Reykjavíkur maraþon
24.ágúst 2019
https://www.rmi.is
Ég sótti númerið á fimmtudegi og mætti í heiðursklúbbinn. Reykjavíkurmaraþon var svo vinsamlegt að láta mig hafa nr 250 og þau bentu fjölmiðlum á mig og stöð 2 og mbl tóku viðtöl við mig. Ég vona að það skili sér í meiri áheitum fyrir Einhverfusamtökin.
Nóttina fyrir hlaup svaf ég frekar lítið og illa. klukkan var stillt á 5:45 og ég var farin út kl 7:30... ég mátti ekki vera seinni til að fá stæði og koma mér á startið. Það rigndi á leiðinni inneftir en var þurrt í hlaupinu. Ég var búin að tilkynna Maniac myndatöku kl 8:25. Nokkrir mættu.
Hlaupið var ræst kl 8:40. Mér gekk ágætlega fyrst, alltaf stuð á Nesinu. Ég verð að viðurkenna að ég fann heldur fljótt fyrir þreytu í hlaupinu, enda búin að hafa mikið fyrir því að þetta maraþon yrði nr 250... Indland í febrúar, Kýpur í mars, Prag í maí, 2 erfið fjallamaraþon í júní, 4 maraþon í júlí og Reykjavik er 3ja maraþonið í ágúst...
Kannski var þetta líka spennufall í dag... en ég kláraði þetta maraþon eins og öll hin... en þetta er 23. árið í röð sem ég hleyp heilt maraþon í Reykjavík.
Ég hef bent á það mörg undanfarin ár að 4 km á milli drykkjarstöðva er of langt, tilhneigingin er að drekka annað hvort of mikið eða of lítið þegar svona langt er á milli... en það gerist ekkert í þessum málum. Í dag var brautin ný að hluta og ágæt nema síðustu km fyrir ofan Lækjargötuna... þeir virtust aldrei ætla að taka enda...
Þetta maraþon er nr 250, stór áfangi hjá mér
Garmurinn mældi það 42,67 km
og tímann 6:20:42
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Lífstíll, MARAÞON | 24.8.2019 | 20:24 (breytt kl. 20:46) | Facebook
Athugasemdir
Ótrúlegur árangur - þú ert algjör jaxl! Svo gaman að fylgjast með þessum hlaupa ævintýrum hjá þér og þú ert meiriháttar fyrirmynd :)
Þórdís Tómasdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2019 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.