Fallsburg Marathon and Half Marathon & half marathon and 5k, Lowell, MI USA, 15.ágúst 2009
http://www.fallsburghalf.8k.com
Það var ekkert smá vesen að finna hvar startið væri í gær, en hafðist að lokum... það var ekkert expo.
Ég svaf ekkert sérstaklega vel í nótt, það var partý í næsta herbergi til 6 um morguninn.
Klukkan var stillt á 4:45 svo ég hefði rúma 2 tíma áður en við tékkuðum okkur út kl 7.
Við vorum uþb 30 mín að keyra til Lowell. Ég var á sér samningi, fékk að borga mig inn á hlaupadegi.
Ég hafði enga hugmynd hvað ég væri búin að koma mér útí... lýsingin var skrautleg... The EXTREME TOUGHNESS of Fallsburg's and BRUTAL 2nd Half of the Race.
Hlaupið var ræst kl 8 og þá var hitinn um 17-20°c en hækkaði fljótlega í 28°c og þegar ég kom í mark var hitinn 32°c... götuhitinn var hreinasta steik... loftrakinn mikill.
Ég hljóp í gegnum markið eftir hálft maraþon... skelfing... fyrri helm var mjög erfiður og líka skelfilega leiðinlegur. Seinni helmingurinn var ENN erfiðari... hvílíkar brekkur, hvílík leið, hvílíkur hiti... besta lýsingin á leiðinni er fjallahlutinn af Laugaveginum með sandi, möl og drullu. Og mestan hluta trail-hlutans átti ég fullt í fangi með að varast trjárætur, stein-nibbur og fleira sem stóð upp úr jörðinni... svo var ég útbitin, miklu meira en síðasta hlaupi.
ALDREI AFTUR fjalla-brekku-trail-maraþon... punktur.
Þetta er LANG-ERFIÐASTA maraþon sem ég hef hlaupið... sama sögðu allir sem komu í mark. Það var aldrei þurr þráður á mér og ég var aldrei svona drullug eftir Laugaveginn. Venjulega tekur það mig 1-2 mínútur í mesta lagi, eftir maraþon að jafna mig... en ég var enn móð eftir korter.
Mér datt ekki í hug að ég fengi pening... það voru 118 skráði í heilt og fyrstu 100 áttu að fá pening. Þegar ég var búin að fá minn voru 5 stk. eftir. Ég fékk hettupeysu, bol, baðhandklæði og jakka, allt merkt hlaupinu.
Ég nánast skreið í mark á tímanum 6:28:24 og maraþonið mældist 41,2 km þó gps-ið dytti oft út...
Fallsburg Marathon er 113. maraþonið mitt
Michigan er 41. fylkið mitt - 9 fylki eftir.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, MARAÞON, Stjórnmál og samfélag | 16.8.2009 | 11:46 (breytt 17.8.2009 kl. 12:55) | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt vefsíðu hlaupsins var skráður tími á mig...
15. BRYNDIS SVAVARSDOTTIR...52....ICELAND....6:28:24
Í formála fyrir úrslitunum lýsir umsjónarmaðurinn leiðinni svona...
The EXTREME TOUGHNESS of Fallsburg's and BRUTAL 2nd Half of the Race.
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 16.8.2009 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.