Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2017
Space Coast Marathon & Half Marathon
Cocoa Beach, FL USA
26.nóv 2017
http://www.spacecoastmarathon.com
Við keyrðum frá Orlando til Cocoa Beach í gær og sóttum gögnin fyrir maraþonið í leiðinni. Við komum okkur fyrir á Days Inn, fórum út að borða, tókum saman hlaupadótið og fórum snemma að sofa.
Klukkan vakti okkur Lovísu kl 2:30 en Berghildur og Edda áttu að geta sofið lengur, þær hlaupa ekki í þessari ferð.
Eftir hefðbundinn undirbúning sóttum við poka m/morgunmat, löbbuðum síðan yfir á Best Western til að taka rútuna á startið. Fyrsta rúta átti að fara 4:15 en var hálftíma of sein. Við komum um kl 5 á startið. Það var aðeins köld gola á meðan það var myrkur.
Maraþonið var ræst kl 6:30... Ég held ég hafi aldrei áður farið eins þreytt og lítið sofin í maraþon og nú... Við erum báðar skráðar í heilt en Lovísa ætlar að hætta eftir hálft. Við misstum fljótlega af hvor annarri eða þegar ég fór á klósettið - Lovísa var líka fljótari. Það var hlýtt úti og eftir að sólin kom upp var mjög heitt.
Fyrri hluti leiðarinnar er norður og veghallinn meiri en í neðri hlutanum en báðir leggir eru fram og til baka. Ég hitti ótrúlega marga hlaupa-brjálæðinga á leiðinni og náði ekki alltaf að taka myndir af þeim. Ég þekkti leiðina nákvæmlega enda fimmta árið í röð sem ég hleyp hérna.
Lovísa kláraði hálfa á flottum tíma en ég strögglaði við heila í steikjandi sól. Ég tók eitthvað af myndum í bakaleiðinni og hékk eitthvað í Galloway-hópum. Ég lenti í vandræðum á miðri leið þegar 10cm saumspretta kom á hlaupabuxurnar, ég áttaði mig ekki á hvað hafði gerst fyrr en mig var farið að svíða af nuddinu. Sem betur fer var ég í hlaupapilsi með áföstum stuttbuxum þannig að ég gat togað skálmina niður yfir nuddsvæðið og nælt hana fasta... og uþb á mílu 17 var ég farin að finna fyrir krampa framan á hægra læri og varð að vanda mig hvernig ég hljóp en í markið komst ég og er bara ánægð með mig.
Mér fannst miklu færri vera í brautinni en vanalega og einhvern veginn daufara yfirbragð yfir seinni hlutanum. Kannski hefur óveðrið sem gekk yfir í síðasta mánuði þegar nokkur hótel skemmdust og eru enn lokuð vegna viðgerða, haft einhver áhrif...
Þetta maraþon er nr 222
Garmurinn mældi tímann 6:17:47
og vegalengdina 42,70 km
Íþróttir | 27.11.2017 | 02:11 (breytt 14.1.2018 kl. 22:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nóvember mánuður byrjaði á maraþoni. Ég fór ein út, flaug til Orlando og keyrði til Savannah í Georgíu. Þegar ég kom heim byrjaði að snjóa og ég fékk að nota hlaupabrettið hjá Völu. Mánuðurinn mun síðan enda á síðasta maraþoni þessa árs hjá mér þegar ég hleyp Space Coast Marathon (26.nóv) í fimmta sinn.
1.nóv... 16,4 km hjól m/Völu
4.nóv... RnR Savannah Marathon GA 42,67 km
5.nóv... 5 km skemmtiskokk í Savannah GA
8.nóv... 5 km skokk á bretti m/Völu
10.nóv... 1200m skriðsund
13.nóv... 8 km á bretti m/Völu
15.nóv... 6 km á bretti m/Völu
17.nóv... 1 km skriðsund
20.nóv... 6 km á bretti með Völu
22.nóv... 3 km á bretti hjá Völu... flug út á morgun.
26.nóv... Space Coast Marathon Cocoa Beach FL 42,7 km
29.nóv... 2 km göngubretti með Völu :)
Íþróttir | 17.11.2017 | 15:41 (breytt 1.12.2017 kl. 01:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5k RnR Savannah
Remix Challenge, Daffin Park
5. nóv 2017
Þó ég væri stirð og með rosaleg brunasár af fötunum í maraþoninu í gær... þá svaf ég ágætlega. Ég komst ekki í sturtu fyrr en eftir marga klukkutíma. Yfirleitt eru þau fljót að loka sér en ég var enn með sár í morgun.
Ég var mætt 2 tímum áður til að fá stæði. Í morgun var þoka og 18°c hiti en rétt áður en hlaupið var ræst var hitinn kominn í 80°F.
Hlaupið var ræst kl 1 eh og ég var þokkaleg eftir gærdaginn.
Af því að ég hljóp líka í gær fekk ég auka verðlaunapening... remix challenge gítar.
Íþróttir | 6.11.2017 | 00:10 (breytt 9.11.2017 kl. 11:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.nóv 2017
http://www.runrocknroll.com/savannah/
Ég keyrði til Savannah og sótti númerin fyrir bæði hlaupin í gær. Expoið var ágætt. Síðan var ekkert annað að gera en versla aðeins, taka saman hlaupadótið og fara snemma að sofa... eða kl 18
Klukkan var stillt á 3am... þá var hitastigið 15°c... það er hitaviðvörun í gangi fyrir hlaupið... en eftir að hafa fengið mér að borða, hringt heim í bíðarann og annan hefðbundinn undirbúning - var ég tilbúin og lagði af stað kl 4:45
Ég lagði bílnum við Convention Center og tók ferju yfir á startið. Af því að ég var snemma í því fann ég bekk til að sitja á í ca klst.
Maraþonið var ræst kl.7:20. Það var strax orðið heitt og fljótlega farnir að detta dropar af derinu af rakanum. Ég passaði mig að drekka vel, borða gel og salt og fara ekki fram úr mér í hitanum.
Ég var hérna síðast hér fyrir 2 árum og þá var einmitt hitabylgja, lokað á heilt og öllum skipað að fara hálft maraþon. Ég frétti núna að tveir hefðu dáið í því hlaupi en ekki einn eins og ég vissi þá. Nú stendur öllum til boða að skipta í hálft... og betri viðbúnaður heldur en síðast.
Hitinn hækkaði og var að ég held mestur 86°F. Þetta þýddi að fólk fór að ganga meira. Ég hægði á mér, gekk brekkur og síðustu þrjár mílurnar. Ég heyri stjórnandann segja að það væru 300 manns í brautinni á eftir mér.
Þetta maraþon er nr 221 (póstnúmerið á Völlunum)
Garmurinn mældi tímann 6:24:41
og vegalengdina 42,67 km
Stóri peningurinn er fyrir Marathon Challenge sem ég tók þátt í.
Íþróttir | 4.11.2017 | 22:17 (breytt 9.11.2017 kl. 11:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)