Mývatnsmaraþon 30.maí 2009

Mývatnsmaraþon 30.05.2009 003Það voru nýjir stjórnendur teknir við Mývatnsmaraþoni og þeim tókst mjög vel til. Umgjörðin góð, góð þjónusta á leiðinni og grillveislan í lokin var frábær.
Að vísu hef ég alltaf sagt að 5 km milli drykkjarstöðva sé of langt, hámarkið ætti að vera 4 km, en þetta hafa þeir ættleitt frá fyrri stjórnendum. Það var svolítið öðruvísi að hlaupa frá ,,Böðunum" og enda þar líka... Á BREKKU.

Mývatnsmaraþon 30.05.2009Það var mjög hvass mótvindur fyrstu 23 km... og allur vindur úr mér á eftir. Sólin skein aðeins og hitinn var uþb 10 stig.
Ég held að þetta hafi verið tíunda Mývatnsmaraþonið mitt og í mörg undanfarin skipti hef ég sagt að ég ætlaði ekki að koma aftur. Halli vegarins virkar svo illa á grindarlosið mitt... ég var of fljótt farin að ganga inn á milli...

Þetta var maraþon nr 107 og tíminn á mína klukku var 5:01:30 og get ég ekki annað en verið ánægð með það


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Tíma taka var handvirk (ekki flaga) og samkvæmt úrslitum hlaupsins var tíminn minn 5:01:35

Konur 50 til 59 ára
1
   05:01:35   Bryndís Svavarsdóttir 1956

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 31.5.2009 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband