Við þurfum að hittast stelpur... detta saman.
Það er komið að því að peppa hvor aðra upp. Bíðari nr.1 var inni á hlaupasíðunni, að skoða hlaupið okkar í DC. Ég var auðvitað að lesa skólabækurnar á meðan.... hvað annað!
Sá sem var síðastur þar.... var 8 tíma.... STELPUR. ég segi að við eigum ekki að hafa neinar áhyggjur, fyrsta maraþonið er alltaf prófraun og allt í kroppnum reynir að mótmæla vikurnar fyrir hlaup. En þegar við erum komnar af stað... verður þetta ekkert mál.
Þess vegna slökum við bara á núna... höfum ekki áhyggjur af því að geta ekki haldið áætlun.... prógrammið var bara viðmið.... Takið þess vegna frí fram yfir helgi og hlaupum bara Setbergið á þriðjudag....
En ættum við ekki að hittast eitthvert kvöldið ?
Athugasemdir
Jæja stelpur þá komið að því að sálfræðingurinn taki til orða (hahahahhhh). Stelpur regla nr. eitt er að hlusta á skrokkinn ekki ofbjóða honum þá tekur hann til sína ráða. Svo stöndum við að smá "positive reframing" eins og það kallað. Það er :nýtt markmið hvað með Stockholm marathon í lok maí. Soffía hefur hlaupið það og segir það mjög skemmtileg hlaup. kveðja
magga
magga (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 18:37
Já, það er það sem ég hef alltaf verið að segja, hlusta á skrokkinn...
Ég er búin að hlaupa Stokkhólm 4 sinnum. Það er allt í lagi, allt annað en maraþonið hér, en það er 2 eiginlega sömu hringirnir. Síðast þegar ég hljóp það ( í fyrra) mældist það 43,8 km með Garmin úrinu, svolítið gróft finnst mér. 1,6 km lengra og þeir vissu það (engin furða að brautarmetið falli ekki hvað sem þeir bjóða góðum hlaupurum)
Ég tel enga ástæðu til að hætta við núna, það er engin trygging fyrir betra veðri í vor til að æfa í fyrir Stokkhólm. Betra að breyta áherslum núna og klára þetta. Við getum það.
kv Bryndís
Bryndís Svavarsdóttir, 4.10.2007 kl. 14:31
Já hlusta á skrokkinn - Nú hlusta ég á mjöðm og læri og kemst ekki upp fjórar tröppur án þess að finna til. Fer til bæklunarlæknis 24.10 en er að reyna að komast í myndatöku áður. Nú þarf ég að vinna í plani B. Það virðist nefnilega nokkuð klárt að ég fer ekki í maraþon 28/10. Góðu fréttirnar eru þær að það kemur maraþon á eftir þessu og ég fer á næsta ári eitthvað langt.. Berlín eða eitthvað annað...
Anna Rós (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.