Ég fór alltof seint í rúmið, kl var að verða 12. Þá tók við vökunótt með lokuð augu... undarlegt stig af ,,hvíld" Þegar klukkan hringdi kl 6 þá langaði mig ekki framúr... var dauðþreytt.
Morgunmaturinn var diskur af Seríosi, hrökkbrauð og kaffi. Við áætluðum hálftíma í keyrslu, bílastæðamál og koma sér að startinu... svo verður að reikna með ,,síðasta pissi"
Maraþonið var ræst kl 8:40... mjög undarlegur tími. Heila og hálfa ræst samtímis. Ég fór aðeins of hratt af stað en það kom ekki að sök. Ég þurfti tvisvar að fara á klósettið á leiðinni og í annað skiptið kostaði það mig 3 mínútur í röð.
Eftir fyrri klósettferðina (við 5 km. á nesinu) stilltist tempóið hjá mér í mótvindinum... kuldi og mótvindur er það eina sem fær mig til að hlaupa afslappað... og ég náði að halda hraðanum að mestu alla leiðina.
Ég hljóp erfið maraþon síðustu 2 helgar, svo þetta var 3ja maraþonið á 2 vikum... en í dag flaug þetta áfram, ég fann ekki fyrir þreytunni og svefnleysinu.
Bíðari nr 1 stóð sig vel, þó hann gæti ekki hjólað með mér síðustu km... hann mætti með ,,alvöru" orkudrykk við 32. km, við 35 km og svo við 38 km.
Það rigndi og hvessti aðeins of mikið í lokin en í mark komst ég hæstánægð með tímann 4:55:21 á mína klukku en ég átti eitthvað í vandræðum með klukkuna í byrjun.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: MARAÞON, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag | 22.8.2009 | 17:40 (breytt kl. 17:43) | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt úrslitum Reykjavíkurmaraþon var flögutíminn 4:56:04 og er það besti tími sem ég hef náð í nokkur ár.
496 4:57:02 (1:08:32/2:17:01/2:24:17/3:26:43/4:40:40/4:56:04) Bryndís Svavarsdóttir 1956 50 - 59 ára IS220
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 23.8.2009 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.