Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
MÉR TÓKST ÞAÐ - I DID IT - ÓTRÚLEGT EN SATT
Á þessu ári náði ég takmarki sem ég hefði einhverntíma talið fráleitt. Ég get ekki sagt með vissu, hvenær ég setti mér þetta takmark að hlaupa í öllum fylkjum Bandaríkjanna... Ég hef sennilega tekið ákvörðun snemma árið 2008. Eftir það sé ég á maraþon skránni minni (sem er í exel) að ég hranna inn fylkjunum, 2008 bæti ég 11 fylkjum í safnið. Í jan 2009 gekk ég í 50 State Marathon Club, þá komin með 31 fylki. 2009 bættust 13 fylki við og 2010 náði ég 5 í viðbót. Um síðustu áramót var því EITT fylki eftir og Washington DC (sem er ekki fylki).
Í mars var farin stelpuferð til DC. Ég hljóp maraþon en dæturnar þrjár versluðu. Síðasta fylkið féll síðan í Delaware 15.maí, þar sem litla systir og fjölskylda beið í markinu með íslenska fánann, dásamlegt
Þar sem geðveikin er á háu stigi hjá mér - gekk ég í MARATHON MANIAC´S... og mætti um haustið á Reunion í Appleton... eini félags-skapurinn -where you feel normal-
13 maraþon voru hlaupin á árinu, 4 hér heima en 9 maraþon í 5 ferðum til USA. Það sem er athyglisvert er að í þrem af þessum USA-ferðum hljóp ég bara eitt maraþon. Um haustið fór ég 3 ferðir til USA og hljóp þá 8 maraþon á 8 vikum (18 sept.-13.nóv), því Haustmarþonið kom inn á milli ferða.
Tveir aðrir áfangar voru settir, ég hljóp heilt maraþon 15. árið í röð í Reykjavíkur-maraþoni og svo hljóp ég maraþon í 15. sinn í Californíu... en CA er uppáhaldið mitt og fylkið sem ég hef hlaupið oftast í.
Hlaupnir kílómetrar á árinu 2011 reiknast 1698,5 km (), en ég hjólaði 921,7 km og gekk 175,6 km í Ratleik Hafnarfjarðar og á einhver fjöll.
Fyrir þá sem vilja kíkja á maraþonin þá fylgir maraþonskráin mín með hér sem meðfylgjandi skrá... síðan er ég með sérstakan færsluflokk MARAÞON til hliðar þar sem ég safna saman maraþonfærslunum og albúm með fylkjunum. Þar sést hvaða maraþon ég hef hlaupið í hverju fylki fyrir sig.
Gleðilegt nýtt hlaupa-ár
Íþróttir | 31.12.2011 | 13:50 (breytt 29.12.2012 kl. 22:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég snattaðist um bæinn um og eftir hádegið og skellti mér svo í hlaupagallann. Veðrið var bara ágætt miðað við allt... en færðin var hreinasta skelfing. Vindurinn var ekki til svo mikilla leiðinda, smá fjúk og enginn kuldi þannig lagað.
Auðvitað fór ég Hrafnistuhringinn... hvað annað. Sumsstaðar voru gangstéttir skafnar og snjórinn þéttur en annars staðar var hnédjúp ófærð eða laus snjór með klaka undir. Það var hægt að halda hraða á smá köflum en ég var oft komin niður í gönguhraða í ófærðar sköflunum.
Hrafnistan, sennilega í síðasta sinn á árinu 12,5 km :)
Íþróttir | 30.12.2011 | 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var komin út fyrir kl 10 í morgun... á meðan veðrið var enn gott. Færðin var skelfing - beinlínis hættuleg. Létt snjólag var yfir svellinu á götum og gangstéttum. Lítið hafði verið skafið. Ég barðist áfram í ófærðinni þakklát fyrir lognið... en það hvessti á móti mér og snjór eða slydda var í fangið frá Hrafnistu og heim... en konan var ánægð með sig að hafa draujast út úr dyrunum :)
Hrafnistan á kafi í snjó og skautafæri 12,5 km
Íþróttir | 27.12.2011 | 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kæru vinir og hlaupafélagar í gegnum árin
Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi hlaupár
Íþróttir | 24.12.2011 | 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var ekki búin að sitja lengi við ritgerðina þegar veðrið hreinlega ullaði á mig inn um gluggann... það leit bara mjög vel út... og hrópaði aumingjaskapinn til mín. Það var því ekkert annað að gera en láta sig hafa það.
Ég dreif því út að verða hálf fjögur, það var kalt, ekki eins mikið fjúk eins og fyrir hádegið en hvassara. það hafði hlýnað og slabbið var mikið og fljúgandi hálka. Hefði ekki komist hálfa leið án broddanna. Á leiðinni til baka var farið að dimma, vindurinn í fangið og æ oftar sá ég ekki pollana. Ég var því orðin hundblaut og hrakin en ógisslega ;) ánægð með að hafa druslast hringinn.
Hrafnistan 12,5 km.
Íþróttir | 21.12.2011 | 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gleymdi að blogga á mánudaginn um hlaupið okkar Völu. Ég hljóp eins og venjulega í vinnuna til hennar og við kláruðum Hrafnistuhringinn eins og alltaf. Veðrið var ágætt, en erfitt í snjónum og frosthrukkunum eftir hlákuna um helgina.
Í dag var ég komin út kl 11 og ætlaði að klára hringinn þrátt fyrir ömurlegt útlit á veðri... hljóp af stað en var ekki komin út úr hverfinu þegar ég ákvað að snúa við - hlaupa í staðinn á morgun eftir ferðina á Selfoss og ef veðrið verður ömurlegt þá - fara í einhverja stöð og æfa...
1,4 km í dag og ritgerð fram að kvöldmat :)
Íþróttir | 21.12.2011 | 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Vala ætluðum að hlaupa í gær því við gátum ekki hlaupið saman á mánudaginn... en Vala afboðaði í gær svo ég ákvað að hlaupa fyrir hádegi í dag í staðinn. Ég hef því enn tækifæri til að ná 3ja skiptinu í vikunni ef ég hleyp á morgun.
Færðin var sæmileg á köflum, sum staðar erfið en annars staðar þolanleg vegna þess að þar var snjórinn þjappaður í gler... þar virkuðu broddarnir vel. Á Álftanesveginum tók ég broddana undan og hljóp á auðum veginum á móti umferð í stað þess að berjast á göngustígnum - bara snild
Hrafnistan var því barin augum eins og fyrri daginn í vægu frosti og smá vindkælingu... 12,5 km í dag
Íþróttir | 16.12.2011 | 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég ætlaði að hlaupa þrisvar í síðustu viku en þriðja skiptið datt upp fyrir... ÞETTA GENGUR EKKI... Minn góði ásetningur að taka hlaupin SMÁ alvarlega - hefur ekki gengið upp.
Í gær áttum við Vala að hittast en ég varð að fresta Hrafnistunni þar til í morgun. Veðrið var gott, færðin léleg, sæmilega hlýtt/kalt... svo þetta er að meðalatali gott hehe... ég er alla vega fegin að hafa komist yfir þröskuldinn
Hrafnista með smá útúrdúr (týndi broddum) 13,1 km
Íþróttir | 13.12.2011 | 12:25 (breytt kl. 12:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við keyrðum á Selfoss um hádegið... veðrið hrikalega leiðinlegt, kalt og hífandi rok á heiðinni... ég var ekki í stuði til að hlaupa þegar ég kom heim... settist við saumavélina en ákvað svo að það dygði ekki að vera með neinn aumingjaskap, ég yrði að hlaupa hringinn minn.
Í stuttu máli þá var þetta eins og svo oft áður... mótvindur að Suðurbæjarlaug, logn í bænum og út að Hrafnistu þar sem vindurinn fór að blása á móti. ÉG VAR FEGIN AÐ HAFA DRATTAST ÚT... þetta var bara ágætt :) eða er maður farinn að venjast kuldanum
Hrafnista 12,5 km - með frosið nebb
Íþróttir | 8.12.2011 | 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Vala vorum kuldakreistur í gær og frestuðum að hlaupa þar til í dag... veit ekki hvort var betra. Í gær var 12 stiga frost - í dag var 2ja stiga frost og vindur sem kældi sennilega lang-leiðina í 12 stigin... en ég er loksins þiðin eftir hlaupið, hehe
Þetta var DRESSMAN hlaup í slow-motion... í ófærð og hálku... en ÞAÐ TÓKST
Hrafnista 12,5 km
Íþróttir | 7.12.2011 | 00:19 (breytt 8.12.2011 kl. 20:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)