Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Ég hélt ég kæmist ekki til Völu... ég var svo krumpuð og vöðvarnir allir skakkir, skjældir eða í fríi... bakið þreytt og axlirnar að geggjast... ég hef setið við tölvuna í tíu daga, skrifað ritgerð, gert verkefni og er nú í hálfnuð með heimapróf upp á 6 þús orð. Skólinn er sem sagt að fara með heilsuna ;)
Ég komst til Völu, við fórum hringinn okkar og ég var þreytt, reyndi að harka þetta af mér og láta ekki á neinu bera... nenni ekki að sitja svona mikið...
12,5 km í dag, er að spá í að hlaupa aftur um hádegi á morgun :)
Íþróttir | 28.2.2011 | 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Veðurfræðingur heimilisins linnti ekki látum fyrr en ég drattaðist út úr dyrunum á hádegi... veðrið á að versna síðdegis. Fyrst var veðrið fínt, svo kom smá hagl og blés á móti í bakaleiðinni. Gott að hafa farið snemma út :) og geta svo myglað áfram í bókunum á eftir :/
Hrafnistuhringur 12,5 km
Íþróttir | 25.2.2011 | 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við hittumst við Lækjarskóla kl 10... Það var búið að hellirigna en við vorum blessaðar með ágætis veðri. Við fórum Áslandsbrekkurnar saman, enduðum aftur við Lækjarskóla og ég hljóp heim.
Hringurinn varð 13,5 hjá mér :)
Íþróttir | 23.2.2011 | 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veðrið var gott, aðeins kalt... Við Vala hlupum Hrafnistuhringinn... kjöftuðum svo mikið að ég tók varla eftir leiðinni... en garmurinn segir að hringuinn var farinn
Hrafnistan með Völu 12,5 km
Íþróttir | 21.2.2011 | 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var frábært að fara út í morgun, veðrið hefur verið dásamlegt í dag... fjöldi manna á ferðinni, gangandi, hjólandi og hlaupandi.
Ég fór Hrafnistuhringinn 12,5 km
Íþróttir | 20.2.2011 | 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hafði ekki tíma til að klaga í gær... Ég fór út strax eftir skólann og hljóp hringinn minn... þetta var ótrúlegt, hvílík hálka í öðru hvoru - ég næstum skreið, hékk í trjám eða rann stjórnlaust... en síðan var allt autt og frábært annarsstaðar. Hljóp hluta leiðarinnar með franskri hjúkrunarkonu Júlíu, sem er aupair hérna. Veðrið var yndislegt og ég vona að sumarið sé snemma á ferðinni í ár
Hrafnistuhringur 12,5 km
Íþróttir | 18.2.2011 | 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 14.2.2011 | 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sem betur fer var ég með bodda í dag, annars hefði ég hálf skriðið á mörgum stöðum... það leit ekki út fyrir að vera hálka - göturnar sýndust bara blautar - Ónei, þetta var eins og skautavell sumsstaðar. Ég var ein í dag, það rigndi aðeins, smá vindur en ekki svo kalt...
Hrafnistuhringur 12,5 km
Íþróttir | 12.2.2011 | 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég ákvað að nú þýddi ekki neitt elli-smella-tékk lengur... ég hljóp bara tvisvar í síðustu viku af því að veðrið var svo leiðinlegt dagana sem ég hafði tíma til að hlaupa. Nú var ekkert múður á minni, um leið og ég kom heim úr skólanum klæddi ég mig í gallann og út...
Ég var ekki komin langt þegar ég var hætt að sniðganga pollana, það þýddi ekkert... betra að hugsa um að detta ekki á hálkublettunum. Hrafnistuhringurinn var farinn með rokið og rigninguna í bakið og fangið til skiptis.
12,5 km í dag
Íþróttir | 10.2.2011 | 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gleymdi að klaga hlaupið með Völu í gær... það var 7°c frost þegar ég hljóp af stað til hennar... bjart veður, vel og illa eða óskafnar gangstéttir á víxl. Við klofuðum verstu ófærðina meðfram Álftanesveginum... þá var sólin að síga, Kári mætti á svæðið og kuldinn beit fastar, komin -10°c. Ég var helfrosin þegar ég kom heim...
Hrafnistan á hægri torfæruferð en mælist 12,5 km eins og áður
Íþróttir | 8.2.2011 | 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)