Sælar Byltur
Ég þakka mínum sæla fyrir að hafa ykkur til að halda heiðrinum á lofti, nema það vilji svo til að allar Byltur liggi afvelta..... í jólahlaðborðum og kræsingum.
Ég er óðum að jafna mig eftir þursabitið. Svo ég ætti þá að komast fljótlega aftur á skrið.
Því er ekki að leyna að það hefur einhvernveginn allt verið að flækjast fyrir fótunum mínum (sönn Bylta) þó það sé ekki í bókstaflegri merkingu.
Nú eru síðustu kennsludagarnir að renna upp og lestur og ritgerðarskrif liggja þungt á mér. Og einmitt þegar ég þarf sem mesta einbeitingu, næði og tíma, þá virðist það vera það eina sem ég hef ekki.
Þessa dagana eru allar dæturnar þrjár í verslunarferð í Minneapolis og ég fóstra eitt barn og tvo hunda og einn kött. Það er fjör á þessum bæ.
Ég hef ekki haft tíma til að kíkja á málverkasýninguna mína,
síðan ég hengdi þær upp en það er
búið að framlengja sýningunni til 14.des.
Flokkur: Íþróttir | 23.11.2007 | 15:24 (breytt kl. 15:26) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.