Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014
Það má segja að veðrið hafi verið hrikalega leiðinlegt það sem af er desember. Við systur komum heim 2.des og ég tók hlaupafrí í viku.
5.des 1000m skriðsund
8.des hlupum við Vala Hrafnistuhring og náðum að komast heim áður en fárviðrið skall á. 12,5 km í ófærðinni.
12.des 1200m skriðsund
Á mánudeginum á eftir var Vala veik og þrátt fyrir tilraunir til að hittast þá viku - þá tókst það ekki.
19.des 1200m skriðsund
22.des 5,5 km á hlaupabretti í Garðabæ... Við Vala hlaupum saman eiginlega bara til að hittast aðeins fyrir jólin. Úti er skautasvell á öllum götum og göngustígar illfærir.
27.des 7,1 km hlaup á bretti og 1200m skriðsund í Garðabæ.
29.des 1200 m skriðsund í Ásvallalaug.
Ég set mér ekki áramót, en ég ætla að halda fjölbreytninni áfram 2015.
GANGA - SKOKKA - SYNDA - HJÓLA
Íþróttir | 22.12.2014 | 14:10 (breytt 6.1.2015 kl. 23:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Space Coast Marathon & Half Marathon
Cocoa, FL USA. 30.nóv 2014
http://www.spacecoastmarathon.com
Klukkan vakti okkur kl 2:45 am... við sváfum þokkalega.
Við vorum með okkar morgunmat sem við röðuðum í okkur, klæddum okkur í hlaupagallann, teypuðum tærnar og smurðum okkur með vasilíni og sólarvörn nr 50.
Kl 4:45 sóttum við morgunmatarpoka í lobbyið og fórum í rútu-röðina við Best Western hér við hliðina. Það er nokkur spotti niður á Cocoa og þægilegt að geta farið með rútu og þurfa ekki að hugsa um bílastæði.
Þegar við komum á staðinn, var klósettröðin fyrst á dagskrá, svo hitti ég Nancy sem gaf okkur hálsklúta í Space-þema.
Við vorum allar skráðar í HEILT maraþon og fórum því saman af stað. Við byrjuðum í myrkri en það birti fljótlega og hitnaði. Á fyrsta horninu datt kona beint fyrir framan mig og ég týndi Eddu og Berghildi.
Af því fyrri helmingur leiðarinnar er 6,5 mílur upp með ströndinni og til baka, þá sáumst við aftur áður en ég fór síðan 6,5 mílur niður með ströndinni og til baka.
Ég hitti marga Maniaca og 50 Staters. Veðrið var eiginlega OF GOTT, við giskuðum á 28-30 stig.
Sólin skein glatt og nú vantaði örlitla svalandi hafgolu og fáein ský.
Æfingaleysið kom fram á seinni helmingi hlaupsins, en mest allan tímann var bæklaða táin mín að gera uppsteit og það orsakaði sennilega að síðustu mílurnar jaðraði við krampa í hægra læri og á sköflungi.
Berghildur og Edda voru báðar að hlaupa hálft-maraþon í fyrsta sinn og gerðu það með glæsibrag. TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ.
Þetta er í annað sinn sem ég hleyp á afmælisdeginum mínum, síðast hljóp ég í Seattle 2008 og ég sá á Maniac-hlaupasíðunni að þar var hlaupið í nokkurra stiga frosti í dag.
Eftir maraþonið fórum við Edda aðeins í sólbað á ströndinni áður en við fórum í sturtu. það var frábært.
Þetta maraþon er nr 182 hjá mér.
Garmurinn mældi vegalengdina 42,85 km og tímann 6:38:02
Ég á enn eftir 13 fylki í öðrum hring um USA.
Íþróttir | 1.12.2014 | 01:50 (breytt 14.12.2014 kl. 14:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)