Holiday Five, Winter Park Florida, 29. des 2023

Það var svo dýrt að fljúga til Florida og rándýrir bílaleigubílar þar að ég flaug til Raleigh og keyrði 608 mílur (998 km) til Florida.. að auki var bílinn helm ódýrari og kostar ekkert að skilja hann eftir þar og fljúga heim frá Orlando.. ég keyrði tvo tíma eftir flugið, við gistum í Dillon og keyrðum restina daginn eftir..

20231229_Holiday Five FloridaEftir langa keyrslu í gær átti ég ekki erfitt með að sofna.. þó var hávaði og músík í næstu herbergjum.. ég lét símann hringja kl 3 og lagði af stað kl 5.. 
Ég átti ekki í vandræðum með að finna staðinn. Hlaupið var ræst í niðamyrkri kl 6.. og auðvitað hafði ég gleymt höfuðljósi. Leiðin var ágæt.. eftir malbikuðum stígum.. þó var töluverður halli á þeim, sem er alltaf slæmt fyrir mig. Tveir haukar fylgdust með okkur og íkornar hlupu um allt. Mér gekk ágætlega þrátt fyrir tímamismun og ferðaþreytu.. ég þekkti marga af þeim sem mættu.

Þetta var þriðji dagurinn í fimm daga seríu, ódýrt safnarahlaup með lágmarksþjónustu og ódýrum verðlaunapeningi.

Maraþonið mældist 43,93 km 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband