Garðabær ,,hinn meiri"

Við Vala hlupum saman í dag, réttara sagt dragnaðist Vala með mig með sér.
Við hlupum af stað um hádegið, það var kalt -7°c og vindurinn blés á móti okkur alla leiðina að undanskildum Álftanesveginum. Við höfðum nóg að spjalla, hlupum að heiman, gegnum bæinn, yfir hraunið inn í Garðabæ og síðan hring í kringum bæinn, út á Álftanes, fram hjá Hrafnistu og sjávarleiðina heim.

Hringurinn mældist 19,5 km og síðasta kílómeterinn var kominn skafrenningur og kærkomið að komast heim í hlýjuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband