Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
Gögnin voru sótt í gær og gengið frá því að ég mætti byrja fyrr... Ég svaf frekar illa en var búin að ákveða að vakna kl 4
Bíðari nr 1 fékk afleysingaróður svo ég fór ein... lagði af stað að heiman rétt fyrir kl 5... það átti ekki að missa af því ;) Auðvitað var enginn kominn svona snemma og kamarinn læstur - ekkert annað í stöðunni en að drífa sig af stað.
Fyrst var rigning með einni og einni slyddu (JÁ ÞAÐ VAR KALT)... síðan fjölgaði slyddunum heldur betur og í lokin hét þetta snjókoma. Mér gekk ágætlega fyrri hlutann en hef sennilega sparað aðeins of mikið vatnið sem ég var með, fyrsta drykkjarstöðin var tilbúin á 26 kim... og ekki var kuldinn til að bæta úr, eftir snúninginn í seinni ferð varð ég að vanda mig mjög í hverju skrefi og ganga á milli svo ég fengi ekki krampa í báða kálfa.
En ég er á lífi, 128. maraþonið fallið og tíminn 5:13:08
Íþróttir | 30.4.2011 | 14:15 (breytt 7.5.2011 kl. 14:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er ótrúlegt... en ekkert skrítið þó árstíðirnar séu í rugli... sá á Facebook að fólk er að innstalla VORINU... það á að vera komið sumar.
Ég ætlaði bara stutt í dag, svo ég fór út, tók smá hring í hverfinu, maðurinn hjólaði og hundurinn sat í körfunni hjá honum... við fengum rokrass með öllu, hellidembu sem breyttist í slyddu áður en stytti upp aftur... sólin glennti sig aðeins þegar við vorum komin heim aftur.
Hringurinn var 5,3 km
Íþróttir | 25.4.2011 | 16:34 (breytt kl. 16:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veit ekki hvort sumrinu var frestað um óákveðinn tíma... en í dag var rok og rigning allan hringinn. Hrafnistan var á dagskrá og ekki hnikað frá því... Var þung á mér, ekki enn búin að jafna mig eftir magapestina og lungnaþyngslin... þetta hlýtur að lagast með tímanum ;)
Hrafnista 12,5 km :)
Íþróttir | 23.4.2011 | 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Soffía hittumst við Lækjarskóla og fórum Áslandsbrekkuhringinn :)... það var rok og rigning, þetta týpíska hátíðardagsveður... Það er nokkuð langt síðan við Soffía höfum hlaupið saman og sennilega jafn langt síðan ég hef farið brekkurnar svo það var tími til kominn ;)
13,2 km í dag
Íþróttir | 21.4.2011 | 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í stað þess að hlaupa í dag, þá fórum við hjónin í hjólatúr út á Malir... Venus fékk að vera í körfunni ;) Þetta var einu orði sagt dásamlegt, en ég hef lengi ætlað að taka hjólið í notkun. Þetta verður endurtekið fljótlega. Við fórum strandlengjuna út á Malir en Hellisgötu, Hverfisgötu og Lækjargötu niður á Strandgötu til baka... hjólatúrinn var 9 km.
Íþróttir | 20.4.2011 | 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maður verður að kíkja á dagatalið... á að vera vetur, sumar, vor eða haust... snjór úti - autt - sól - hagl hvar endar þetta?
Ég er í próflestri... fór í smá göngutúr um kl 3 og hljóp síðan með Völu kl 5... við fórum Hrafnistuhringinn eins og vanalega, ég var voða fegin að heyra að Vala hafði verið slæm í maganum og svimaði í síðustu viku... það var ekki af illgirni sem ég var fegin - heldur smá von fyrir mig - ég er þá ekki alveg að gefa upp öndina.
Við fengum frábært veður, snjórinn frá í morgun var bráðnaður, smá rok og svo kom hagl í lokin.
Hrafnistuhringur 12,5 km í dag
Íþróttir | 18.4.2011 | 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færðin var hundleiðinleg á köflum, ég taldi mig ekki þurfa brodda þegar ég fór út, en þeir hefðu kannski losað mig við stress... það var rok og hiti um 1 stig. Hitti Báru og gekk með henni ca 1/2 km. Fór annars Hrafnistuhringinn
12.km í dag :)
Íþróttir | 15.4.2011 | 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er ekki viss hvað ýtti mér út fyrir dyrnar, ég var dauðþreytt allan hringinn. það voru fáir á ferli enda veðrið argasti óvinur dagsins. Slagveðrið var á eftir mérað heiman en á móti í heimleiðinni.
Ótrúlega gott alltaf þegar maður hefur klárað hringinn, 12,5 km í dag
Íþróttir | 13.4.2011 | 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verð að viðurkenna að ég var þreytt eftir MJÖG annasama og svefnlitla viku vegna verkefnaskila... en að auki hafði ég bara hlaupið tvisvar í síðustu viku. Nú fórum við Vala Hrafnistuhringinn í roki, hagli og rigningu - að meðaltali gott... var stíf í öxlunum þegar ég kom heim.
Hrafnistan 12,5 km
Íþróttir | 11.4.2011 | 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðasti skóladagur í gær með ritgerðar-skilum, kleppsvinna að baki og þreyta í mér. Hef ekki hlaupið síðan á mánudag. Í dag stytti ég Hrafnistuhringinn (elli-smell) niður í Víðistaðahring (barna-smell) og kaus NEI við Icesave... sem verður þá I-save og We-save...
Síðan lengdi ég smávegis, hafði áhyggjur af því að fara niður fyrir 10 km svo það reddaðist. þannig að í dag voru það 10,5 km í brjáluðu roki og rigningu.
Íþróttir | 9.4.2011 | 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)