Við vorum hálftíma að renna eftir sveitaveginum yfir til Títusville. Þetta er enn minni bær en við erum í... en þau hafa Walmart... Við dingluðum okkur eitthvað og hófum síðan leitina að expo-inu og startinu. Það tók langan tíma vegna þess að þeir gáfu ekki upp eiginleg heimilisföng. Síðar hittum við fleiri sem voru í sömu vandræðum og við.
Gögnin voru afhent á milli 4 og 7 í dag... þetta er frumraun hjá liðinu... það var hér maraþon 2006 en þetta er fyrsta Drake Well Marathon-ið.
Expo-ið var bara númera og bola afhending og þeir gáfu tásu-sokka.
Það var ein sportbúð í Títusville en hún var lokuð... sama í Franklin... svo ég fæ hvergi orkupulsur fyrir morgundaginn. Það verður bara að hafa það.
Þá er bara að fara snemma að sofa, við verðum að tékka okkur út hér í Franklín fyrir hlaup og startið er kl 7 í fyrramálið.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 8.8.2009 | 23:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.