Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Það hefur ekkert orðið af því að hitta ykkur við Lækjarskóla,
hlaupa af sér jólasteikina fyrirfram.
Ég fer til Californíu á annan í Jólum,
kem aftur 15.jan á nýju ári.
Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar
Gleðilegra Jóla og farsæls hlaupárs
Því eins og þið vitið er skylda okkar að hlaupa sem mest á næsta ári því það er ,,hlaupár".
Hafið það sem best yfir hátíðisdagana, hittumst heilar á nýju ári.
Kveðja Bryndís
Íþróttir | 23.12.2007 | 11:04 (breytt kl. 14:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja, þá er þetta allt að smella saman
Ég er búin í prófunum, meira að segja búin að fá 2 einkunnir og bara hæstánægð með það.
Fékk 8 í þessum fögum, sem voru Siðfræði stríðs og friðar og Guðfræði Gamla Testamentisins.
Ég er svo heppin að geta tekið því rólega núna, enda varla hætt að dreyma námsefnið......
samt er nóg að gera,
hef samt ekki prófað að hlaupa enn..... það verður sem sé síðasta ,,prófið " fyrir jól.....
læt verða af því við tækifæri.... ekki er færðin að spilla neinu.
Hverjar eru bestar !
Íþróttir | 20.12.2007 | 09:36 (breytt kl. 09:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)