Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Hrikalega kalt :/

Hljóp Hrafnistuhringinn um hádegið og vá hvað frostið beit, sérstaklega á leiðinni til baka. Munur að hlaupa í birtu og svo var logn... ekki slæm skilyrði til að hlaupa með allar götur auðar.

Hrafnistan 12,5 km 


Ein í góðum gír

Það var frost, samt hlýrra en ég hélt, sólin skein, fínt hlaupafæri, hvergi snjókorn eða hálka - það gæti ekki verið betra hlaupaveður. Ég skaust út um hádegið, eins gott að afgreiða hringinn snemma í dag. Síðan verð ég að fara að ákveða hlaupatímana í samræmi við nýja stundatöflu í skólanum.

Hrafnistan 12,5 km í góðum gír Cool 


Frábær hringur með Völu

Veðrið var búið að vera frábært allan daginn, en kólnaði um það leyti sem ég var að hlaupa til Völu. Við sluppum samt fyrir horn, hlupum broddalausar þó það væru hálkublettir... heppnin var með okkur, því það hvessti í bakið á okkur.

Hrafnistan 12,5 km  


Fyrsta hlaupið á nýju ári

Að sjálfsögðu var það Hrafnistuhringurinn sem hóf þetta hlaupaár. Veðrið var dásamlegt, þurrt, nærri logn, hálkulaust því það er nokkurra stig hiti... ekki hægt að fara fram á betra veður á þessum árstíma. Fáir voru á ferli - helst fólk sem var að hreyfa sig eftir hátíðirnar... alltaf einhverjir sem eru svo hrikalega duglegir Smile

Hrafnistan 12,5 km á þessu ári eins og á því gamla Wink 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband