Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Þreytt í dag

Ég var bara þreytt í dag... það er bara rétta orðið - þreytt... Veðrið var ágætt, stórgott miðað við slydduna í morgun. Við Vala fórum Hrafnistuhringinn.

12,5 km í dag


Derið er snilld

Derið er alltaf snilld, því ég þoli ekki barning í andlitið... Var ein í dag... Það var rok og rigning alla leiðina, rokið var í fangið seinni hlutann... það voru lúmskir hálkublettir en broddar eru málið Wink

Hrafnistuhringur 12,5 km eins og áður 


Loksins með Þóru Hrönn

Við höfum ekki hlaupið saman á árinu... en loksins kom að því. Ég var fyrir utan heima hjá henni rétt fyrir kl 3... og hún var til í Hrafnistuhringinn Smile... Veðrið var stillt en rigningarsuddi allan tímann. Við nutum okkar samt - þetta var frábært hlaup... vonandi verða þriðjudagarnir fastir hjá  okkur.

Með slaufum heim til hennar mældist þetta 13 km Smile


Frábært hlaup :)

Það var meira en þokusuddi - það var rigning þegar við Vala hlupum okkar heittelskaða Hrafnistuhring. Vala þurfti að bremsa sig af en ég hékk í henni og leið bara skruggu-vel á leiðinni... það er kannski smá von með mig Wink

Við vorum báðar í þrumustuði og nutum hringsins... 12,5 km í dag


Þokusuddi og þungur bossi

Held ég sé búin að stija og lesa alltof mikið í vikunni... kláraði að lesa 2 kafla áður en ég fór út í þokusuddann... og vá hvað bossinn var þungur - en hann er víst pikkfastur við mig, svo það er ekki annað að gera en að láta hann elta hringinn Woundering... Veðrið var annars bara sæmilegt, allt betra en snjór og slydda, fékk smá vind og rigningu og það var HLÝTT Undecided

 Hrafnistuhringurinn 12,5 km 


Annar í ,,bilun"

Ég stóð í þeirri trú að það ætti að hlýna fram að helgi... góða veðrinu hefur greinilega seinkað eitthvað, þetta varð að svipaðri bilun og á þriðjudaginn... Það var hálka, rok, hagl og slydda. 

Ég hringdi í Völu, hún ætlaði að hlaupa afmælishlaup með FH-hópnum. Ég hljóp til hennar og með henni upp í Kaplakrika, þar tókum við 2 hringi á brautinni áður en hópurinn lagði af stað - þau ætluðu öll að fara stutt út af handboltaleiknum. Ég var þeim samferða að Fjarðarkaup en fór þaðan niður í Engidal og inn í Hrafnistuhringinn minn. Þannig sleikti ég 14 km. skrítið að fara lengra þegar veðrið er brjálað - það er náttlega ,,bilun"

Bilunar-hringur 14 km Woundering 


Óveðurshringur

Hrikalega var veðrið ógeðslegt... Hitti Völu í vinnunni og lagði til að Hjöddi keyrði okkur heim, en nei, við fórum af stað, börðumst áfram, með rokið, haglið og slydduna annaðhvort í fangið eða bakið. 
Við erum ekki í lagi - er það ? Woundering

Við ætluðum að stytta hringinn, fara strætóhringinn í Setberginu af því að við héldum að það væri meira skjól þar... en NEI, aldeilis ekki... Eftir Setbergshringinn fórum við göngustíginn meðfram Álfaskeiðinu að Flatahrauni og ,,gegnum" Víðistaðaskóla, niður að sjó og sjávarleiðina heim.
Styttingin varð sem sagt lenging W00t 

Ég var orðin að drepast úr kulda á hausnum, enda húfulaus, en með der og svo gegnblaut og hrakin... spurning hvort þetta sé HEILSUBÓT Crying
12,7 km í brjáluðu veðri í dag.


Hálka - þreyta - þreyta -þreyta

Var ein í dag, stakk mér út strax eftir morgunmatinn af því að ég sá að veðrið var svo gott... Það var glerhálka stóran hluta hringsins og ég var broddalaus... það er ótrúlegt hvað hálku-stressið sogar úr mér orkuna, ég var að drepast úr þreytu.

Garmurinn segir að ég hafi farið Hrafnistuhringinn en ég var í svo miklum pælingum að ég man ekki eftir að hafa farið helminginn af leiðinni... Woundering

Hrafnista 12,5 km Wink 


Bara gott í dag ;)

Vala var ekki orðin góð, svo ég hljóp ein. Skóli fh, jarðarför kl 13 og erfi á eftir... hljóp út úr dyrunum rétt eftir að ég kom heim. Það var kalt, þó það væri 1°hiti...það var nokkur vindkæling. Hrafnistuhringurinn OFUR-kæri var farinn af vana... ég held svei mér þá að hann sé bara að styttast Grin

12,5 km, bara gott í dag Wink 


Frábært hlaup

Vala var veik svo ég skellti mér fyrr út. Gott að hlaupa í birtunni, veðrið var gott, það var kalt, nokkurra stiga frost, en stillt. Ég var í góðum gír allt hlaupið, þrátt fyrir að þurfa að stoppa í Jolla og fara á klósett og svo varð ég að stoppa við Langeyrina því mér var allt í einu svo flökurt... það leið svo hjá... Mér fannst áberandi mikil mengun frá bílunum ???

Hrafnistan 12,5 km  


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband