Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015

Hilo International Marathon, 15.mars 2015, Hawaii

Big Island International Marathon, Hilo, HI USA
15.mars 2015
http://www.hilomarathon.org


Hawaii  11-17.mars 2015þetta verður mjög ófullkomið blogg... Klukkan...var stillt á 3 en ég var vöknuð kl 1:30

Ég hellti á kaffi, fékk mér að borða .... teypaði tærnar, smurði mig með vasilíni og sólarvörn, gekk frá dótinu, bar það út í bíl og tékkaði mig út af hótelinu... en fékk að koma til baka í sturtu ef ég kæmi fyrir kl 14... sem mér tókst.

Hawaii  11-17.mars 2015 614Ég fór um 4:30, vildi vera snemma í því til að fá bílastæði nálægt startinu... og fékk frábært stæði. það var hægt að velja um 2 staði og hinn var hálfa mílu í burtu.

Hlaupið var ræst kl 6 í myrkri... fyrri hluti leiðarinnar, fyrstu 16 mílurnar voru mjög fallegar á köflum en ekkert nema brekkur.

Hawaii  11-17.mars 2015 Seinni hlutinn var hins vegar leiðinda kafli meðfram veginum, en slétt og þá fór sólin að hita verulega. Í bæði skiptin fórum við fram og til baka nær sömu leið.

Ég var með strekksokk um ökklann og fann lítið til en æfingaleysið var algert...

Ég set meira inn þegar ég kemst í fartölvuna mína.

Þá er það að uppfæra upplýsingarnar.
Ég gekk og skokkaði til skiptis fyrstu 16 mílurnar en seinni hlutann gekk ég alveg. Þá var farið að hitna verulega. þó ég færi hægt voru allan tímann einhverjir á eftir mér... Ég var bara fegin að klára og vera enn þolanleg í fætinum (enda ekki langt í næsta maraþon).

Þetta maraþon er nr 185
Vegalengdin var samkvæmt garminum 26,85 mílur og tímann 7:32:25
Þá eru 11 eftir í öðrum hring. 


Gögnin sótt fyrir Hilo Hawaii marathon

20150314_103800Það var stutt í gögnin á Hilo Hawaiian hotel. Expo-ið var mjög lítið... nokkur borð með söluvörum. Bolurinn var flottur, bæði liturinn og myndin. 

Nöfn allra hlauparanna voru prentuð á handklæði... mitt var frekar neðarlega enda raðað eftir eftirnafni.

20150314_104215Eftir expo-ið fékk ég mér að borða, ég var búin að gera allt sem ég ætlaði að gera... og fór svo á hótelið.

Ég þarf að tékka mig út áður en ég fer í hlaupið svo það er eins gott að hafa allt tilbúið í kvöld.

Hef ekki ákveðið hvenær ég fer að sofa en startið er kl 6 am


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband