Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
Við Vala hlupum saman í gær, jeminn hvað ég er enn þung eftir veikindin... hrikalega þung í lungunum... ef það er nokkuð hægt að lýsa þessu ástandi.
Við fórum Hrafnistuhringinn og veðrið var frábært.
12.5 km í dag - það er ekki tekið af manni ;)
Íþróttir | 28.3.2013 | 19:19 (breytt kl. 19:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ÉG vona svo sannarlega að ég komist upp úr þessum veikindum fljótlega... ég er enn með hósta öðru hverju og líður eitthvað öðruvísi en vanalega.
Síðasta fimmtudag hljóp ég upp Krísuvíkurveginn og snéri við eftir rúma 8 km... veðrið var gott og ég fór rólega, þetta var prufa sem tókst ágætlega.
Í gær (mánudag) hljóp ég suður fyrir Straumsvík og fór lengra en ég ætlaði í upphafi, eða að skiltinu fyrir Hvassahraun... Þetta var aðeins of mikið í bili, ég er bara ekki búin að ná mér - var ótrúlega þreytt á leiðinni til baka en ánægð þegar ég kom heim.
21.mars 16 km
25.mars 16,3 km
Íþróttir | 27.3.2013 | 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins farin að skokka... eða hvað það nú heitir... ég færist alla vega úr stað ;)
Veðrið leit dásamlega vel út, út um gluggann, en það var 6°c frost þegar ég fór út en það hlýnaði eitthvað á meðan ég var úti. Ég fór suður fyrir Straumsvíkina. Þrekið er nú ekki mikið eftir nær 3 vikna stopp og veikindi. En nú mátti ég bara ekki draga þetta lengur ef ég ætla að hlaupa þessi maraþon sem ég er skráð í í apríl og maí.
Straumsvíkin 8,5 km
Íþróttir | 18.3.2013 | 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 6.3.2013 | 22:42 (breytt kl. 22:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er alltaf að lengjast á milli færslna. Ég hef verið uppfull af kvefi síðustu viku - ég sem fæ varla kvef en þetta kvef hefur skapað þyngsli í öndun.
Þar sem það hefur verið mikið að gera hjá mér hefur bloggið orðið útundan... ég sem nota þetta sem hálfgerða dagbók.
21. febr. í roki og rigningu suður fyrir Straumsvík, náði þar 7 km og var fegnust að komast inn í hlýjuna heima, þegar ég kom til baka.
23.febr. fór ég hring um Ástjörnina og Vallarhverfið í roki og rigningu... fór aðeins 7 km... var að prófa hvort ég væri að lagast - en nei, ég var ekki að lagast.
25.febr. fór ég Hrafnistuhringinn með Völu í roki og rigningu... í alvöru það þarf að skipta um veður ;) og það gekk ágætlega.
28.febr. tók ég þríþraut á þetta, hjólaði, skokkaði og gekk samtals 18,3 km... það var rok og rigning eina ferðina enn... og ég enn með hóstann í hálsinum... og held kvefið hafi fest sig betur, eftir kuldann og bleytuna - það verður að fara að skipta um veðurlag.
Íþróttir | 3.3.2013 | 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)