Omaha Marathon & Half-Marathon, 10K, Omaha, NE USA, 28.sept. 2008
http://www.omahamarathon.com/
Klukkan var stillt á kl 5 AM, en það var óþarfi að stilla hana. Hótelið fylltist í gær af unglingum sem skemmtu sér, þangað til ég átti að vakna svo það var lítið um svefn. Við vorum mætt á startið á hárréttum tíma... þ.e. þegar klósettröðin var enn tiltölulega stutt.
Hlaupið var ræst 2 mín fyrir kl. 7 AM. Fyrri helmingurinn var ekkert nema brekkur... OMG og ég fór allt of hratt af stað og eyddi síðan allt of mikilli orku í brekkurnar. Leiðin var frekar leiðinleg, 3svar var hlaupið fram og til baka eftir beinum og leiðinlegum götum, engir áhorfendur og eftir að 10k og hálfmaraþonið var síað úr, var frekar einmannalegt á leiðinni. Fólkið á drykkjarstöðvunum gerði sitt besta til að skapa stemningu og var frábært í alla staði.
Nóg var að drekka á leiðinni af vatni og Gatorade... og einu sinni var gel, milli 18 og 19 mílu. Um leið og hlaupið var ræst birti og síðan smá hitnaði... og fljótlega var hitinn rétt undir 30°c... og ég sem var að vona í gær að það yrði aðeins skýjað.
Seinni helminginn af hlaupinu, var því allt of heitt fyrir mig, örsjaldan aðeins andvari til að kæla og allan tímann var steikjandi sól. Ég var því alveg búin að fá nóg þegar ég loksins kom í mark.
Maraþonið mældist 41,56 km, en það er ekki alveg að marka því gps-úrið datt út undir hraðbrautunum... tíminn hjá mér mældist 5:16:25 og var ég 4. í mínum aldursflokki
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 28.9.2008 | 20:22 (breytt 29.11.2008 kl. 18:36) | Facebook
Athugasemdir
Enn og aftur Bryndís til hamingju með áfangann. þetta nálgast allt saman hjá þér.
Kveðja,
Þóra Hrönn
þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:10
til hamingju Bryndís mín , þetta hlýtur að hafa verið mjög erfitt
í þessum hita, farðu vel með þig elsku Bryndís ,
sjáumst Soffía
soffia kristinsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 13:23
Takk stelpur,
fyrir hamingjuóskirnar. Alltaf gott að fá hvatningu að heiman. Gangi þér vel í prógramminu þínu Þóra Hrönn og Soffía... EKKI HÆTTA AÐ HLAUPA.
Við höfum það æðislega gott hérna úti. Bestu kveðjur til ykkar allra
Bryndís Svavarsdóttir, 30.9.2008 kl. 20:50
Samkvæmt heimasíðu hlaupsins var flögutíminn : 5:16:27
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 22.10.2008 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.