Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
ING Miami Marathon & Half-Marathon, Miami & Miami Beach,
FL USA, 25.jan. 2009
http://www.ingmiamimarathon.com
Ég fór frekar seint að sofa, svaf ekki vel og lét klukkuna vekja okkur kl.3 í nótt. Það var eins gott að við höfðum tímann fyrir okkur. Það voru 15 mílur á startið... og garmurinn vildi bara fara með okkur yfir vindubrú sem var opin - og verður opin þangað til á morgun.
Ég var í alvöru farin að hafa áhyggjur af því að missa af hlaupinu. Það var ekki óhætt að elta bara einhvern bíl... og við sáum enga hlaupara. Eftir að hafa keyrt fram og til baka, út og suður... spurði ég lögregluþjón til vegar.
Við fundum stæði og ég komst í básinn minn... og þá voru ekki margar mínútur í start kl.6:15. Það var heitt og rakt þó það væri enn dimmt. Raunar var alltof heitt í hlaupinu - strax og birti og þegar ég kláraði var 75 á Farenheit... 25°c. en götuhitinn hefur verið meiri.
Það er ekkert nýtt að ég fór of hratt af stað... og að ég var með drykkjarvandamál... drakk fyrst of lítið en varð samt í spreng... síðan drakk ég heilu glösin á hverri drykkjarstöð en gat ekki pissað dropa.
Það var svo heitt að ég hellti nokkrum vatnsglösum yfir mig á hverri drykkjarstöð... soðnaði meira að segja á tánum, því vatnið lak niður í skó. Hitinn dró mig niður eins og venjulega.
Leiðin var ekkert sérlega skemmtileg - en allt í lagi... nokkrar brekkur voru og farið fram og til baka, þannig að maður var að mæta hlaupurum sem voru á undan.
Guð sé lof...ég kláraði maraþonið sem mældist 43.1 km á 5:33:41 á mína klukku.
Íþróttir | 24.1.2009 | 01:51 (breytt 26.1.2009 kl. 20:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við keyrðum út á Miami Beach. Sólin og veðrið lék við okkur. Við vorum heppin... fengum stæði á ,,útsölu" mjög nálægt Miami Beach Convention Center... þar sem gögnin voru afhent.
Hlaupið er ekki svo stórt, ekki expo-ið heldur. Það byrjaði kl 12 á hádegi og við vorum með fyrstu mönnum á staðinn. Það var nóg af sölubásum, en lítið um almennileg tilboð á einhverju.
Ég fékk bib nr. 6067... Flestir eru komnir með þessa einnota-límmiða/renning sem maður festir á skóinn í staðinn fyrir flögu.
Við keyrðum á startið... markið er rétt hjá en hótelið okkar er 15 mílur í burtu. Við slökum bara á núna og á morgun...
Maraþonið verður ræst kl 6:15 á sunnudagsmorgun.
Íþróttir | 24.1.2009 | 01:23 (breytt kl. 01:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reykjavíkurmaraþon hafi eitthvað misskilið hvernig drykkjarstöðvar eiga að vera uppsettar... Þetta er í bænum Marathon á Florida Keys og þeir ættu að vera PRO... er það ekki ? Allir hlauparar vita hvað það er nauðsynlegt að fá réttu orkuna í maraþoni.
Íþróttir | 23.1.2009 | 01:54 (breytt kl. 02:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Museum of Aviation Foundation
Marathon & Half-Marathon,
Warner Robins/Robins AFB, GA USA.
17.jan. 2009
http://www.robinspacers.org/museum
Klukkan var stillt á 4:30 og konan sem sér um eldhúsið var svo vinsamleg að opna það klst fyrr en vanalega. Við gátum fengið okkur kornflex, beyglur og vöfflur... umm heitar, nýbakaðar vöfflur.
Við keyrðum af stað rúmlega 7, enda stutt á staðinn. Ég þurfti að sækja gögnin... ég var nr 107.
