Nudd og nálarstunga

Sælar

Ég fór í nudd og nálastungur á kínverskri nuddstofu í Hamraborginni.  Þetta var algerlega ný reynsla fyrir mig.  Nuddarinn talaði bara kínversku, en það skipti engu máli, æ, ó og ah þýðir ábyggilega það sama á öllum tungumálum. 

það var gengið á mér (hann var sem betur fer skólaus) og sparkað í afturendann á mér.... en það verður ekki tekið af honum að hann er frábær nuddari...

ég á annan tíma kl 9 á laugardagsmorguninn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ stelpur, Ég er sammála Bryndísi að það væri ekki úr veginum að hittast þó ekki væri nema til að gera eitthvað skemmtilegt. Við getum verið sammála um það að við ætlum að eiga góðan hlaupavetur og njóta þess að hreyfa okkur. Ég verð í Kaupmannahöfn í næstu viku (ég er ekki hætt)svo ég tek ekki Setbergið með ykkur í þeirri viku. En hlakka til að hitta ykkur að viku liðinni.

 Kveðja,

Þóra Hrönn

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 08:55

2 identicon

Sælar  við Magga  fórum  Setbergið  í gær,

             í rigningu en það var mjög fínt.  Bryndís ég fór einu sinni  til nuddarans í  Hamraborg

                þegar ég var búin að vera lengi kvefuð og hann var mjög góður, fannst mér, svo ég vona

                     að hann geti gert  eitthvað svo þú lagist ,að hittast  það væri ekki vitlaust  vona að þú lagist við þetta. 

                                              kv, Soffía

soffia (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 13:11

3 identicon

Sælar

Ég, Þórdís og Magga ætlum að hlaupa 10-13 km í Heiðmörk kl. 10 á morgun ef einhver vil koma með.

Hvernig var í nálarstungunum í dag Bryndís ??

kv.

Rannveig

Rannveig (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband