"Meðvitað" hlaup

Ekki var veðrið til að ýta manni út um dyrnar... en út var farið. Það var rok og rigning.
Ég skrölti Hrafnistuhringinn hálf þreytt, hljóp rólega og mjög meðvitað??? Hvað er nú það.
Jú, ég reyndi markvisst að slaka stóru tánum niður, ég er gjörn að spenna þær upp og svo reyndi ég að hlaupa afslappað, þ.e. láta axlirnar síga... Hvorki meira né minna... ég þurfti stöðugt að minna mig á þetta.

Hringurinn tók lengri tíma og ég var þreyttari en vanalega, en hvað um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ var ekki búin að óska þér til hamingju með síðasta maraþon og geri ég það hér með. Ég hef hugsað mér að hlaupa um þrjúleytið í dag ef þú ert á ferðinni.

Kveðja, Þóra Hrönn

þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 08:54

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Sæl Þóra Hrönn,
Ég er í skólanum til kl 3 á þriðjudögum og hleyp venjulega með Völu kl 5, veit ekki einu sinni hvort það tekst hjá mér í dag, en ég er til í að koma á föstum degi og tíma með þér. Verum í sambandi.

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 10.11.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband