Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Dróst á eftir Völu

Það var lengsti dagurinn í skólanum... frá 8-3... ég kom dauðþreytt heim. Þá tók kökuilmurinn á móti mér... maðurinn hafði gerst myndarlegur, bakað og þvegið þvott.

Ég hringdi í Völu - upprifin því það er svo langt síðan við höfum hlaupið saman... en ég var varla lögð af stað þegar ég dró lappirnar á eftir mér - Ó boj, þetta leit ekki vel út fyrir Völu - að draga mig hringinn.

En hún er svo góð við mig Smile... og ég þraukaði alla leiðina... Við fengum ágætis veður allan Hrafnistuhringinn 12,5 km  


Með Tinnu

Það var sannkallaður brekkudagur í dag... Tinna (9 ára) hringdi og spurði: amma getum við gert eitthvað saman... Ég spurði hvort hún vildi hjóla með mér - ég var að fara út að hlaupa. Já, hún vildi það... ég byrjaði því á brekkunum upp í Ásland heim til hennar, þaðan fórum við í kirkjugarðinn og ,,heimsóttum" bróður minn, hring í Setberginu þar sem við hlupum hjá læknum og gegnum öll undirgöng sem við sáum, hring um bæinn og upp í Áslandið aftur í gegnum Hvammana... frábært og ég alltaf á eftir henni hjólandi. Við fengum rigningu, rok og sæmilegt inn á milli Joyful... ég fór síðan í kringum Ástjörnina á leiðinni heim.

Hringurinn varð 14,6 km 


,,Hvíld" í viku

Á toppnum, Esjan 28.8.2010

Ég hef ,,hvílt" í viku eftir Reykjavíkurmaraþon... það þýðir að ég hef ekki hlaupið... en bara gert meira af öllu öðru. Ég hef verið með Matthías litla í göngutúrum, með Tinnu í Ratleik og Berghildi í berjamó...

Í gær keypti ég mér hjól... það er bara spennandi. Eftir hádegið í dag fór ég á Esjuna með Helgu, Hörpu og Soffíu og eftir kvöldmat hjólaði ég um Áslandið með Tinnu.

Nú er komið að því að ég drífi hlaupaskóna fram og tölti af stað... á morgun Wink 


Reykjavíkurmaraþon 21.ág.2010

Náð í gögnin, 20.8.2010

Við sóttum gögnin um 4 leytið í gær, skoðuðum íþróttatilboðin og fylltum vömbina af pasta. Maður hittir alltaf fullt af fólki og fær fréttir hvað hver er að gera Smile

Við náðum í gögnin fyrir soninn líka því hann ætlar að fara 10 km. Glæsilegt hjá honum Joyful 

Ég reyndi að fara snemma að sofa en það tókst ekki... var að glápa fram eftir öllu á sjónvarpið.

Nýlögð af stað 21.8.2010

Ég lét síðan klukkuna vekja mig kl 6... vá, hvað ég er orðin kærulaus... þá fyrst las ég að maraþonið ætti að vera ræst kl 8:40... í stað kl. 9... Hvar endar þetta hjá mér??? Kanski eins og martraðirnar sem ég fékk fyrir fyrstu maraþonin úti... en þær voru þannig að ég var að verða of sein á startið og þegar ég kom þangað og horfði niður á fæturna - þá var ég í inniskónum Pinch 

Rok á Nesinu. Um 5 km eftir í mark

EN... það tókst að mæta tímanlega... og fara TVISVAR í klósettröðina - partur af programmet -  

Veðrið lék við hlauparana, kannski aðeins of hvasst á Nesinu í lokin. Lúlli hitti mig rétt eftir 32 km keiluna og hjólaði með mér síðustu 10 km, þegar ég var í mesta rokinu á Nesinu.
Ég er ánægð með mig og minn tíma. 

Þetta maraþon var nr 122 hjá mér,
Garmurinn mældi vegalengdina 42,25 km og tímann 4:53:35 W00t 


Ruglaður Norðurbær

Þetta átti að vera svo smell-passandi fyrir prógrammið í dag. Við Þóra Hrönn ætluðum 8 km... en reikningurinn fór eitthvað úr skorðum hjá okkur og við fórum vitlausan hring Wink... en það gerði ekkert til... ég endaði í 7,4 km - bara fínt...

Eftir hádegið tók ég 3 spjöld með Tinnu og Berghildi og við gengum þá um 5 km... og við tíndum ál-ber... W00t hummm... við vorum svo nálægt álverinu FootinMouth


Garðabær "hinn minni"

Ég var ekki viss hvort Soffía myndi mæta - við höfðum ekki talað um það. En við höfum verið með fasta mætingu fyrir minni Garðabæjarhringinn á mánudögum kl 10.

Þóra Hrönn kom og við hlupum hringinn saman. Veðrið var ágætt - svolítill vindur en hlýtt.

Við ætlum að hlaupa aftur kl 10 í fyrramálið Joyful 


Þrjár saman í brekkum

Mæting var kl 10... Soffía og Þóra Hrönn mættu líka. Veðrið var frábært og brekkurnar "yndislegar" Wink Við Þóra Hrönn skiluðum Soffíu heim og lengdum eins og síðast, fórum upp Reykjavíkurveg, Arnarhraunið og Tjarnarbrautina á Austurgötuna - þaðan hljóp ég ein heim... 

ég var aðeins of sein í vöfflur hjá Grallaranámskeiði Ásvallakirkju, svo við Tinna fórum í Ratleikinn eftir hádegið... fundum tvö spjöld Smile tíndum ber og skemmtum okkur saman Kissing

Næsta hlaup verður um Garðabæinn á mánudagsmorgun kl 10 Cool 


Ein í dag

Soffía afboðaði í dag svo ég hljóp Hrafnistuhringinn ein. Það var hlýtt og hékk þurrt. Þegar hringnum var lokið tók ég aukahring til að sinna Tvídí og póstinum hennar Bjargar Wink

Hringurinn mældist því 13,1 km í dag og við ætlum að hittast kl 10 í fyrramálið og það verður ,,taka 3" fyrir brekkurnar Wink


Með Soffíu

Soffía vakti mig og við mæltum okkur mót hjá henni kl 10:30... ég var aðeins stirð eftir Fimmvörðuhálsinn í fyrradag. Veðrið var frábært og við fórum Norðurbæjarhringinn okkar. 
Allt í allt hljóp ég 12,2 km í dag

Við mæltum okkur mót kl 17 á morgun í brekkurnar. 


Brekkuhringur

Allt eftir uppskriftinni... Áslandsbrekkurnar á fimmtudögum. ég var mætt fyrir kl 10 og Soffía og Þóra Hrönn komu samtímis úr sitt hvorri áttinni. 

Veðrið var dásamlegt... Við Þóra Hrönn skiluðum Soffíu heim og ég hljóp ein frá Austurgötunni

13,2 km fyrir mig... Bara gott og eftir hádegið skellti ég mér á Úlfarsfellið með Hörpu, Clöru og 4 barnabörnum. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband