
maraþonlönd 19
Heimsálfur 4
4/6 Majors
GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR
Íþróttir | 31.12.2018 | 16:16 (breytt 28.1.2019 kl. 18:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Núna fyrst finnur maður að það er kominn vetur... frost úti. Það verður að viðurkennast að veturinn hefur verið afar góður. Við Vala erum búnar að hlaupa úti í allt haust í ágætisveðri.
3.des... 8,1 km, Hrafnista m/Völu. Frost en logn
5.des... 8,1 km, Hrafnista m/Völu. Frábært að hlaupa úti
7.des... 10,8 km ein að og um Hvaleyrarvatn, + 9,7 km hjól
8.des... 1200 m skriðsund
10.des... 8,1 km, Hrafnista í roki og rigningu, m/Völu
12.des... 8,1 km m/Völu
14.des... 9,1 km ein
14.des... 1200m skrið
17.des... 4,5 km, ein hljóp í vinnuna til Völu.
23.des... Chiang Mai Marathon 42,81 km Thailand
25.des... 7,3km á síðustu-aldar-hlaupabretti í Chiang Mai Hill Hotel
27.des... 8 km á sama brettinu
29.des... 8 km á sama brettinu
Íþróttir | 5.12.2018 | 10:39 (breytt 11.1.2019 kl. 11:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Muang Thai Life Assurance
Chiang Mai Marathon
Chiang Mai City, Thailand
23.December 2018
http://www.chiangmaimarathon.com
Þetta er miðnæturhlaup svo ég varð að skrifa sérstaklega til að spyrja á hvaða miðnætti hlaupið væri... svarið var, á aðfararnótt 23.des.
Við vorum 2 sólarhringa að ferðast á staðinn, komum 20 des. Hótelið sem ég hafði tekið var á mjög hentugum stað fyrir hlaupið. 270 metrar í gögnin og start og mark. Við sóttum númerið daginn eftir og skönnuðum umhverfið.
Hlaupið var ræst kl 1 eftir miðnætti, komin þorláksmessa... og ég fór ósofin í hlaupið... þurfti að byrja að græja mig um kl 11 um kvöldið. Lúlli labbaði með mér á startið, þar sem ég fékk afhent ljósa-armband... göturnar voru nokkuð vel upplýstar svo ég þurfti ekki að vera með nefið í götunni alla leiðina.
Þetta var sæmilega stórt hlaup og ágætlega skipulagt, nema klósettmálið... ég sá hvergi klósett við startið... á leiðinni sá ég ör sem benti á klósett og vitið hvað, það var tæpur hálfur km fram og til baka út úr leið. Fyrstu 4 km var hringur í gamla bænum og skemmtilegt umhverfi en restin var hundleiðinleg eitthvað út í buskann, fram og til baka inn og út hliðargötur í sóðalegu úthverfi.
Það var ekki eins erfitt og ég hélt að hlaupa nær allt maraþonið í myrkri, en veghallinn í úthverfinu át upp á mér mjöðmina. Þá var lengri fóturinn ofar í hallanum kílómetrum saman. Ég var bara dauðfegin að klára þetta maraþon. Það vantaði ekki þjónustuviljann hjá öllum en það var ekki mikið í boði á leiðinni nema vatn.
Þetta maraþon er nr 238
Garmin mældi leiðina 42,81 km og tímann 6:44:00 (6:44:03 samkvæmt úrslitum)
Þetta er 16.maraþonið á árinu og 19.landið mitt.
https://my5.raceresult.com/110249/?lang=th#3_C84DD2
Íþróttir | 2.12.2018 | 22:33 (breytt 5.1.2019 kl. 06:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)