Ég byrja seint í skólanum á mánudögum og ég rétt náði heim um kl 5... svo ég ákvað að hlaupa með Haukahópnum í dag... veðrið var lala...la, smá dropar, farið að kólna og aðeins vindur... Maður er orðinn svo kröfuharður á góðviðrið
Ég hitti hópinn og hljóp með þeim, hringurinn sem þau voru að fara, var umhverfis hverfið og ég náði allt í allt 6,3 km. Ég stóð við Haukahúsið og var að íhuga lengingu, þegar eldri maður kom á harðahlaupum en sá ekki keðju strengda fyrir gangstéttina og hann steyptist á höfuðið, skar í sundur ennið og töluverð blæðing var úr sárinu. Það var hringt á sjúkrabíl enda öruggast að láta athuga sig um leið og sárið er saumað. Ég vona að maðurinn nái sér fljótt og vel.
Ég verð hissa ef keðjan verður ekki farin á morgun.
Flokkur: Íþróttir | 7.9.2009 | 20:54 (breytt kl. 20:55) | Facebook
Athugasemdir
Við kannski sjáumst á morgun en ég hef ekki hlaupið í 2 vikur og er að spá í Haukahópinn á morgun. Kveðja, Þóra Hrönn
Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.