Twin Lakes Marathon Juneau Alaska, 27.júlí 2023

Þessi ferð var algjör hraðferð, flug 2 daga í röð, maraþon 2 daga í röð og flug heim 2 daga í röð, alls 5 nætur í burtu.. og 8 tíma tímamunur í hlaupunum.. þetta var strembið, þar sem bílaleigubílar voru fáir og uppseldir.. svo ég varð að redda mér öðruvísi.

20230727 Juneau AlaskaÉg var dauðþreytt þegar ég kom til Juneau og fór snemma að sofa og vegna hins mikla tímamunar, vaknaði ég um 2:30. Ég hafði samið við leigubílstjóra að sækja mig kl 5:45.. það voru 6 mílur/10 km á startið.. Ég hitti marga sem ég þekki og þrjá sem gista á Áttunni eins og ég, svo ég fékk far til baka og fæ far í fyrramálið.. Jim og Bettie eru á 2.hæð en Henry er í næsta herbergi við mig.. síðan frétti ég að Bill væri líka hérna..

Startið var kl 7 am. Leiðin var nokkuð slétt, malbikaður stígur, 14 ferðir fram og til baka.. Það var þó nokkur bunga á miðjum stígnum sem orsakaði halla hvoru megin en mér tókst að halda mig svolítið á miðjunni.. halli er mjög slæmur fyrir grindarlosið hjá mér.. veðrið gott.. ég sá 2 birni í húsagarði hinu megin við götuna.. ég hélt að enginn annar í hlaupinu hefði verið svo ,,heppinn".. en amk ein kona sá þá.. veit ekki hvort þeir sáu mig.. en annar þeirra, sennilega Yogi endaði á verðlaunapeningnum..

Maraþon nr 271 í dag,
strava mældi leiðina 43,4 km
Alaska.. tékk
4 fylki eftir í 3ja hring um USA

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband