Hljóp ein...

Við Vala ætluðum að hlaupa saman en hún hringdi i mig rétt fyrir hádegið... lá heima veik.
Ég skellti mér því út, hljóp Hrafnistuhringinn 12,5 km og kuldaboli hljóp á móti mér. Þetta er ekki einleikið hvað vindurinn blæs á móti nær allan hringinn.
Nú minnist ég þess þegar við Snorri ætluðum að snúa á kuldabola, við vorum búin að vera í mótvindi vikum saman. Eitt sinn ákváðum við að fara öfugan hring... og vitið þið hvað... þetta var eini dagurinn sem við hefðum fengið meðvind í stað mótvinds.

Færðin var slæm, frosið þvottabretti með klakabunkum upp úr... en hringurinn var farinn, ekkert röfl... og heit sturtan séð í hillingum hálfa leiðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband