Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Síðasta laugardagskvöld hélt ég formlega upp á áfangann að hafa hlaupið maraþon í öllum 50 fylkjum USA...
Dagurinn á eftir fór í að gera vídeo sem ég setti síðan á YouTube... maður minn hvað maður er að verða mikill tæknigúrú... hehe
http://www.youtube.com/watch?v=mHvg95X2kIE
(muna að hafa hljóðið á)
Þeir sem svöruðu boðinu og mættu á staðinn skemmtu sér frábærlega vel... en einmitt það hámarkaði ánægju mína yfir að hafa tekist að klára þetta :)
Íþróttir | 31.8.2011 | 00:34 (breytt kl. 00:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
http://www.marathon.is/reykjavikurmaraton/500-reykjavikurmaraton-2011
Gögnin voru sótt í gær... og farið samviskusamlega í pastaveisluna... einu skiptin sem ég borða pasta fyrir maraþon eru hér... síðan var úrið hlaðið, fötin tekin saman, flagan sett á skóinn og allt gert tilbúið. Fór að sofa um hálf 11.
Vaknaði tveim tímum fyrir hlaup 6:30, en fórum frekar seint af stað inneftir. Við leggjum alltaf á sama stað og hittum yfirleitt sama fólkið við startið.
Í pastaveislunni hafði farið á mis við hinn eina erlenda Marathon Maniac (David Holmen) sem kom til að hlaupa maraþon en hitti hann svo við rásmarkið. Bíðari nr 1 mundaði vélina... af öllum þessum fjölda vorum við tvö Maraþon Maniacs - hinir voru bara venjulegir hlauparar
Það var svo mikið að gera hjá mér að ég gleymdi síðasta pissi og varð að afgreiða það á fyrstu stoppistöð... veðrið var í það ,,besta" ég fór tvisvar úr bolnum á leiðinni
Það væri ósanngjarnt af mér að vera ekki ánægð með hlaupið, hár blóðþrýstingur hefur plagað mig síðustu viku, í fyrradag (178/112), áður en ég fór af stað (176/96) en eftir maraþonið (106/64). Síðan fékk ég tvisvar tak aftan í lærið á síðustu vikum og dró þá úr æfingum en hjólaði samt sem áður.
Ætlunin var því að hlaupa rólega... Á tíunda km ákvað stingurinn að taka sig upp, ég hægði á mér og hljóp áfram og hann var horfinn við 24 km-keiluna.
Lúlli hitti mig síðan við Nauthólsvík/flugvöllinn og hjólaði með mér síðustu 13 km... það hefur hann gert undanfarin ár. Venus var í körfunni á hjólinu og stjórnaði ferðinni
Þetta maraþon er nr. 131, tíminn minn 5:08:42 og maraþonið mældist 42,04 km.
Ég er rosalega stolt af því að 3 af börnunum mínum og 3 barnabörn fóru 10 km vegalengdina
Íþróttir | 20.8.2011 | 19:00 (breytt 1.9.2011 kl. 12:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef verið ein að hlaupa að undanförnu, mánudagarnir hafa gjörsamlega misfarist hjá okkur Völu, ég er virkilega farin að sakna hennar :)
Ég hljóp skammtinn í blíðunni fyrir hádegið. Hjólaði eftir hádegi og um kvöldið á bæjarhátíðinni í Vogunum. Góður dagur og á morgun verður annar góður dagur þegar við Berghildur tökum síðustu 2 spjöldin í Ratleik Hafnarfjarðar :)
Hrafnistan 12,5 km og hjólaði 21,6 km
Íþróttir | 13.8.2011 | 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fór snemma út á hlaupa í morgun, fór Hrafnistuhringinn í þessari guðdómlegu blíðu sem hefur verið undanfarið. Fór fljótlega á eftir að hjóla með manninum. Við hjóluðum í Kópavog og um Kópavog. það var farið að kólna þega við komum heim og þá passaði að skella kvöldmatnum í ofninn. Þetta er bara snilld.
Hlaup 12,5 km og hjól 35 km
Íþróttir | 11.8.2011 | 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Berghildur ætlum að nota fyrripartinn á morgun í ratleikinn svo ég hljóp Hrafnistuna mína í morgun. Veðrið var svo frábært og margir úti að hreyfa sig.
Eftir hádegið hjóluðum við hjónin af stað til Reykjavíkur að heimsækja pabba á hjartadeildina, en það sprakk hjá Lúlla og hann varð að taka strætó með hjólið frá Arnarnesinu.
Hlaup 12,5 og hjól 35 km
Íþróttir | 7.8.2011 | 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér finnst svo gaman að hjóla að ég píndi mig snemma út að hlaupa svo ég gæti farið fyrr að hjóla... ótrúlegt en satt.
Hrafnistuhringurinn er í áskrift hjá mér... hvað annað er hægt að hlaupa ? jú jú... en nei Hrafnistan er farin samviskusamlega, eins og það séu lög fyrir því. ég átti 3 km eftir heim... og eins og hestarnir farin að fara allt of hratt... þá fékk sting aftan í vinsta lærið eins og í síðustu viku - svo ég hægði á mér og þá fann ég aðeins minna fyrir þessu.
Hrafnistan 12,5 km :)
Íþróttir | 5.8.2011 | 19:47 (breytt kl. 19:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég get ekki montað mig af miklum æfingum fyrir Reykjavíkurmaraþon... eins og ég var ákveðin að fjölga hlaupadögum og lengja vegalengdir... EN NEI... mín hefur ekki staðið sig í því... en ég hef bæði hjólað og gengið í staðinn.
Hrafnistan var farin í dag... í ágætis veðri... en ég var hrikalega þreytt fyrstu kílómetrana en það lagaðist síðan. Ég finn að hjólið hefur styrkt mig og ÉG ELSKA AÐ HJÓLA :)
Hrafnistan 12,5 km og hjól 23,6 km í dag
Íþróttir | 3.8.2011 | 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það verður að segjast eins og er að ég hef verið frekar slök í hlaupunum í júlí... Hlaupadagbókin segir að ég hafi bara hlaupið 117,2 km... sumir hlaupa þetta á viku en ég hef bætt þennan ,,skort" upp með því að hjóla og ganga.
Hlaup 117,2 km - hjól 714 km - ganga 56,9 km
Íþróttir | 1.8.2011 | 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)