Það var nokkurra stiga frost, svo ég var í síðerma bol úr Disney-maraþoninu og vesti úr Mississippi Blues-maraþoninu. Ég var ekki með vettlinga með mér, svo ég keypti þá í gær í Wal-mart.
Afhending gagna og verðlauna fór fram inni í flugvélasafninu og startið var fyrir utan, heilt maraþon fór tvisvar sama hringinn í kringum flugvöllinn og vallarsvæðið.
Það var ræst kl 7:57 (smá mistök).
Eins og oft gerist í litlum hlaupum fór ég of hratt af stað, maður smitast þegar það eru fáir keppendur og meirihlutinn er kannski að fara hálft maraþon.
Við hliðina á skilti fyrir mílu 1... fékk ég rosalegan sinadrátt eða krampa í vinstri hnésbót... Ég veinaði : Ó, NEI GUÐ þetta má ekki...
Ég hægði á mér, reyndi að hlaupa vinstra megin á veginum, því hann var hæstur í miðjunni, þannig gat ég rétt aðeins meira úr fætinum... ég losnaði við sinadráttinn, Guði sé lof... og gat haldið hraðanum út hlaupið.
Það var óvænt ánægja að ég kom í mark á tímanum 4:58:48 á mína klukku og var fyrst í mínum aldursflokki.
Ég næ alltaf betri tíma í kulda og mótvindi en í hita.
Þetta maraþon er nr. 101 og Georgía 33 fylkið mitt.
Íþróttir | 18.1.2009 | 03:11 (breytt kl. 03:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Við skruppum í gær þangað sem hlaupið á að byrja, vildum ekki alveg trúa því að expo-ið væri á sama stað um morguninn - fyrir hlaupið.
Ég hef oft fengið flöguna afhenta rétt fyrir ræsingu en ekki gögnin. Við vorum á réttum stað og ekkert annað að gera en bíða.
Ekki svaf ég vel í nótt og dreymdi tóma vitleysu.
Klukkan var stillt á 4:30 en við vorum komin á ról fyrr. Lúlli ætlar að tékka okkur út á meðan ég er í hlaupinu og við keyrum áleiðis til Orlando strax eftir hlaupið. Það er svo kalt hérna - verðum ekki stundinni lengur.
Sárin sem ég fékk í Disney eru að gróa og ég hef lagast í vinstra nára
Íþróttir | 17.1.2009 | 10:00 (breytt 18.1.2009 kl. 12:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Disney World Marathon & Half Marathon, 5K, Orlando, FL USA 11.jan. 2009
http://www.DisneyWorldMarathon.com
Í dag náðum ég stórum áfanga. Ég hljóp hundraðasta maraþonið mitt hér í Disney World í Florida. Ég hef hlaupið þetta maraþon áður og þótti það frábær upplifun.
Hlaupið var ræst kl. 5:50 svo við vöknuðum 3:30 og það mátti ekki knappara vera. Við sáum það þegar Lúlli var í bílastæðisröðinni að ég varð bara að kveðja hann þar og hlaupa út úr bílnum. Ég rétt komst í ,,síðasta piss" og í ráshólfið mitt.
Veðurspáin spáði skýjuðu og 20% líkum á rigningu... þetta voru auðvitað tóm svik. Við byrjuðum í 15 °C hita en um leið og sólin kom upp var orðin steik, 25°C og mælirinn á bílastæðinu sýni 30°C.
Ég byrjað vel, fór samt alltof hratt af stað og varð fyrir því óhappi að detta og strauja malbikið í kringum 5. mílu... hægri hliðin var upprifin og nárinn vinstra megin var aumur... En hvað með það, ég reyndi bara að spýta í lófana og halda áfram.
Hitinn lamaði mig á leiðinni, ég á í svo miklum vandræðum með að drekka hæfilega. Fyrst drakk ég alltof lítið og síðan alltof mikið.
Þegar ég nálgaðist markið, lét Lúlli mig fá spjald sem hann hafði skrifað á 100 Maraþon, Bryndís... og ég hljóp með það í gegnum markið.
Ég kom í mark á tímanum 5:34:02 á mína klukku, og verð víst að gera mig ánægða með að hafa ekki þurft að hætta eftir að ég datt.
Íþróttir | 11.1.2009 | 18:22 (breytt kl. 23:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Íþróttir | 10.1.2009 | 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veðrið var dásamlegt í dag, heitt og notalegt í sólinni. Við renndum í Disney garðinn til að sækja gögnin fyrir maraþonið á sunnudag. Þar var auðvitað múgur og margmenni. Barnahlaupið var í gangi rétt hjá þar sem gögnin voru afhent.
Þetta er í þriðja sinn sem ég fer í þetta Expo... þó ég hafi bara hlaupið Disney einu sinni áður... en það hafði heldur betur breyst frá því síðast.
Pinnmerki hlaupsins helmingi dýrara, engir afslættir á hlaupafatnaði og hvorki boðið upp á vatnssopa né neitt til að smakka.
Síðast þegar ég hljóp Disney (2005) var hálfa maraþonið ræst um leið og það heila, en við hlupum þá í sínhvora áttina minnir mig, núna er hálfa maraþonið á morgun, laugardag og þeir sem hlaupa bæði heilt og hálft fá sérstakan verðlaunapening auka... ég vildi að ég hefði vitað af því fyrr, því ég reyndi, en það var of seint að skrá sig í þetta hálfa í dag.
Íþróttir | 10.1.2009 | 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mississippi Blues Marathon, Jackson, MS USA Jan. 3, 2009
http://www.msbluesmarathon.com/
Ég svaf óhemju illa og hef ekki hugmynd af hverju. Klukkan var stillt á 4:45 og við vorum komin út úr dyrunum um kl.6. Það var ekki langt á startið en maður getur þurft að ganga eitthvað frá bílastæðunum.
Þetta er ekki fjölmennt hlaup. Hvílíkur loftraki, mér var þungt um andardrátt á meðan ég beið eftir ræsingu. Göturnar voru blautar og hálar... og skelfilega illa farnar í gamla bænum.
Hlaupið var ræst kl 7 og ég hélt ég væri komin í rússíbana, hvílíkar brekkur, ég heyrði fólk kvarta yfir þeim. Sem betur fer vissi ég ekki af þeim fyrir, þeir eru ekki með hæðarkort á síðunni.
Ég heyrði marga tala um að þeir hefðu keyrt sig út í brekkunum...
Eftir brekkurnar þ.e. eftir að hálfa maraþonið hafði verið skilið frá, fórum við fram og til baka eftir ,,keflavíkurvegi" og síðan aftur í brekkuvesenið. Við vorum allan tímann í umferðinni, aðeins ein akgrein var lokuð af fyrir hlaupið. Þjónustan á leiðinni var frábær en fáir aðrir á ferli.
Ég lauk hlaupinu á tímanum 5:30:34 og má bara þakka fyrir að hafa nennt að klára það og verð nú að segja eins og er að þetta var ekki skemmtilegt hlaup. Þetta maraþon var nr 99 hjá mér og fylkin sem ég hef klárað orðin 32
Ath. myndir birtar með góðfúslegu leyfi Bíðara nr. 1
Íþróttir | 3.1.2009 | 21:03 (breytt kl. 21:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við renndum niður eftir um hádegið.
Við erum bara nokkrar mílur í burtu.
Expoið var frekar lítið enda er þetta ungt hlaup, annað sinn sem það er haldið.
Ég fékk rásnúmerið 104.
Það voru tónleikar á staðnum, blues hljómsveit enda er þetta blues-maraþon.
Þarna hitti ég loksins á bás frá
50 State Marathon Club
ég hef lengi ætlað að gerast félagi í honum.
Síðan settum við rásmarkið inn í garminn og keyrðum þangað til að kanna bílastæði og fleira. Þá er bara að taka sig til, slappa af og borða eitthvað af viti
Íþróttir | 2.1.2009 | 21:10 (breytt 3.1.2009 kl. 01:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)