Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
Það rigndi og hiti yfir frostmarki... en það var bara til að blekkja mann. Þegar ég kom út var glerhálka hreint skautasvell allan hringinn.
Ég var á broddum, hefði þurft skauta... í svona færi bætist við ,,mannganginn" hjá manni, maður fer hægar, er stífari og viðbúinn að grípa í eitthvað eða detta ,,vel" og lurkum lamin var ég geðveikt fegin þegar hringurinn er búinn
Hrafnistan 12,5 km í dag
Íþróttir | 29.11.2010 | 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er sko rétta lýsingin, Ég gat ekki hlaupið í morgun... og er í raun heppin að Vala gat hlaupið með mér. Dagskráin var þétt frá kl 6 í morgun...
En við Vala hittumst kl 5 og ég kynnti hana fyrir Áslandsbrekkuhringnum... sem var piece of kake fyrir Völu... og ég reyndi að elta ... á leiðinni lýsti hún brekkuhringnum sínum, sem ég er búin að gefa nafnið - Vígtennur Völu - svoleiðis myndi leiðin líta út á korti.
Það var kalt, blés í Áslandinu og svo var hálka... en broddarnir svínvirkuðu.
Hringurinn var 13,1 km hjá mér
Íþróttir | 25.11.2010 | 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég skilaði heimaprófinu fyrir hádegið... Eftir að hafa verið í frjálsu falli í marga tíma á eftir, bakaði ég smákökur og hljóp svo út til að hitta Völu. Það var aðeins hálka, en við vorum báðar broddalausar... Við fórum Hrafnistuhringinn en urðum að breyta smá kafla. Frá gömlu sundlauginni urðum við að fara í gegnum bæinn, því myrkrið er rosalegt meðfram sjónum og á bryggjunni. Hringurinn styttist aðeins við þetta, varð 12,3 km.
Íþróttir | 24.11.2010 | 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er enn í heimaprófinu, lít varla upp og á tvær spurningar eftir... hvort svar um 1000 orð. En ég varð að fara út á milli spurninganna. Hljóp Hrafnistuhringinn, svolítið stressuð en hvað með það. Það skiptir mestu máli að það er ekki hálka, hiti um eða yfir frostmarki og þurrt. Getur varla verið betra.
Hrafnistuhringur 12,5 km
Íþróttir | 22.11.2010 | 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er í heimaprófi... en ákvað að skella mér stuttan hring... Hrafnistuhringinn kæra. Þar sem ég fór út um kl 10 var Haukahópurinn í startholunum, en ég nennti ekki sveitahring með þeim... Mætti svo FH-ingum í bænum og við Hrafnistu... veðrið var frábært, smá vindur, ekkert of kalt og það komu smá dropar í lokin.
Hrafnistan 12,5 km
Íþróttir | 20.11.2010 | 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hljóp heim til Soffíu. Við hlupum síðan Norðurbæjarhringinn og hún hljóp með mér niður að Lækjarskóla. Færið var lúmskt, nær ósýnileg glerhálka. Í þessu færi virka gormar eins og skautar og svona þunn skán eyðileggur alla brodda.
ATH... broddar eru ódýrari en fyrsta koma á slysadeild ;)
Skammturinn í dag var 12,2 km
Íþróttir | 17.11.2010 | 12:44 (breytt kl. 12:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta leit ekki vel út, kuldi og hálka... svo ég dró fram broddana... þeir eru orðnir aðeins slitnir, eftir fyrravetur. Ég slít þeim þegar færið er autt á köflum. Annars eru þetta bestu broddar sem ég hef keypt... (Wal-mart)
Hringurinn lengdist aðeins af því að ég hljóp fyrst heim til Völu og fórum svo Hrafnistuhringinn okkar í kulda, mótvindi og smá dropum í lokin.
13,4 km í dag
Íþróttir | 15.11.2010 | 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fór í kirkju í morgun. Komst ekki út að hlaupa fyrr en að ganga fjögur... það var napur vindur og ég hélt það myndi snjóa... Hrafnistuhringurinn var farinn og ekki meter meira. Ég er í orkufrekri ritgerð og hafði ekki tíma fyrir meira.
12,5 km í dag og finnst það bara ágætt
Íþróttir | 13.11.2010 | 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hitti Soffíu við Lækjarskóla, hvílíkur kuldi ... frostið var ekki svo mikið en vindurinn bætti hressilega við. Við tókum okkar brekkuhring saman upp í Áslandið (6,8 km)... ég skilaði Soffíu svo heim sín og hljóp heim aftur. þó ég hafi verið í ,,kafarabúningnum" var mér skítkalt.
Hringurinn var 13,1 km samtals
Íþróttir | 11.11.2010 | 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var æðilegt að hlaupa í dag, snjórinn farinn, aðeins kalt og næstum logn... og svo var ég með Völu. Við fórum Hrafnistuhringinn as usual... Það var búið að setja upp jólatréð við Engidalinn - kannski verður búið að kveikja næst
Við vorum í góðum gír, 12,5 fyrir mig
Íþróttir | 8.11.2010 | 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)