Byltur í frábæru formi

Sælar Byltur,

Ég hefði ekki náð á réttum tíma að Lækjarskóla... var við jarðarför kl 3 og þurfti síðan óvænt að redda barnabarni kl. 5.

Ákvað því að ,,hlaupa að heiman" (ég sem var næstum hætt því Wink) og fara Áslandshringinn öfugan. Þetta svínvirkaði, fór inn í hringinn við brúna við Ástjörn og þær voru endalausar þessar brekkur enda er þetta brekku-hringur Pinch.... svo þetta var virkileg tilbreyting og veðrið dásamlegt.

Byltuhópurinn hefur farið samviskusamlega í spretti, enda stefnum við alltaf á að bæta formið Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var líka sein og hljóp að heiman, ætlaði að ná þér Bryndís inni í Áslandshringnum en hélt ég hefði misst af þér. Hljóp reyndar mjög stuttan hring þar sem byrjunarörðugleikarnir eru að hrjá mig aðeins meira en ég átti von á og vonaði. Ég er búin að finna mér þrjá "passlega" hringi fyrir mig til að skokka, býst við að ég noti þá út maí. Hringurinn í dag var rúmir 3 km en mikið af brekkum í staðinn, svo er einn í kringum Hlíðarnar 3,5 km og þar er langa brekkan inni í (fyrsta brekkan í Áslandshringnum), svo lengi ég þann hring í 5km með því að fara út á Álfaskeið. Á laugardaginn stefni ég á að hlaupa frá Straumi að Hvassahrauni og labba til baka með göngufólkinu í Hafnarfjarðargöngunni.

Sá þú hafðir hringt í mig á fimmtudaginn síðasta en ég var þá farin út að skokka, hélt að ég yrði bara ein og ákvað því að fara aðeins fyrr svo ég límdist ekki í sófann, fór þá 5km hringinn. Lofa að hafa símann ekki á silent aftur  Fór svo á sunnudaginn rétt fyrir hádegi, en bara 3,5 km, hljóp svo ekkert fyrr en í dag sökum ilsæris sem ég náði mér í á sunnudaginn.

Skýrsla vikunnar er þá komin til skila

Kveðja, Jóhanna (byltuangi...)

Jóhanna (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 21:46

2 identicon

Glæsilegt hjá þér Jóhanna, það skiptir öllu að hlusta á sjálfa sig, þú hleypur fyrir þig en ekki aðra . Flott hjá þér að ætla á laugardaginn og blanda saman göngu og skokki. Þetta kemur allt.

já, ég var að reyna að ná þér á fimmtudag, hætti við að fara ein í Flugleiðahlaupið. Hitti óvænt Völu vinkonu mína og hljóp með henni Áslandsbrekkurnar.

Soffía er að hljóla í vinnuna. Ég hljólaði heim með henni í gær í dásamlegu veðri. það er gott að blanda saman hljóli, göngu og skokki.

Ég geri ráð fyrir að hlaupa næst á laugardaginn með Byltunum og svo hittumst við allar eh á málverkasýningu Önnu Rósar Byltu í skartgripabúðinni við hliðina á Samfylkingunni Strandgötu.

Sjáumst svo á mánudag.

Kveðja Bryndís

Bryndís (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 22:18

3 identicon

Til Hamingju með sýninguna Anna Rós  
glæsileg sýning, hvet allar Byltur til að skoða hana.

Kveðja Bryndís

Bryndís (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband