Vökvatap

Ég bloggaði við frétt varðandi Reykjavíkurmaraþon. http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/625321/

Í fréttinni kemur fram að fjöldi hlaupara hafi þurft aðhlynningu vegna vökvataps. Vökvi er nauðsynlegur á hlaupum og langhlauparar hlaupa með vatnsbrúsabelti á sér....

Maður skildi ætla að með því að borga fyrir þátttöku, gæti maður treyst því að þjónustan á leiðinni væri það góð að fólk þyrfti ekki að bera sína eigin drykki í hlaupinu.

Í kynningu Reykjavíkurmaraþons segir að drykkjarstöðvar séu á u.þ.b. 5 km fresti... sem er alltof langt í heilu maraþoni að mínu mati.... hlauparar þurfa að drekka lítið og oft en ekki mikið og sjaldan
Á einum legg hlaupsins voru 6 km á milli drykkjastöðva (25km - 31km). 

Þetta er eitthvað sem Reykjavíkurmaraþon mætti bæta og einnig að gefa orkugel á einhverjum drykkjarstöðvum á leiðinni.

Svo hefði nú mátt splæsa í afmælispening í tilefni 25 ára afmælis hlaupsins.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband