Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Vormaraþon Félags maraþonhlaupara
Ég sótti gögnin í gær og fór með hlaupaskóna til skósmiðsins, hann setti nýja hæla undir. Eftir að hafa tekið saman hlaupadótið, fór ég tiltölulega snemma að sofa. Ég mátti fara fyrr af stað.
Fór nákvæmlega kl. 7:05
Í fyrstu var kalt og vindurinn í bakið út að snúningi en á móti til baka. Ég var nokkuð jöfn í hraða, þar til að ég snéri í seinna skiptið... þá ,,dó" ég í mótvindinum... en þá lífgaði svo sannarlega upp að fá alla hálfmaraþonarana í fangið.
Þetta maraþon er nr. 120 hjá mér og ég kom í mark eftir 5 tíma og 4 mín
Íþróttir | 24.4.2010 | 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Við ætluðum Hrafnistuna eins og vanalega en Vala var slæm í bakinu, var í togi í dag... og það er maraþon á laugadag hjá mér - svo við styttum hringinn niður í ,,Hjallabrautina til baka"...
það mældist 10,7 km hjá mér - bara fínt
Íþróttir | 20.4.2010 | 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hljóp ekkert um helgina, var í heimaprófi... svo ég ákvað að fara Hrafnistuhringinn í dag. Veðrið var ágætt, svolítið kalt og smá vindur. Var fegin að hafa drifið mig út áður en ég byrja að læra fyrir næsta próf.
Hrafnistan er 12,5 km
Íþróttir | 19.4.2010 | 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var síðasti kennsludagur í gær, föstudag og lokapróf í trúarstefjum í kvikmyndum. það passaði því að fara þaðan beint í Háskólahlaupið. Soffía mætti líka og við ákváðum að ,,sópa" lengri leiðina... vera síðastar. Veðrið var ágætt, amk þurrt en aðeins kalt og smá vindur.
Lengri leiðin var 7,2 km
Íþróttir | 17.4.2010 | 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er orðið ansi langt síðan við Þóra Hrönn höfum hlaupið saman... en í morgun fórum við Áslandsbrekkurnar með smá lengingu kringum Ástjörnina. Það var mótvindur og rigning upp brekkurnar en hetjur fara alla leið - er það ekki.
hringurinn mældist 13,8 hjá mér
Íþróttir | 15.4.2010 | 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Vala hittumst við Sjúkraþjálfann eins og vanalega... fórum Hrafnistuhringinn vélrænt... eins og vanalega... og við töluðum svo mikið að mótvindurinn og rigningarúðinn skipti engu máli
Þetta er ekkert nema snilld.... 12,5 km í dag
Íþróttir | 14.4.2010 | 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það skiptist mjög jafnt, vindurinn var á eftir með fyrri helminginn en frá Arnarnesinu var hann á móti og slapp að mestu við rigningu. Ég lengdi smávegis inn í Kópavog í stað þess að lengja í götunni heima.
Íþróttir | 10.4.2010 | 13:13 (breytt kl. 13:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Soffía hringdi og ég skokkaði til hennar. Veðrið var dásamlegt, ég hélt það væri kaldara og þurfti fljótlega að fækka fötum. Við fórum Norðurbæjarhringinn okkar. Kom aðeins við hjá Völu í bakaleiðinni.
12,3 km í dag
Íþróttir | 7.4.2010 | 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rosalega var kalt í dag og Kári vinur Kuldabola blés af öllum kröftum. Við Vala fórum Hrafnistuhringinn og það Kári var á móti okkur 80 % af leiðinni - ótrúlegt. Annars var sól og fallegt veður - vegna þess að það er allt betra en rigning og snjór.
12,5 km í dag
Íþróttir | 6.4.2010 | 21:57 (breytt kl. 21:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 5.4.2010 | 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)