Ég var með hótel í nokkurra mín fjarlægð frá startinu, en var sagt upp rétt fyrir brottför að heiman.. og hótelið sem ég fékk var í Wells í 30 mín fjarlægt.. Klukkan var því enn einu sinni stillt á 3am.. því startið í öllum hlaupunum hefur verið kl 5am.. en þá er farið að birta..
Við byrjuðum í rigningarúða eins og í gær, síðan var þurrt í nokkra tíma, en þegar leið á kom góður skúr.. Allt var þó orðið þurrt í lokið.. þetta maraþon var virkilega erfitt, fæturnir á mér voru orðnir stokkbólgnir, ég var í compression sokkum en þeir náðu ekki að halda við bólguna, kominn sviði í yljarnar, ökklarnir stífir og skórnir orðir mjög þröngir..
Leiðin var 14 ferðir með 5 stærri brekkum í hverri ferð.. Þetta var síðasti dagurinn í New England seríunni.. og ég varð að komast í gegnum það til að krossa við Maine.. Það þarf varla að taka fram að ég var DEAD-LAST í hlaupinu og fékk aftasta vagninn að launum..
þegar ég kom heim kom í ljós að ég var með sinaskeiðabólgu framan á fætinum það marraði í vöðvanum.. Það mun taka tíma að lagast..
Þetta maraþon er nr 270
Strava mældi vegalengdina 43.16 km
5 fylki eftir í 3ja hring um USA.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 12.6.2023 | 19:30 (breytt 6.8.2023 kl. 18:11) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.