Þessi ferð var algjör hraðferð, flug 2 daga í röð, maraþon 2 daga í röð og flug heim 2 daga í röð, alls 5 nætur í burtu.. og 8 tíma tímamunur í hlaupunum.. þetta var strembið, þar sem bílaleigubílar voru fáir og uppseldir.. svo ég varð að redda mér öðruvísi.
Ég var dauðþreytt þegar ég kom til Juneau og fór snemma að sofa og vegna hins mikla tímamunar, vaknaði ég um 2:30. Ég hafði samið við leigubílstjóra að sækja mig kl 5:45.. það voru 6 mílur/10 km á startið.. Ég hitti marga sem ég þekki og þrjá sem gista á Áttunni eins og ég, svo ég fékk far til baka og fæ far í fyrramálið.. Jim og Bettie eru á 2.hæð en Henry er í næsta herbergi við mig.. síðan frétti ég að Bill væri líka hérna..
Maraþon nr 271 í dag,
strava mældi leiðina 43,4 km
Alaska.. tékk
4 fylki eftir í 3ja hring um USA
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 6.8.2023 | 13:02 (breytt kl. 18:15) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.