Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Skellti mér út fyrir hádegið, frábært veður þó mótvindurinn hafi verið mættur á Álftanesveginum... en það var bara hressandi
Hrafnistan mælist alltaf það sama... 12,5 km
Íþróttir | 29.6.2010 | 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 27.6.2010 | 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég skrölti út úr dyrunum í morgun ákveðin að ná að hlaupa fyrir hádegi. veðrið var dásamlegt, aðeins skýjað og gola... Þegar ég var komin á Lækjargötuna var flautað á mig og Þóra Hrönn veifaði til mín... HEPPIN ÉG að fá hlaupafélaga. Ég kynnti hana fyrir Hrafnistuhringnum góða en í lokin beygðum við upp Linnetstíginn og inn Austurgötuna og enduðum heima hjá henni. Við hlupum 7.1 km saman en hringurinn varð 12,8 hjá mér.
Íþróttir | 24.6.2010 | 12:29 (breytt kl. 14:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég sleit vöðvafestu í mjöðminni í fyrradag... það er ekki eins slæmt og þegar það gerist í bakinu... en maður er 3 daga að jafna sig... Ég var ekkert að bíða lengur, ákvað að fara Hrafnistuhringinn - veðrið var dásamlegt, aðeins rigningardropar á seinni helmingnum.
12,5 km í dag.
Íþróttir | 22.6.2010 | 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 16.6.2010 | 18:52 (breytt kl. 18:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég varð að fara fyrr út en venjulega, ætla í bíó með Hörpu og strákunum kl 5 og stundum hleðst allt á sömu dagana. Veðrið var gott, aðeins vindur en ekki svo kaldur að ég fór úr jakkanum. Fór Hrafnistuhringinn og hitti Soffíu á tröppunum við Suðurbæjarlaugina í bakaleiðinni og við mæltum okkur mót við Lækjarskóla í fyrramálið.
12,5 km í dag
Íþróttir | 15.6.2010 | 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gunnlaugur setti heimsmet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 13.6.2010 | 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er alltaf erfiðara að koma sér út ef það dregst fram yfir hádegið. Mér tókst því að gera ,,hið nærri ómögulega" Veðrið var rosalega gott, hlýtt, skýjað og gola.
Ég var ein eins og undanfarið og hljóp stærri Garðabæjarhringinn... en í honum fer ég aðeins inn í Kópavog...
Mesta lífið var í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem Víkingahátíðin stendur yfir.
Hringurinn var sléttir 20 km.
Íþróttir | 13.6.2010 | 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það blés og rigndi þegar ég hljóp í morgun... ekkert alvarlega en samt var hlýtt. Ég var ein í þungum þönkum, fegin að hafa farið fyrir hádegi... börn og barnabörn koma síðar í dag, það verður humarveisla.
Hrafnistuhringurinn var 12,5 km
Íþróttir | 10.6.2010 | 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvílík himinsins blíða... ég skellti mér Hrafnistuhringinn um hádegið... Tók fram styttri buxur og hlýrabol til að vera samkvæmt dagatalinu. Golan á þónokkurri hraðferð á völdum köflum ss á Álftanesveginum. Ég var í svitabaði alla leiðina og komin með nuddsár undir aðra hendina á miðri leið... Það háði mér aðeins... annars var frábært að hafa komið sér út að hlaupa.
12,5 km í dag
Íþróttir | 8.6.2010 | 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)