Heartland Series
July 7-13, 2019
9.júlí 2019, Portage, Indiana
http://mainlymarathons.com/series-3/heartland/
Dagur 3
Við keyrðum til Portage eftir maraþonið í gær. Þegar við keyrðum yfir fylkismörkin færðist tíminn. Þetta maraþon byrjaði því klst fyrr eða kl 4am á staðartíma og klukkan því stillt á 2.
Ég svaf ekki nógu vel. Það hitnaði fljótt, við vorum þó heppin að það var þónokkur skuggi í brautinni. Ég var með Icy-hot verkjaplástur á bakinu en hann tók ekki verkinn.
Við fórum 12x fram og til baka og í dag "tókst" mér að vera síðust og fá síðasta lestarvagninn í verðlaun... auk þess sem þetta var 25. Mainly maraþonið mitt og sérstök verðlaun fyrir það
Þetta maraþon er nr 246
Garmurinn mældi það 43,52 km
Og tímann 9:13:49
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 11.7.2019 | 00:28 (breytt 14.7.2019 kl. 23:15) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.