Hljóp ein í dag


Ég hljóp að heiman enn einu sinni, í þessari líka blíðu.  Yndislegt. Passaði mig að vera á réttum tíma við Lækjarskóla.  En engin önnur mætti.

Ég hljóp því upp Hverfisgötuna, kíkti á Soffíu, síðan upp Reykjavíkurveginn, Flatahraunið og inn í Setberg, síðan fór ég inn í Áslandshringinn eins og á þriðjudaginn var.
Lengdarmunur á að fara Hverfisgötu eða Arnarhraun var ekki nema 200 metrar. 
Það var ekki nærri eins heitt og síðast, munar um að það var skýjað...

þetta verður tvímælalaust fastur hringur hjá mér.... Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, Ég er komin heim eftir 10 daga frí sem var alveg æðislegt. 6 dagar fóru í miðhálendi Íslands á 4hjóli og vegna þess að við erum alltaf að tala um km þá læt ég það fylgja að ég fór 1.450 km á þessum 6 dögum. Ég hljóp 10 km laugardaginn 26 og ætla að fara seinni partinn í dag en bara mjög stutt svona rétt aðeins til að liðka mig.   Kveðja, Þóra Hrönn

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 12:08

2 identicon

Glæsilegt hjá þér, kona..... þetta er frábært.

Ég var að koma af Snæfellsnesinu, kom of seint til að hlaupa í dag mánudag, hleyp á morgun.

Kveðja Bryndís

Bryndíssvavars.blog.is (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 19:40

3 identicon

Hæ hæ, Hljóp Garðabæinn í dag 10 km og ætla á morgun kl.l 17:30. Er alveg til í 10 aftur. Svo fer ég í veiði og fer ekki aftur fyrr en á laugardag. Ég tek skóna með í veiðina.

Kveðja, Þóra Hrönn

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 23:07

4 identicon

Glæsilegt Þóra Hrönn, þú stendur þig eins og hetja. 

Hitti þig við Lækjarskóla kl 17:30

kv. Bryndís

bryndissvavars.blog.is (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband