Byrjuð að æfa

Sælar Byltur,

Ég notfærði mér aðstöðuna í HÍ í fyrsta sinn í gær. 
Fór í leikfimihúsið til Soffíu og prófaði skíðabrettið þar og þrekhjólið. 
það var eyða milli tíma og frábært að nota hana svona.

Ég var að vísu búin að prófa svipuð tæki í Hress en það má segja að maður sé ekki síður að máta sig við staðinn jafnt og tækin sem eru í boði. Ég er með harðsperrur í kálfunum, þetta er frekar ólíkt átak á vöðva heldur en skokkið. 

En ég er ákveðin að reyna að halda mér við efnið, svo ég geti hangið í ykkur ,,þegar ég kemst á götuna aftur".  Kannski ekki vel orðað .... Whistling

Hverjar eru bestar ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar Byltur ! ég manaði sjálfa mig upp í að hlaupa á þriðjudaginn kl.17:30 eftir mánaðar hlaupahlé, mætti ein við Lækjarskóla og hljóp alein Norðurbæjarhringinn í roki og rigningu. Er að farast úr harðsperrum í dag en ætla samt að hlaupa brekkurnar í kvöld, sé vonandi einhverja ykkar !!!

kveðja, Ingileif.

Ingileif Malmberg (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 09:21

2 identicon

Hæ allar, Það örlar á smá öfundsýki út í þig Ingileif að hafa hlaupið. Ég hef reyndar smá afsökun er búin að vera með einhverja pest í mér en er að verða góð. En ég ætla að reyna við brekkurnar í kvöld.

Kveðja,

Þóra Hrönn

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 09:33

3 identicon

Glæsilegt hjá þér Ingileif, þú heldur uppi merki okkar. 

Gott hjá ykkur að ætla að þrælast brekkurnar í dag.  Ég þrælöfunda ykkur,  en mæli með að þið sleppið hringnum í kringum Ástjörn, nema það sé einhver birta, því það eru engin ljós á stígnum..... bara svo þið dettið ekki.

Bestu kveðjur

Bryndís Svavarsd (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 18:01

4 identicon

Það verður að viðurkennast að við fórum hvorugar.  Ég var ennþá veik og Ingileif eins og sönn vinkona var þá bara líka veik. En ætli veðrið hafi ekki líka spilað inn í.

 Kveðja,´

Þóra Hrönn

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 21:16

5 identicon

Sælar, eins og vinkona mín hún Þóra Hrönn sagði þá fór úr mér allur vindur við veikindi hennar og ekki bætti veðrið úr skák...en þetta hlýtur nú allt saman að fara að koma, hver veit nema hlaupaskórnir verði teknir fram um helgina.....kær kveðja og góða helgi, Ingileif.

Ingileif Malmberg (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband