Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015
Space Coast Marathon, Cocoa Village FL
29.nóv 2015
http://www.spacecoastmarathon.com
Hin árlega systraferð til Florida innifelur Space Coast Marathon. Við keyrðum til Cocoa Beach í gær og sóttum númerin í Expo-ið... á Radison SAS, keyptum morgunmat, fengum okkur að borða og græjuðum okkur fyrir hlaupið á morgun.
Klukkan var stillt á 3 am en við vorum eiginlega vaknaðar áður... Eftir að hafa græjað okkur, borðað morgunmat og fengið nesti á hótelinu fórum við í rútuna. Hún beið fyrir utan Best Western.
Við vorum allar skráðar í heilt maraþon sem var ræst 6:30... en ætluðum allar hálft... ég er eiginlega búin að vera hundveik, að kafna úr hósta og hef hreinlega enga heilsu fyrir heilt.
Veðrið var hrikalega gott, við byrjuðum í myrkri og aðeins svala en svo hitnaði og var komið yfir 30 stig áður en það hálfa var búið. Ég reyndi að hanga í einhverjum hóp en sleppti honum rétt fyrir mílu 10 þegar ég hitti Eddu og við skröltum saman í mark.
Ég var bara virkilega sátt við að fara bara hálft marathon...sem er nr 38.
Miðað við mottuna og flaggið þar sem hálft-maraþon var markað, þá sagði Garmin að tíminn væri 3:02:01 og vegalengdina 13,3 mílur... en þá var smá spotti í markið sjálft.
Ég fékk flottan aukapening fyrir að taka þátt í þessari seríu 3ja árið í röð.
Við fórum svo á ströndina :) það var yndislegt :)
Íþróttir | 29.11.2015 | 19:19 (breytt 4.12.2015 kl. 21:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var mætt snemma, enda vissi ég ekkert hvar hlaupið var eða aðstæðurnar í kringum það, svo sem bílastæðamál. Ég var þess vegna ekki í vandræðum með stæði. Það var spáð rigningu í dag en það hékk þurrt þangað ég kom í mark, þá fór að dropa og svo kom demban þegar ég var komin í bílinn.
ALLIR voru að ræða gærdaginn... fólkið sem stóð við hliðina á mér sagðist vera frá Mississippi og vant loftraka en það hefði verið mjög slæmt í gær, erfitt að anda. Óvenju margir ofreyndu sig, vatn og pappamál voru uppurin og læknateymið annaði ekki að aðstoða... Kannski gerði það útslagið að maraþonið var stoppað að einn maður í hálfa maraþoninu dó á leiðinni.
Áður en 5 km voru ræstir var andataks þögn vegna mannsins sem dó í hlaupinu í gær. Hlaupið var ræst kl 1 eh. Mér tókst að skokka þessa 5 km á 34:54 mín og er ég nokkuð ánægð með það.
Verðlaunapeningurinn er rosalega flottur og ég fékk auka-"bling" (verðlaunapening) fyrir að hlaupa báða dagana.
Íþróttir | 9.11.2015 | 00:23 (breytt 4.12.2015 kl. 21:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rock n Roll Savanna GA
7.nóv 2015
http://www.runrocknroll.com/savannah/
Ég sótti gögnin í gær og þar biðu mín 3 flottir RNR verðlaunapeningar... en þetta er fimmta Rock N Rollið mitt á árinu. Ég lenti í rosalegri hitabylgju hérna, það man enginn eftir svona hita á þessum tíma... og áframhaldandi hita var spáð.
Klukkan var stillt á 3 am... enda er breytt snið á málunum, engar skuttlur milli staða og ég verð að leggja bílnum einhversstaðar á milli starts og marks. Ég lagði í bílastæðahúsi á Liberty, um km frá marki og starti.
Hlaupið var ræst 30 mín of seint út af einhverjum vandræðum á hlaupaleiðinni... hitamollan var rosaleg, rakinn í loftinu svo mikill að það draup úr derinu. Ég fann fyrir fætinum allan tímann, leiðin var ágæt, engar stórar brekkur... það var óvenju mikið um sírenuvæl og ég hef aldrei séð eins marga liggja í aðhlynningu til hliðar á leiðinni... Eitthvað hafa vatnsbirgðirnar og pappaglösin klikkað, því á einni drykkjarstöðinni urðum við að drekka úr lófunum því glösin voru búin.
Þegar ég og hundruðir annarra hlaupara komum að skiptingu leiðar heils og hálfs maraþons var búið að loka leiðinni fyrir það heila og öllum tilkynnt að heila maraþonið hefði verið stoppað vegna hita... og við þyrftum að láta okkur nægja hálft maraþon... Maður varð bara að hlýða en margir brjálaðir yfir þessu... ég fór að taka fleiri myndir, var auðvitað mjög svekkt en reyndi að njóta restarinnar... og sólbrann þrátt fyrir sólarvörn 45
Þetta maraþon varð að hálfu maraþoni nr 37...
vegalengdin mældist 13,47 mílur... og tíminn 3:12:42...
Hlaupið er til heiðurs einkasyninum sem er 32 ára í dag :)
Ég fékk 2 aukapeninga í markinu, annan fyrir fimmta RNR-ið og hinn fyrir aðra seríu sem heitir Southern Charm.
Íþróttir | 7.11.2015 | 22:05 (breytt 4.12.2015 kl. 21:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og ég bloggaði síðast þá voru 3 maraþon á 8 dögum aðeins of mikið fyrir fótinn á mér og meiðslin tóku sig upp í Haustmaraþoninu... en það verður að hafa það... Ég mun því bara hjóla og synda í bili.
26.okt... Hjólað með Völu
30.okt... 1100 m skrið
...............
2.nóv... Hjólað með Völu
Næsta maraþon er 7.nóv í Savannah Gerorgiu USA
Íþróttir | 6.11.2015 | 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)