Brekkur í þægilegheitum


Við Þóra Hrönn hlupum Áslandshringinn, á jöfnum og góðum hraða. Þóra Hrönn er að fara út úr bænum um hádegið og þar sem það hentaði mér ágætlega að hlaupa fyrir hádegi.... þá fór ég með henni.

Eins og síðast..... hljóp ég að heiman.... og lengdi aðeins hlaupið hjá mér, í km. talið. Þetta varð hið þægilegasta hlaup, veðrið gott, hlýtt, aðeins vindur og við sluppum við rigningu... Hvað er hægt að biðja um meira Smile

Framhaldið..... ,,Gengið" ætlar að ganga á Esjuna á morgun og síðan er langt hlaup á laugardag kl. 10     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fer að verða spurning hvort við komumst á Esjuna.

Þar er nú leitað ljósum logum að nöktum manni... sem sást í hlíðum hennar í dag. Nú er svartaþoka þarna uppi og þokan er jökulköld, svo það er mikilvægt að finna manninn sem fyrst.
Síðan leit hófst hefur fjallið verið lokað fyrir göngufólki til að það rugli ekki leitarhundana.

Maður verður bara að vona það besta... að hann finnist sem fyrst.

Bryndís (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband