Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Hitinn var um frostmark, veðrið var æðislega gott, stillt og bjart.
Soffía hefur venjulega hlaupið með mér á fimmtudagsmorgnum en hún flaug til Svíþjóðar í morgun. Við Þóra Hrönn hittumst kl 10 og hlupum Áslandsbrekkuhringinn.
Hringurinn mældist 13 km fyrir mig.
Íþróttir | 26.11.2009 | 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta gerist ekki betra, ég hitti Völu við Sjúkraþjálfarann kl 5 og við hlupum Hrafnistuhringinn, það var aðeins hálka á blettum, aðeins kalt en dimmt og við sjóinn þar sem myrkrið var mest vorum við eins og blindir kettlingar... sáum ekki neitt ... en það er samt miklu betra en snjór og slabb
Hringurinn var 12,5 km eins og vanalega...
Íþróttir | 24.11.2009 | 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veðrið var dásamlegt... og ekki hægt annað en að taka hring um bæinn. Ég fór út fljótlega eftir að ég kom heim úr skólanum. Hljóp Hrafnistuhringinn ein.
12,5 km í dag
Íþróttir | 20.11.2009 | 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og venjulega hittumst við við Lækjarskóla. Rokið var svo mikið þegar ég hljóp þangað að ég tommaði varla... en þegar leið á hringinn hjá okkur lægði og í lokin var komið ágætt veður.
Hringurinn mældist 13,4 km
Íþróttir | 19.11.2009 | 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gleymdi mér við að hjálpa nöfnu minni... ég átti að hitta Soffíu kl 11 heima hjá henni. Var aðeins of sein. Við fórum saman Norðurbæjarhringinn sem er ca 5 km. Veðrið var kalt, aðeins frostfilma sumsstaðar á götunum en annars var þetta bara fínt, því það var nánast logn.
Eins og venjulega voru 7 km aukalega fyrir mig að hlaupa fram og til baka svo ég fékk 12 km út úr hringnum.
Íþróttir | 16.11.2009 | 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er ég að REYNA að skipuleggja fylkin sem ég á eftir,
en það eru IN, OH, MA, RI, CT, DE....
En með því að fara inn í myndaalbúmið mitt af fylkjunum sem ég hef hlaupið, þá er hægt að klikka á hvert fylki fyrir sig og sjá hvaða maraþon ég hef hlaupið þar.
Íþróttir | 15.11.2009 | 11:57 (breytt kl. 12:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var í skólanum til 13:10 og svo er að koma sér heim. Við Soffía vorum búnar að mæla okkur mót kl 2 við Lækjarskóla. Skólatöskunni var hent inn, ég henti mér í fötin og út...
Veðrið var gott 9°C aðeins vindur, en annars fínt. Við hlupum Áslandsbrekkuhringinn sem mældist 13,2 km hjá mér.
Íþróttir | 13.11.2009 | 16:39 (breytt 14.11.2009 kl. 01:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Vala vorum búnar að mæla okkur mót, þriðjudagshlaupið hjá okkur hafði farið í vaskinn. Það var kaldara og hvassara á Völlunum heldur en í bænum og það munaði miklu að Vala var búin hálftíma fyrr en vanalega. Við höfðum nóg að spjalla, tókum varla eftir leiðinni, enda höfðum við ekki hist í 3 vikur.
Hrafnistuhringur 12,5 km
Íþróttir | 12.11.2009 | 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki var veðrið til að ýta manni út um dyrnar... en út var farið. Það var rok og rigning.
Ég skrölti Hrafnistuhringinn hálf þreytt, hljóp rólega og mjög meðvitað??? Hvað er nú það.
Jú, ég reyndi markvisst að slaka stóru tánum niður, ég er gjörn að spenna þær upp og svo reyndi ég að hlaupa afslappað, þ.e. láta axlirnar síga... Hvorki meira né minna... ég þurfti stöðugt að minna mig á þetta.
Hringurinn tók lengri tíma og ég var þreyttari en vanalega, en hvað um það.
Íþróttir | 9.11.2009 | 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eg hljop marathonid i morgun, var kominn snemma a stadinn og fekk gott bilastaedi. tar sem eg er netlaus a hotelinu er eg stodd i Best Buy til ad nota netid tar, bara til ad lata vita ad allt er i lagi. Marathonid gekk agaetlega, tad var hifandi rok a koflum og ausandi rigning... og BREKKUR, audvitad... hvernig hefdi eg getad misst af teim.
Sony Ericsson City of Oaks Marathon & Half Marathon & Rex Healthcare Half Marathon Raleigh, NC USA. 1.nóv. 2009
http://www.cityofoaksmarathon.com
Þeir færðu klukkuna aftur um einn tíma í nótt svo ég svaf einum tíma lengur. Vaknaði kl 3:45 því ég þarf um 2 tíma áður en ég fer af stað. Ég svaf ágætlega en allt þetta netstress og hinn stutti tími þreytti mig... þessi ferð er bara IN´N´Out...
Mission accomplished.
Ég var mætt um kl 6, hlaupið var ræst kl 7. Það var kalt, um 8°C, rigning og vindur. Ég var heppin að hafa ákveðið að hlaupa í langerma, ég hefði orðið úti á leiðinni annars... var fljót að kólna þegar ég gekk upp brekkurnar.
Hlaupaleiðin og hæðarkortið...
http://www.cityofoaksmarathon.com/course_info/index.html
Ég heyrði að fólk var að tala um að seinni hlutinn væri VERY HILLY... hvað var þá fyrri hlutinn???
En allt hafðist þetta að lokum, ég var mikið fegin að komast í mark. Maraþonið mældist 42,34 km og tíminn á mína klukku var 5:30:05.
Maraþonið er nr 118 hjá mér
Norður-Carolina er 44. fylkið mitt... bara 6 eftir ...
... þetta er alveg að klárast
Íþróttir | 1.11.2009 | 19:27 (breytt 4.11.2009 kl. 20:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)