Volkswagen Prague Int. Marathon
Prague, Czech Republic
5.maí 2019
Við sóttum númerið á laugardegi, hlaupið á sunnudegi. Við tókum það rólega. Hótelið er 300m frá startinu, á Old Town Square.
Ég stillti klukkuna á 6:30 og ég svaf ágætlega. Við löbbuðum á startið um 8:30 til að fá fílinginn fyrir hlaup.
Maraþonið var ræst kl 9. Gamlar borgir eins og Prag hafa gamlar steinlagðar og ójafnar götur... þær kosta mig alltaf auka orku.
Fyrstu 9 km og síðustu 9 km voru sama leiðin... annars var leiðin ágæt, alls ekki leiðigjörn. Steinlögðu göturnar tóku sinn toll af mér í seinni hlutanum en ég er ánægð með tímann minn... og hlaupið í heild.
Þetta maraþon er nr 241
Garmurinn mældi tímann 6:05:07
og vegalengdina 43,19 km
Tékkoslóvakía er 22.landið mitt
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 5.5.2019 | 17:33 (breytt 14.5.2019 kl. 12:14) | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt úrslitum hlaupsins var tíminn 6:05:10
Start number: F2274 - SVAVARSDOTTIR BRYNDIS
Category: SF60
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 14.5.2019 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.