Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013
Train 4 Autism Operation Jack Marathon
& Half Marathon Los Angeles, CA USA 26. des 2013
http://operationjack.org/marathon
Við gistum hjá Jonnu í Santa Barbara. Gögnin fyrir þetta litla hlaup voru afhent kl 6 am en fyrra start var kl 6:45. Klukkan var stillt á 3 am og við vorum lögð af stað rétt fyrir kl 4...
Við vorum 2 klst að keyra niður á Dockweiler State Beach, Los Angeles, CA
Ég var nr 115 og fór auðvitað af stað í fyrra starti... ég get ekki sagt að ég hafi æft síðan í október... það kallast ekki æfingar að fara út sjaldnar en 1x í viku.
Með alla mína maraþon reynslu gerði ég samt stór mistök... Ég hljóp í nýrri tegund af skóm. Ég hef hlaupið í nýjum skóm og ekkert mál... Um daginn keypti ég mér nýja skó, fann ekki Nike með innanfótar styrkingu og keypti því Asics... Botninn á þeim er allt of þunnur fyrir tábergssigið mitt. Ég var ekki komin 10 km þegar ég var orðin svo aum að ég var farin að skekkja mig alla til að forðast sársauka.
Við það að skekkja sig allan þá misnotar maður alla aðra vöðva og þá er ekki langt í sinadrætti. Veðrið var dásamlegt, við byrjuðum í 15°c og hlupum meðfram ströndinni, öll leiðin var á steinsteyptum strandstíg í tvöfaldri breidd fyrir hjól.
Þegar leið á hlaupið var hitinn kominn yfir 30°c og ég alveg hætt að reyna að hlaupa... þetta maraþon var mér mjög erfitt og ég hef heitið því að fara ekki svona æfingalaus í maraþon aftur.
Þegar ég átti 4 mílur eftir fór ég framhjá markinu í síðasta sinn og var þá sagt að þeir ætluðu að stoppa hlaupið vegna hita (fáar drykkjarstöðvar), svo ég fór yfir mottuna, skilaði flögunni og fékk pening... en hélt svo áfram á eigin ábyrgð til að klára maraþonið.
Þetta maraþon, sem var hlaupið til heiðurs afmælisbarni dagsins Tinnu Sól og farið til heiðurs syninum... er nr 169
Garmin mældi vegalengdina 26,2 mílur eða 42,2 km og tímann 7:19:07
Íþróttir | 27.12.2013 | 18:56 (breytt 24.10.2014 kl. 18:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12,5 km Hrafnistuhringur á ca 1:30:00 í snjó, hálku og ófærð. við vorum á broddunum okkar og skemmtum okkur vel.
mánudaginn 16.des ætluðum við að hlaupa aftur en Vala varð að afboða og ég var að fyllast af kvefi svo ég sleppti því að fara út.
Íþróttir | 22.12.2013 | 14:41 (breytt 27.12.2013 kl. 17:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Space Coast Marathon & Half Marathon Cocoa, FL USA
http://www.spacecoastmarathon.com
Ég svaf ágætlega, klukkan hringdi kl 4 am. Ég hafði áætlað mjög stuttan tíma til að undirbúa mig, því ég ætlaði að taka rútuna frá Best Western hér við hliðina kl 5.
Ég teypaði tærnar, fékk kaffi og morgunverðarpoka í lobby-inu og borðaði þegar ég kom yfir á startið. Það var bara snilld að losna við að finna bílastæði því það var allt mjög þröngt í kringum marksvæðið í gær þegar við fórum þangað að kanna aðstæður.
Veðrið var ágætt, skýjað og svali frá hafinu. Maraþonið var ræst kl 6:30 og hlaupið fram-og-til-baka meðfram ströndinni, fyrst norður en síðan í suður. Seinni lúppan var miklu skemmtilegri.
Ég hengdi mig á Galloway pacer 5:45 sem var skynsamlegt þar sem ég hef ekki æft neitt.
Ég missti síðan af þeim þegar ég fór á klósettið í annað sinn.
Fyrri hluta leiðarinnar drakk ég ekki nóg, fannst ég ekki þurfa þess í svalanum en það var ekki skynsamlegt hjá mér því ég varð allt í einu svo þyrst að ég þambaði heilu glösin.
Berghildur og Edda komu á marksvæðið kl 9:30 með rútu sem var að skila hlaupurum aftur á Cocoa Beach og þær biðu eftir mér þar sem ég kom inn á marksvæðið, urðu svo að hlaupa að markinu til að ná markmynd og þar fengu þær bæði pening og handklæði fyrir
Þetta maraþon er nr. 168
Garmin mældi vegalengdina 26,35 mílur og tímann 6:07:??
Ég er mjög sátt við þetta allt og gaman að hafa systurnar með
Íþróttir | 1.12.2013 | 21:25 (breytt 22.12.2013 kl. 14:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við keyrðum frá Orlando fyrr um daginn en það voru síðan 20 mílur frá hótelinu á Cocoa Beach að Kennedy Space Center á Canaveral höfða. Við vorum mjög heppnar með bílastæði... því himinn lak öðru hverju.
Ég er með keppnisnúmerið 4567 flott númer. Það er virkileg upplifun að skoða stöðina og flottir verðlaunapeningarnir sem verða næstu 5 ár.
Við tókum helling af myndum og drifum okkur svo aftur á hótelið, keyptum morgunmat og fengum okkur kvöldmat.
Nú er bara að reyna að fara snemma að sofa :P
Íþróttir | 1.12.2013 | 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)