Er vorið hætt við?


Pinch   Það kemur varla orð frá mér þessa dagana. Enda nóg að skrifa fyrir skólann, hver ritgerðin á fætur annarri. Ég gaf mér samt sem áður tíma til að fara í göngutúr um hverfið í gær.... það var svolítið kalt en annars dásamlegt veður. Ég var alveg viss um að vorið væri komið.... en NEI um kvöldið byrjaði að snjóa.

Þetta er svo sem eðlilegt, hvernig á dagatalið að vita að páskarnir voru snemma í ár og páskahret þess vegna alltof seint á ferð.

Við verðum að vona að þessi skelfing standi ekki lengi svo Bylturnar geti farið að taka þetta alvarlega og skokka um bæinn.... léttklæddar  Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Hæ hæ, bara smá skilaboð til Jónínu ef hún er enn að kíkja hingað:

Ég byrjaði með Byltunum í gær og þetta verður ótrúlega skemmtilegt, ég er í hræðilegu formi en hlakka til að mæta aftur á morgun, endilega drífðu þig með okkur ef þú ert að ennþá að spá í þetta

Takk fyrir mig stelpur og sjáumst á morgun, Bryndís, á ekki að fara að mæta?

kveðja

Jóhanna

Jóhanna Fríða Dalkvist, 11.4.2008 kl. 13:58

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Jú, ég verð að fara að mæta, þetta GENGUR ekki......

kveðja Bryndís

Bryndís Svavarsdóttir, 14.4.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband